Gömul sprengja varð tveimur að bana
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur sprengjusérfræðingum, breskum og áströlskum, að bana á Salómons-eyjum í dag.
Dönsk stjórnvöld hlaupa undir bagga með veitingahúsum
Dönsk stjórnvöld eru með leið á prjónunum til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á rekstur veitingahúsa, kaffihúsa og öldurhúsa í landinu. Úrræðin byggja á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokka
Emmy verðlaunin: Búist við velgengni Watchmen
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin verður haldin í nótt í sjötugusta og annað sinn en nú með harla óvenjulegu sniði.
21.09.2020 - 00:21
Karl Bretaprins hvetur til viðbragða við loftslagsvá
Karl Bretaprins hvetur heimsbyggðina til að nýta heimsfaraldur kórónuveirunnar til að bregðast við vánni af loftslagsbreytingum.
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Skólastarf í Þórshöfn raskast vegna kórónuveirusmits
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær, laugardag. Virk smit í eyjunum eru nú tuttugu og tvö.
Biden biðlar til þingmanna Repúblikana
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hvatti þingmenn í dag til að koma í veg fyrir að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir kosningar. Hann sagðist enga von bera til þess að forsetinn eða leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni myndu ekki reyna að beita valdi sínu.
Vilja breyta gjöldum á einnota umbúðum
Umhverfisráðherra leggur til breytingar á umsýslugjaldi af skilagjaldsskyldum einnota umbúðum, bæði til að hvetja til notkunar umhverfisvænni umbúða og til að tryggja betur fjárhagsstöðu Endurvinnslunnar sem hefur einkarétt á að taka við umbúðunum. Lækkandi álverð og plastverð, breytt samsetning á umbúðum og aukin skil hafa grafið undan fjárhag fyrirtækisins.
20.09.2020 - 21:26
Landinn
Lifa sig inn í líf og dauða Sunnefu
„Það er ekki annað hægt, þegar maður er hérna við þennan drekkingarhyl, en að finna sterkt fyrir sögunni,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem leikur Sunnefu í samnefndu verki sem frumsýnt er í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um helgina.
20.09.2020 - 20:30
Vonar að þreifingar verði formlegar á morgun
Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu um myndun meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Oddviti þeirra vonar að það skýrist á morgun hvort teknar verða upp viðræður við Framsókn eða Austurlistann. 
20.09.2020 - 20:29
Var sterkari en hún gerði sér grein fyrir
Ellen Lind Ísaksdóttir vann á dögunum titilinn sterkasta kona Íslands. Hún segir líklegt að helsta ástæða þess hve fáar konur stundi aflraunir hér á landi sé hreinlega feimni við að keppa í greininni.
20.09.2020 - 20:22
Smit á mörgum stórum stofnunum
Landspítalinn er kominn á hættustig vegna COVID-smita og fjöldi starfsmanna í úrvinnslusóttkví. Þjónusta við sjúklinga helst enn óskert. Þá hefur smit greinst á stórum vinnustöðum eins og RÚV, Reykjalundi, velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Veðurstofunni og á Hjúkrunarheimilinu Mörk, þar sem heimilsmenn á einni hæð eru  í sóttkví.
20.09.2020 - 19:42
Gera ráð fyrir að nota 500 grímur á dag
Fjarnám eykst í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Misjafnt er þó á milli skóla hversu mikið nám flyst yfir í fjarnám. Sumt nám verður að stunda á staðnum. Skólastjórinn í Borgarholtsskóla gerir ráð fyrir að þar þurfi nemendur, kennarar og annað starfsfólk að nota 500 grímur á dag.
20.09.2020 - 19:25
Haukur í sigurliði - Valencia tapaði fyrir meisturunum
Fyrsta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta var leikin í dag. Tveir Íslendingar leika í deildinni, Martin Hermannson og hans menn í Valencia töpuðu naumlega en Andorra, með Hauk Helga Pálsson innanborðs, vann sinn leik.
20.09.2020 - 19:13
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Smit í skólum og á heilbrigðisstofnunum
