• 00:10:30Helga Lind - Fjarnám og fjarkennsla
  • 00:26:56Rebekka Guðmundsd. - Gróðurhús á Lækjartorgi
  • 00:42:11Magnús R. Einarsson - Póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Fjarnám, gróðurhús á Lækjartorgi og Póstkort frá Spáni

Kennsluhættir við flesta skóla hefur gjörbreyst vegna COVID-19 og þeirra reglna sem hafa fylgt í kjölfarið. Til dæmis hefur mikið af kennslu farið fram í gegnum netið og má segja að fjarnám hafi fengið annað og stærra hlutverk en það hefur haft áður, því í sumum tilvikum er það jafnvel eini valkosturinn í dag. Fjarnámi fylgja bæði kostir og gallar sem kallar á að kennarar jafnt og nemendur tileinki sér ný vinnubrögð. Við fengum Helgu Lind Hjartardóttur náms- og starfsráðgjafa til að segja okkur frá kostum og göllum fjarnáms og til að fræða okkur um þetta nýja umhverfi í skólamálum sem snertir svo marga.

Lækjartorg hefur fengið græna viðbót en búið er að koma þar fyrir gróðurhúsi sem hýsir skemmtilegt plöntusafn. Í gróðurhúsinu er hægt að fræðast um plönturnar sem ræktaðar eru í borginni íbúum og gestum til yndisauka. Gróðurhúsið á vel við á þessum tímum COVID-19 þegar margir hafa ráðist í að rækta garðinn sinn að undanförnu. Fólk getur heimsótt gróðurhúsið og fengið hugmyndir. Plöntusafnið hefur líka ákveðið menntunargildi og býður upp á leik þar sem hægt er að spreyta sig á að bera kennsl á ýmsar tegundir runna, plantna og fræja. Í gróðurhúsinu er enn fremur skordýrahótel til að minna á mikilvægi þessara dýra. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður kom í þáttinn í dag.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í því segir frá hertum aðgerða stjórnvalda vegna kórónuvírussins sem hefur blossað upp á nokkrum svæðum í landinu. Það var líka sagt frá öðrum faraldri sem hefur stungið sér niður í Andalúsíu. Götuglæpir og vasaþjófnaður hafa aukist og verið áberandi. Magnús hefur einu sinni verið rændur og tvisvar hefur verið reynt að ræna hann nú nýlega.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

19. ágúst 2020

Aðgengilegt til

19. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir