Steve Edmundson og það sem við vitum ekki 10 árum eftir hrun
Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um Steve Edmundson, sjóðstjóra lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna í Nevada-ríki. Sá sjóður er af svipaðri stærð og allir íslensku lífeyrissjóðirnir samanlagt. Samt þarf bara einn mann til þess að stýra öllum fjárfestingum hans og meira en þrefalt færra starfsfólk heilt yfir.
Við skoðum líka hvar við stöndum 10 árum eftir hrun og veltum því upp hvað það er sem við vitum ekki enn í dag. Rætt er við Evu Joly, Ólaf Þór Hauksson, Bryndísi Kristjánsdóttur, auk annarra.