Ísrael prófar nýjar skotflaugar
Tvær tilraunir með nýja skotflaug voru gerðar í Ísrael. Báðar tilraunirnar voru vel heppnaðar að sögn flugiðnaðarstofnunar ríkisins. Önnur flaugin fór um 90 kílómetra og hin um 400 kílómetra. Í báðum tilfellum hæfðu flaugarnar skotmörk sín af...
03.06.2020 - 04:56
Yfirvöld höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis
Stjórnvöld í Minnesotaríki Bandaríkjanna ákváðu í gær að höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis vegna láts blökkumannsins George Floyd. Rannsaka á hvort lögreglan beiti kerfisbundinni mismunun í aðgerðum sínum. Ríkisstjórinn Tim Walz og...
03.06.2020 - 04:34
Johnson býður Hong Kong búa velkomna til Bretlands
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir íbúa Hong Kong eiga greiða leið til Bretlands ef Kínverjar ákveða að fullgilda ný lög um þjóðaröryggi í héraðinu. Hong Kong búar geta jafnvel orðið breskir ríkisborgarar, ílengist þeir í landinu.
03.06.2020 - 03:38
Kirkjuleiðtogar gagnrýna Trump
Leiðtogar innan bandarísku biskupakirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar eru mjög ósáttir við hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notaði biblíuna í fyrrakvöld. Mariann Budde, biskup við biskupakirkjuna í Washington-borg, sagði í samtali við...
03.06.2020 - 02:12
Yfir 30 þúsund látnir vegna COVID-19 í Brasilíu
Yfir 30 þúsund eru nú látnir af völdum COVID-19 samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu og yfir 550 þúsund hafa greinst smitaðir. Brasilía er þá eitt fjögurra ríkja þar sem yfir 30 þúsund eru látnir af völdum veikinnar, hin eru Ítalía, Bretland og...
03.06.2020 - 01:11
Zoom nær þrefaldar tekjur sínar
Fyrirtækið Zoom, sem rekur samnefnt samskiptaforrit sem hefur notið mikilla vinsælda í kórónuveirufaraldrinum, hagnaðist um tuttugu og sjö milljónir dollara fyrstu þrjá mánuði ársins. Tekjur fyrirtækisins nær þrefölduðust miðað við sama tíma í fyrra...
02.06.2020 - 23:37
Myndskeið
Brugðið vegna kynþáttafordóma í garð 8 mánaða barns
Átta mánaða drengur varð fyrir aðkasti vegna húðlitar síns í sundlaug í Reykjavík í síðustu viku. Foreldrum barnsins var verulega brugðið, en faðirinn segir rasisma á Íslandi algengari en flesta gruni. Sjálfur hafi hann orðið fyrir aðkasti og...
02.06.2020 - 22:43
Svíþjóð: Minni takmörk hafa ekki skilað betri efnahag
Þó víða í Svíþjóð hafi verið beitt minni takmörkunum en víða annars staðar hefur það ekki skilað sér í betri efnahag en annars staðar á Norðurlöndum. Spáð er ívið meiri samdrætti á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum á þessu ári.
02.06.2020 - 22:16
Myndskeið
Erfitt að stoppa utanvegaakstur
Erfiðlega gengur að sporna gegn utanvegaakstri segir eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem fer með ferðamenn eftir veginum norðan Leirvogsár. Fjölda torfæruhjóla og -bíla sé ekið utan vegar þó svo að settar hafi verið upp merkingar og grjóthnullungum...
02.06.2020 - 22:15
Rúmlega tvö þúsund hafa boðað komu sína á samstöðufund
Rúmlega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á samstöðufund á Austurvelli á morgun, vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Mótmæli og óeirðir vegna dauða George Floyd hafa staðið sjö daga í röð og virðast ekki í rénun.
02.06.2020 - 21:58
Nurses vote for a strike
The Icelandic Nurses' Association have decided to start an online vote among the nurses that work for the state on whether to go on strike. The vote started at 8 o'clock this evening and will finish at noon on Friday.
02.06.2020 - 21:37
Telja að um 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði
