Umhverfisslys í Patreksfirði og skóli í heimi gervigreindar
Fjöldi eldislaxa hefur veiðst í íslenskum ám eftir að laxar sluppu úr sjókví fyrirtækisins Arctic Fish í sumar. Kveikur leitar svara við því hvernig þetta gat gerst og hvaða áhrif erfðablöndun kann að hafa á framtíð íslenska laxastofnsins.
Í seinni hluta þáttarins er fjallað um áskoranir sem skólakerfið stendur frammi fyrir í heimi gervigreindar.