Stytting vinnuvikunnar og biskup
Vinnuvika Íslendinga er með þeim lengri í Evrópu og sú lengsta á Norðurlöndunum, en framleiðni þjóðarinnar er ekki í takti við þessa miklu vinnu. Kveikur skoðar af hverju það er og hugmyndir um að stytta vinnuvikuna. Í síðari hluta þáttar kynnumst við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Á ýmsu hefur gengið síðan hún varð biskup.