„Besservissera-genið kemur úr föðurleggnum“
Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastýra Vesturports og aktívisti fæddist ekki fyrr en tveimur vikum eftir settan dag og segist faðir hennar, Garðar Gíslason kennari, hafa vanist því alla hennar tíð að hún láti bíða eftir sér.
43 akademískir starfsmenn HÍ fá framgang í starfi
Fjörtíu og þrír akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. 
04.07.2020 - 12:58
Ekkert innanlandssmit í gær
Ekkert innanlandssmit greindist við sýnatöku í gær. Við landamæraskimun greindust alls fimm sýni jákvæð. Þrjú þeirra reyndust gömul en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar tveggja þeirra.
04.07.2020 - 12:54
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Þurftu að tjalda í stofunni til að skapa sér einkarými
Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi er oft hrætt við að leita réttar síns vegna brota á kjarasamningum. Eftirliti stjórnvalda er einnig ábótavant, en atvinnurekendur sem stunda brot sín af ásetningi forðast samtök sem standa vörð um rétt...
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir: Erlent starfsfólk oft háð vinnuveitanda
Betra eftirlit er nauðsynlegt vegna kjarasamningsbrota atvinnurekenda á erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu, samkvæmt nýrri skýrslu. Starfsfólkið er oft háð atvinnurekenda um húsnæði og veigrar sér við því að leita réttar síns.
04.07.2020 - 12:09
Arnarunginn er ungur og óreyndur fálki
Fugl, sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði í gær og talinn var vera arnarungi er ungur fálki. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem bar kennsl á tegundina af mynd á ruv.is.
04.07.2020 - 12:04
Stal grimmt frá fjölskyldu ástmannsins
Rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sínar tvær síðustu bækur, er eins og stendur sjómannsfrú og kona í landi með tvö börn. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og áhrif áfalla og...
Samson er kominn heim til Dorritar og Ólafs
Hundurinn Samson, sem klónaður var úr erfðaefni forsetahundsins Sáms, er nú laus úr vistinni á einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ. Þar hefur hann dvalið undanfarnar vikur eftir að hann kom frá Bandaríkjunum og er nú kominn til síns heima sem er...
04.07.2020 - 11:20
Formúla 1 hefst formlega í dag
Nýtt tímabil í Formúlu 1-kappakstrinum hefst formlega í dag er tímataka fer fram í fyrri Austurríkiskappakstri sumarsins. Keppni fer þá fram á morgun.
04.07.2020 - 11:00
Enn skelfur jörð við Eyjafjörð
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar, sem hófst 19. júní, stendur enn. Frá upphafi hafa mælst þar yfir 9.000 skjálftar, frá miðnætti hafa mælst 50 skjálftar, allir eru þeir minni en 3 að stærð og engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að...
„Það var bara unnið, drukkið og djammað“
„Þetta er átta þátta sería sem heitir Verbúðin og gerist frá '83 til '91, þegar kvótakerfið er sett á og svo framsal kvótans gefið frjálst,“ segir Björn Hlynur Haraldsson einn leikstjóri Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttar sem leikhópurinn...
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að...
04.07.2020 - 09:05
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28
Þurftu aðstoð lögreglu vegna ölvaðs strætófarþega
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt að vanda í gærkvöld og í nótt. Meðal þeirra voru þjófnaðarmál, grunur um akstur undir áhrifum og þá þurfti lögregla að veita aðstoð við að vísa ölvuðum manni út úr strætisvagni.
Lest af sporinu eftir árekstur við nautgripi
Lest fór af sporinu í Danmörku á milli Boris og Skjern í gærkvöld eftir að hafa ekið á nautgripi sem stóðu á lestarteinunum. Níu farþgear voru um borð í lestinni. Farþegunum varð ekki meint af, en allar fimmtán kýrnar sem lestin ók á eru dauðar, að...
04.07.2020 - 07:50
Trump varar við herferð vinstri sinnaðra fasista
Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði það til í gærkvöld að opna garð með minnismerkjum um merkustu einstaklingana í sögu Bandaríkjanna. Frá þessu greindi hann í ræðu sem hann hélt í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna í dag.
04.07.2020 - 07:37
Fyrsta ákæran á grundvelli öryggislaga í Hong Kong
23 ára karlmaður var sá fyrsti til að verða ákærður á grundvelli nýju öryggislaganna í Hong Kong. Al Jazeera greinir frá. Hann er ákærður fyrir að hvetja til aðskilnaðar og hryðjuverk. Tong Ying-kit ók mótorhjóli sínu á hóp lögreglu á mótmælasamkomu...
04.07.2020 - 06:57
Minnst tveir látnir vegna úrhellis í Japan
Að minnsta kosti tveir eru taldir af og þrettán er saknað í vesturhluta Japans þar sem met-úrkoma hefur fallið. Yfir 76 þúsund hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna aurskriðu- og flóðahættu.
04.07.2020 - 06:19
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan
Ætla að loka kolaverum innan 20 ára
Þýskum kolaorkuverum verður lokað í áföngum innan næstu tuttugu ára samkvæmt lögum sem samþykkt voru í báðum deildum þýska þingsins í gær. Deutsche Welle greinir frá þessu. Samkvæmt lögunum eiga öll kolaorkuver að hafa lokað árið 2038.
04.07.2020 - 04:55
Krefjast sex ára fangelsis vegna ummæla um hryðjuverk
Rússneskir saksóknarar krefjast þess að blaðamaðurinn Svetlana Prokopyeva verði dæmd í sex ára fangelsi. Hún er sökuð um að hafa réttlætt hryðjuverk með fréttaflutningi sínum af sjálfsmorðsárás á skrifstofu rússnesku leyniþjónustunnar FSB árið 2018.
04.07.2020 - 03:38
Björgunarskip lýsir yfir neyðarástandi um borð
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking hefur lýst yfir neyðarástandi um borð. Sex farþegar hafa reynt að fyrirfara sér og áflog hafa orðið um borð. Skipið hefur verið utan Sikileyjar síðustu daga, eftir að beiðni skipverja um að leggjast að bryggju...
04.07.2020 - 02:21
Erlent · Afríka · Flóttamenn · Ítalía · Malta · Evrópa
Réttarhöld yfir morðingjum Khashoggis hafin í Istanbúl
Réttarhöld yfir tuttugu sakborningum vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófust í Tyrklandi í dag. Khashoggi var myrtur í sendiráið Sádi Arabíu í Istanbúl árið 2008. Sakborningarnir voru ekki í dómssal, því Sádar neituðu að...
04.07.2020 - 00:42
Yfir 11 milljón tilfelli á heimsvísu
COVID-19 tilfelli á heimsvísu fóru yfir ellefu milljónir í dag, ef marka má talningu fréttastofu Reuters. Veiran hefur nú þegar orðið meira en hálfri milljón manna að bana.
03.07.2020 - 22:59
Ónæmi gæti verið meira en áður var talið í Svíþjóð
Fleiri gætu verið með mótefni gegn COVID-19 í Svíþjóð en áður var talið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Karólínsku stofnunarinnar og Karólínska háskólasjúkrahússins.
03.07.2020 - 08:48

Sjónvarp

Útvarp

KrakkaRÚV

RÚV núll