Heimilisofbeldi í heimsfaraldri og eftirköst veikinnar
Heimilisofbeldi hefur aukist um 10% í kórónuveirufaraldrinum, samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað, og fleiri börn en áður hringja sjálf í barnavernd til að greina frá slæmum aðbúnaði sínum.
Þótt kórónuveiran greinist ekki lengur hjá mörgum sem veiktust af COVID-19 er í fæstum tilvikum hægt að segja að sjúklingarnir séu heilir heilsu. Margir lýsa lungnavandamálum, og ófáir sjá fram á vikur eða mánuði í endurhæfingu.