Andlát Perlu Dísar og endurkoma Jóns Ásgeirs í viðskiptalífið
Perla Dís Bachmann lést þegar hún var á 19 ára. Dánarorsök var of stór skammtur af MDMA en hún hafði mánuðina áður verið edrú og því kom andlátið foreldrunum í opna skjöldu. Niðurstöður krufningar vöktu spurningar um hvað hefði í raun og veru gerst þennan sunnudag. Rannsókn lögreglu svaraði því hvorki hvernig né hvenær Perla dó og margt í rannsókninni orkar mjög tvímælis.
Í síðari hluta þáttarins er rætt við Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er snúinn aftur í íslenskt viðskiptalíf og gerir upp í nýrri bók eftir Einar Kárason. „Ég held að það sé svona, þú veist, menn fóru of hratt, misstu yfirsýnina,“ segir hann meðal annars í viðtalinu.