Vændi á Íslandi

Gríðarmikið framboð er af vændi í Reykjavík. Auðveldara er að kaupa vændi en ýmsan annan varning á netinu. Samt er áratugur frá því að ný lög tóku gildi sem áttu að ná til fólks í vændi og auðvelda því leið út. Þá átti að útrýma nektardansi sem samt er hægt að kaupa í Reykjavík. Hvers vegna hefur okkur ekki gengið betur? Og hvernig heimur er þetta sem flestum er framandi?