Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði

Allt frá því stuttu eftir aldamót hafa reglulega borist fréttir af bágum kjörum erlends verkafólks hér á landi. Allt að 30 þúsund erlendir ríkisborgarar eru í dag starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafa aldrei verið fleiri.