Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði

Allt frá því stuttu eftir aldamót hafa reglulega borist fréttir af bágum kjörum erlends verkafólks hér á landi. Allt að 30 þúsund erlendir ríkisborgarar eru í dag starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafa aldrei verið fleiri.

Þrátt fyrir fjöldann og framlag hans til samfélagsins hefur hann litla sem enga rödd og býr almennt við verri kjör og aðbúnað en Íslendingar í sömu störfum.