Um fjögur þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kom í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, á Alþingi í dag, við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen, þingflokksformanns Vinstri grænna.
Myndskeið
Valdi að koma heim til að klára námið
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handbolta, gekk í gær í raðir ÍBV í Olís-deild kvenna frá franska liðinu Bourg-de-Péage. Hún segir nám sitt hér heima vera aðalástæðuna fyrir því að hún kom heim frá Frakklandi nú.
02.06.2020 - 20:30
Myndskeið
COVID-19 veldur auknu álagi á sprengjusérfræðinga
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið auknu álagi á sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Ferðaþyrstir landsmenn hafa gengið fram á óvenjumargar sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni.
Sandra og stöllur í undanúrslit
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Framlengja þurfti leik liðsins við Hoffenheim.
02.06.2020 - 19:45
Spegillinn
Frumvarp í haust um að lækka laun forseta um helming
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segir að ef hann verður kjörinn muni hann eftir þingsetningu í haust leggja fram frumvarp í samvinnu við þingheim um að laun hans verði lækkuð um helming. Hann trúi ekki öðru en þingheimur vilji...
Elísabet í veikindaleyfi vegna veirusjúkdóms
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, getur ekki þjálfað liðið vegna veikinda. Hún mun taka sér ótímabundið hlé frá þjálfun vegna veirusjúkdóms sem er að hrjá hana.
02.06.2020 - 19:00
Á botni laugarinnar í sjö mínútur áður en hann fannst
Eldri karlmaður, sem lést við sundiðkun í Sundhöll Selfoss í gær, hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Tíu ára gamlir sundlaugargestir urðu varir við manninn en slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugavarða. Þetta kom...
02.06.2020 - 18:56
Útgöngubann allar nætur í New York út vikuna
Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir útgöngubanni að kvöldi og nóttu næstu sex sólarhringa til að stemma stigu við spellvirkjum óeirðaseggja. Útgöngubannið í gærkvöld var virt að vettugi.
Mikið að gera á Norður- og Austurlandi um helgina
Margir ferðamenn voru á Norður- og Austurlandi um nýliðna helgi, bæði fjölskyldufólki í hjólhýsum og tjaldvögnum, en einnig fólk sem valdi að gista í orlofshúsum og á hótelum.
02.06.2020 - 17:46
FIFA hvetur til „almennrar skynsemi“ vegna Floyd
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hvatt knattspyrnusambönd í heiminum að beita almennri skynsemi og sveigjanleika þegar kemur að refsingu leikmanna vegna mótmæla þeirra eftir dauða George Floyd.
02.06.2020 - 17:45
Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um verkfall
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Atkvæðagreiðslan, sem nær til rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðinga, hefst klukkan átta í kvöld og...
02.06.2020 - 17:28
Síðdegisútvarpið
Kópurinn Kári kominn á heimaslóðir
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk kóp í fóstur þann 17. janúar síðastliðinn. Eftir að hlúð var að kópnum í nokkrar vikur var honum sleppt í hafið í Ísafjarðardjúpi og tók hann rakleiðis stefnuna á norðurströnd Grænlands þar sem hann er nú. Hægt...
Engin krafa um fjárnám barst Tryggingastofnun
Engin krafa um fjárnám á hendur Tryggingastofnun ríkisins barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu Tryggingastofnunar. Dómssátt í máli tveggja öryrkja gegn stofnuninni var greidd út 11 dögum eftir að...
02.06.2020 - 17:24
Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi
Í liðinni viku var Sigríður Lilly Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, boðuð til fyrirtöku á fjárnámi gegn stofnuninni. Fréttablaðið greinir frá þessu.
02.06.2020 - 05:31

Sjónvarp

Útvarp

KrakkaRÚV

RÚV núll