Rauða gullið

Fimm þúsund hryssur eru haldnar á Íslandi til þess eins að blóði sé tappað af þeim og úr því unnið hormón sem notað er til að auka frjósemi annarra dýra, einkum svína. Meðferð þessara hryssa er umdeild. Kveikur rannsakar blóðmerahald, dýravernd og gagnrýni á fyrirtækið sem hagnast um hundruð milljóna króna árlega á framleiðslunni.