Morgunvaktin

Allt á fullu í Reykhólahreppi

Fjárfest var fyrir 29 milljarða íslenskra króna í sprotafyrirtækjum hér á landi í fyrra, sem er töluvert meira en árin þar á undan. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi nýsköpunarmál í spjalli um efnahag og samfélag. Við fjölluðum líka um viðhaldsþörf innviða á Íslandi - uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir nemur 420 milljörðum króna mati Samtaka iðnaðarins.

Strangar samkomutakmarkanir hafa gilt í Þýskalandi frá því kórónuveiran tók breiðast út um samfélagið. Margir hafa áhyggjur af áhrifunum, meðal annars geðlæknar og sálfræðingar sem segja þunglyndi og aðrar skyldar geðraskanir angra sífellt fleiri Þjóðverja. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Hann fjallaði líka um þýska tungu en umræða um þúanir og þéranir fer fram meðal þýskra.

Og svo er það lífið og tilveran í Reykhólahreppi, þessu tæplega 300 manna sveitarfélagi við Breiðafjörð. Þar stendur ýmislegt til; brúa á Þorskafjörð og bæta á höfnina, og svo verður matvöruverslun opnuð á Reykhólum innan fárra vikna en þar hefur verið búðarlaust síðan í haust. Við spjölluðum við Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra.

Tónlist:

Perfect day - Lou Reed

Hverjum hefði getað dottið í hug - Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur

Birt

23. feb. 2021

Aðgengilegt til

24. maí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir