Erfðabreytt börn og finnska leiðin

Er í lagi að erfðabreyta mennskum fósturvísum til að koma í veg fyrir sjúkdóma? Verður talið ábyrgðarlaust að eignast börn upp á gamla mátann þegar fram í sækir? Kveikur fjallar um CRISPR-erfðatæknina sem hefur þróast svo hratt að siðfræðingar hafa ekki einu sinni náð að spyrja stóru spurninganna, hvað þá svara þeim.

Í seinni hluta þáttarins er finnska skólakerfið skoðað. Allur heimurinn hefur verið að reyna að átta sig á því hvað Finnar hafa gert rétt til þess að ná stöðugt góðum árangri á alþjóðlegum prófum, án þess að leggja sig sérstaklega eftir því. Hvað getum við lært af þeim?