Tottenham vann Norður-Lundúnaslaginn
Tottenham Hotspur vann 2-1 sigur á Arsenal í nágrannaslag liðanna á heimavelli þeirra fyrrnefndu í Norður-Lundúnum í dag. Með sigrinum fara þeir hvítklæddu upp fyrir granna sína í töflunni.
12.07.2020 - 17:25
Telja íbúum stafa hætta af vanhirtum húsum
Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur skorar á embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að koma í veg fyrir að hús í miðbænum geti staðið auð og vanrækt í áratugi. Þá skora þau á borgarfulltrúa og þingmenn...
12.07.2020 - 17:16
Bílvelta á mislægum gatnamótum neðst í Ártúnsbrekku
Bíll valt í mislægum gatnamótum þar sem Sæbraut mætir Miklubraut nú á fimmta tímanum. Bílnum var ekið upp slaufuna sem leiðir upp í Ártúnsbrekku þegar hann valt.
12.07.2020 - 16:22
„Klúbbarnir verða að lifa af“
Borgaryfirvöld í Berlín hafa ákveðið að styrkja fjörutíu og sex skemmtistaði og tónleikasali í borginni um 81 þúsund evrur hvern, sem jafngildir 13 milljónum íslenskra króna.
12.07.2020 - 15:47
Franskir njósnarar á eftirlaunum dæmdir í fangelsi
Tveir fyrrum starfsmenn frönsku utanríkisleyniþjónustunnar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að deila leynilegum upplýsingum með kínverskum stjórnvöldum.
12.07.2020 - 15:10
Hamilton fagnaði sigri í Austurríki
Bretinn Lewis Hamilton úr liði Mercedes vann öruggan sigur í öðrum Austurríkiskappakstri ársins í Formúlu 1. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas, sem vann fyrsta kappaksturinn síðustu helgi, varð annar.
12.07.2020 - 15:00
Staða hinsegin fólks í Póllandi fer versnandi
Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur hríðversnað síðustu mánuði, segir formaður pólskra baráttusamtaka. Samlandar hennar séu farnir að hvetja til þess að útrýmingarbúðir nasista verði opnaðar aftur.
Tæplega 25 prósent þegar búin að kjósa
Nýtt met var slegið í hádeginu í kjörsókn í forsetakosningunum í Póllandi þegar tæplega 25 prósent kjósenda höfðu þegar skilað sér á kjörstað. Síðari umferð forsetakosninganna er í dag. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa komið í veg fyrir...
12.07.2020 - 14:13
Segulmögnuð áhrif tónlistar eftir samkomubann
„Tónleikar eru ekki bara veisla fyrir eyrað, þeir eru líka sjónræn upplifun, tónlistin vekur upp tilfinningar og jafnvel gæsahúð.“ Justyna Wilczyńska fjallar um nándina sem skapast á tónleikum á milli flytjenda tónlistar og hlustenda í pistli sínum...
Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar?
Hvað gerir glæpasögur svo vinsælar? Eru glæpasögur góðar bókmenntir eða er það fyrst og fremst endurtekningin með tilbrigðum, hið kunnuglega, sem laðar að sér lesendur?
12.07.2020 - 13:03
Gylfi spilaði í tapi fyrir Úlfunum
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton er liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wolves vann þar með mikilvægan sigur í Evrópubaráttu deildarinnar.
12.07.2020 - 12:55
Vilja draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun leggur til að sett verði markmið um að draga úr matarsóun um helming á næstu tíu árum. Hver Íslendingur sóar 90 kílóum af mat árlega.
Spenna í loftinu á kjördag í Póllandi
Pólverjar kjósa sér forseta í dag þegar önnur umferð kosninganna fer fram. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist fylgi frambjóðendanna tveggja vera hnífjafnt og því er töluverð spenna í loftinu.