Sóttvarnarlæknir leggur til að öldurhús verði lokuð í viku til viðbótar, þar sem yfir níutíu smit eru rakin til tveggja skemmtistaða. 215 eru í einangrun og um 1.300 í sóttkví eftir hraða útbreiðslu veirunnar síðustu daga.
20.09.2020 - 18:46
Viðvaranir á norðaustanverðu landinu og miðhálendinu
Gular vindviðvaranir eru nú í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. Seinna í kvöld tekur einnig gildi gul viðvörun á Austfjörðum.
20.09.2020 - 18:16
Tveir þingmenn Repúblikana vilja bíða með skipun dómara
Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Alaska, lýsti því yfir í dag að hún sé andvíg því að greiða atkvæði um staðfestingu nýs hæstaréttardómara þegar svo skammt er til forsetakosninga. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill tilnefna arftaka Ruth Bader Ginsburg sem fyrst. Bæði Trump og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, vilja staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. McConnell kom í veg fyrir skipun hæstaréttardómara fyrir síðustu kosningar.
Magnaður Mané skoraði tvö í stórleiknum
Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu stóð heldur betur fyrir sínu. Rautt spjald, vítaspyrna og tvö mörk litu dagsins ljós þegar Liverpool heimsótti Chelsea á Stamford Bridge.
20.09.2020 - 17:48
„Förum óhræddar inn í þennan leik“
Hallbera Guðný Gísladóttir, sem er ein af leikreyndari leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, telur að liðið eigi góða möguleika gegn Svíum og þær mæti óhræddar til leiks.
20.09.2020 - 17:25
Myndskeið
Viðbrögð við faraldrinum sennilega efst í huga kjósenda
Gauti B. Eggertsson, hagfræðiprófessor við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, segir að þótt Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti öllum brögðum til að beina athygli kjósenda frá kórónuveirufaraldrinum verði faraldurinn, og hversu illa hefur tekist að hefta útbreiðslu hans, efst í huga flestra í aðdraganda forsetakosninganna. Önnur stór kosningamál tengist óeirðum í tengslum við lögregluofbeldi, skógareldum í Kaliforníu og efnahagsástandinu.
20.09.2020 - 17:21
Viðtal
Smit í þremur grunnskólum og einum leikskóla
COVID-19 smit hafa greinst í þremur grunnskólum í Reykjavík og einum leikskóla. Allir nemendur í sjöunda bekk Vesturbæjarskóla fóru í sóttkví sem og sjö starfsmenn eftir að einn nemandi greindist með COVID-19. Tveir starfsmenn í Hvassaleitisskóla greindust með veikina og hafa allir nemendur í fjórða bekk verið settir í sóttkví. Einn starfsmaður Tjarnarskóla hefur greinst með smit og er verið að kanna hvaða áhrif það hafi á skólastarf.
Hjörtur hafði betur gegn Ragnari
Landsliðsmennirnir Hjörtur Hermannsson og Ragnar Sigurðsson mættust í dag þegar Bröndby vann Kaupmannahöfn í frábærum leik á Parken. Báðir spiluðu þeir allan leikinn fyrir sín lið.
20.09.2020 - 16:22
Dómari setur lögbann á áform Trumps gegn WeChat
Dómari í Kaliforníu setti í dag lögbann á þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka á niðurhal efnis í WeChat samskiptaforritinu, innan við sólahring áður en tilskipun stjórnvalda átti að taka gildi. Bandaríkjastjórn hugðist stöðva starfsemi hvort tveggja WeChat og TikTok í Bandaríkjunum nema breytingar yrðu á rekstrinum. Stjórnvöld sögðu að samfélagsmiðlarnir tveir ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Dómarinn í Kaliforníu sagði hins vegar að bann við niðurhali ógnaði tjáningarfrelsi notenda.
20.09.2020 - 15:43
Ellismellir
Gullgrafarinn Kanye, methafinn Mariah og Green Day
Billboard Hot 100 listinn í þessari viku, 18.-24. september, árið 2005, er viðfangsefni fyrsta þættinum af Ellismellum. Á listanum er að finna lög sem flestir ættu að þekkja, Gullgrafara Kanye West, methafa Mariuh Carey og lag með hljómsveitinni Green Day sem hefur fengið margvíslega merkingu.
20.09.2020 - 15:21
Víkingar unnu tvöfalt
Íslandsmóti liða í borðtennis lauk nú um helgina. Mikil spenna var í úrslitum karla en kvennalið Víkings vann öruggan sigur á BH.
20.09.2020 - 15:20

Sjónvarp

Útvarp

KrakkaRÚV

RÚV núll