12.07.2020 - 12:29
„Enginn rammi utan um þessar skipanir“
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að hafa aukinn sveigjanleika í utanríkisþjónustunni við skipan sendiherra en þeir séu einfaldlega of margir. Hann segir að þegar sendiherrafrumvarp hans verði tekið til afgreiðslu þingsins í haust þurfi þeir sem...
12.07.2020 - 12:14
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir:Fleiri fara í meðferð við heimilsofbeldi
Mun fleiri hafa sótt meðferð við heimilisofbeldi á fyrstu mánuðum þessa árs en í fyrra. Forsvarsmaður Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur segir að heimsfaraldurinn eigi þátt í aukningunni.
12.07.2020 - 12:13
„Stelpurnar hafa notið sín alveg sérstaklega vel“
Síðustu leikir símamótsins í knattspyrnu fara fram í dag, en mótið var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir mótið hafa gengið framar vonum.
12.07.2020 - 11:56
Hvalir gera sig heimakomna í höfninni á Sauðárkróki
Hrefnur og hnúfubakar hafa síðustu daga gert sig heimakomna í höfninni á Sauðárkróki. Hafnarvörður gantast með að rukka þurfi skepnurnar fyrir hafnarstæði.
12.07.2020 - 11:41
Óttast að olíumengunarslys kunni að vera í uppsiglingu
Óttast er að yfirgefið og illa farið olíuflutningaskip úti fyrir ströndum Jemen kunni að valda mengunarslysi verði ekki brugðist við. Tankar skipsins eru hálffullir af hráolíu og er óttast að hún leki út frá skipinu vegna ryðs og tæringar....
12.07.2020 - 11:36
Ekkert virkt smit hefur greinst í fimm daga
Þrír reyndust með mótefni við COVID-19 og fimm bíða enn mótefnamælingar eftir landamæraskimun í gær samkvæmt nýjustu tölum landlæknis. Alls voru 2.040 sýni tekin á landamærunum í gær og átta sýni reyndust jákvæð.
12.07.2020 - 11:11
„Ég var ekki að finna gleðina“
Vigdís Jónsdóttir, sleggjukastari, bætti Íslandsmetið í sleggjukasti í fjórða skipti þetta sumarið í dag. Vigdís segir að hún hafi verið nálægt því að hætta eftir erfitt tímabil fyrir skömmu en er nú með háleit markmið fyrir framtíðina.
12.07.2020 - 10:15
Lekandi og sárasótt færast enn í vöxt
Kynsjúkdómarnir sárasótt og lekandi halda áfram að vera sérstakt áhyggjuefni sóttvarnalæknis. Fyrstu sex mánuði ársins greindust 43 einstaklingar með sárasótt sem er umtalsverð aukning miðað við fyrri ár. Alls greindust 38 með sárasótt í fyrra.
12.07.2020 - 10:03
Rauðskinnar heyri sögunni til
Bandaríska ruðningsliðið Washington Redskins úr NFL-deildinni vestanhafs mun ganga í gegnum nafnabreytingu á allra næstu dögum. Nafn liðsins hefur sætt gagnrýni árum saman.
12.07.2020 - 10:00
Síðdegisútvarpið
„Það er engin venjuleg manneskja“
„Hugmyndin er að opna símaskrá, benda á eitthvað nafn, og hringja í viðmælanda og fá sögu frá honum,“ segir Brynja Þorgeirsdóttir sem ýtir úr vör viðtalsþættinum Hnit á mánudag á Rás 1. Hún velur viðmælendur sína handahófskennt.
12.07.2020 - 09:12
Hommarnir á höfninni – strákar lentu líka í „ástandinu“
Hommarnir á höfninni er yfirskrift kvöldgöngu sem Borgarsögusafn stóð fyrir í vikunni. Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur fór á söguslóðir hins svokallaða „hinsegin ástands“, þar sem samkynhneigðir íslenskir menn í felum áttu í kynferðislegu...
12.07.2020 - 08:38

Sjónvarp

Útvarp

KrakkaRÚV

RÚV núll