Landinn
„Lundinn á betra skilið“
Tveir teiknarar settu upp Ný-lundabúð í fuglaskoðunarhúsinu í lundabyggð Hafnarhólma á Borgarfirði eystra í lok sumars. „Maður gengur um götur Reykjavíkur og sér þessar lundabúðir allar og þær eru allar keimlíkar, það er lundinn með víkingahattinn og seglarnir og bollarnir og allt mögulegt og maður fer að líta á lundann neikvæðum augum,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir, teiknari. „En svo kemur maður hingað og hann er svo fínn og sætur.“
28.09.2020 - 08:47
Viðtal
„Höfum beðið eftir alvöru aðgerðum frá stjórnvöldum“
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir að kjör öryrkja hafi ekki verið bætt á kjörtímabilinu. Hún vonast eftir úrbótum í síðasta fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra á kjörtímabilinu en hann leggur það fram í vikunni.
28.09.2020 - 08:30
Viktor bikarmeistari - GOG vann síðast með Landin
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta varð í gær danskur bikarmeistari með liði sínu, GOG. GOG sigraði þá Team Tvis Holstebro í úrslitum bikarkeppninnar 30-28.
28.09.2020 - 08:16
Hart barist í Nagorno-Karabakh
Armenskir uppreisnarmenn og liðsmenn stjórnarhers Aserbaísjans héldu uppi stórskotahríð hvorir á aðra í héraðinu Nagorno-Karabakh í alla nótt. Uppreisnarmenn segja að 32 úr þeirra liði hafi fallið frá því að bardagar brutust út í gærmorgun, þar af fimmtán í nótt.
28.09.2020 - 08:09
Sex milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Yfir sex milljónir Indverja hafa smitast af kórónuveirunni. Hún breiðist hratt út um landið um þessar mundir. Um það bil níutíu þúsund smit hafa fundist á sólarhring undanfarnar vikur. Síðastliðinn sólarhring voru þau 82 þúsund.
28.09.2020 - 07:28
Stjarnan byrjaði leiktíðina með bikar
Stjarnan vann í gærkvöld Meistarakeppni karla í körfubolta eftir sigur á Grindavík. Viðureign liðanna lauk með 20 stiga sigri Garðbæinga, 106-86.
28.09.2020 - 07:27
Samtök atvinnulífsins kjósa um lífskjarasamninginn
Atkvæðagreiðsla aðildarfyrrirtækja Samtaka atvinnulífsins um hvort rifta eigi Lífskjarasamningnum hefst annað hvort í dag eða á morgun. SA á fund með stjórnvöldum í dag. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar eða ekki.
28.09.2020 - 07:11
COVID-19 faraldurinn sá skæðasti á þessari öld
Kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 er sá banvænasti á öldinni. Yfir milljón er nú látin af völdum veirunnar á heimsvísu. H1N1 veiran, sem einnig var kölluð svínaflensan, sem fór um heiminn árið 2009 varð 18.500 að bana samkvæmt opinberum tölum. Eftir nánari eftirgrennslan töldu faraldursfræðingar að allt að 575 þúsund hafi látið lífið af völdum svínaflensunnar.
28.09.2020 - 06:57
Suðlægar áttir á morgun
Í dag verða yfirleitt fremur hægir vindar og víða dálitlar skúrir, en norðaustankaldi og slydduél á Vestfjörðum og Ströndum með kvöldinu. Hiti eitt til tíu stig, hlýjast suðaustanlands.
28.09.2020 - 06:32
Með stórt sverð innan klæða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í nótt með þrjár ferðatöskur og bakpoka sem hann sagðist ekkert kannast við. Í dagbók lögreglu kemur fram að við leit á manninum hafi fundist stórt sverð innan klæða. Hann er grunaður um hilmingu og brot á vopnalögum og var vistaður í fangageymslu.
28.09.2020 - 06:26
Norskur knattspyrnudómari sakaður um barnaníð
Í dag hefjast réttarhöld yfir 29 ára norskum knattspyrnudómara frá Björgvin sem er sakaður um að hafa brotið gegn 27 ungum drengjum. Hann er sagður hafa komist í kynni við þá flesta í gegnum dómarastörf sín. Norska knattspyrnusambandið, NFF, fékk ábendingar um hegðun dómarans, en félagið sem dómarinn var skráður í fékk aldrei veður af ásökununum.
28.09.2020 - 05:43
Bandaríkjamenn mega áfram hala niður TikTok
Alríkisdómari í Washington kom í gærkvöld í veg fyrir að Bandaríkjastjórn geti lagt bann á að bandarískir notendur hlaði niður myndbandsappinu TikTok. Bannið átti að taka gildi á miðnætti að bandarískum austurstrandartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 
28.09.2020 - 04:58
Sri Lanka sendir rusl aftur til Bretlands
21 ruslagámur verður sendur aftur til Bretlands frá Sri Lanka eftir að hættuleg efni fundust í þeim. Alls voru 263 gámar fullir af rusli sendir frá Bretlandi til eyríkisins í Asíu. Tollverðir í Sri Lanka fundu sorp frá sjúkrahúsum í mörgum gámanna, auk plastúrgangs.
28.09.2020 - 04:12
Miami mætir Lakers í úrslitum NBA deildarinnar
Miami Heat varð í nótt austurdeildarmeistari í NBA deildinni í körfubolta eftir öruggan sigur gegn Boston Celtics í sjötta leik liðanna. Miami leikur gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. 
28.09.2020 - 02:25
Nítján ára maður ákærður fyrir manndráp í Björgvin
Nítján ára karlmaður var ákærður í Björgvin í Noregi í gær, grunaður um manndráp. Tvítug kona sem var í íbúð með honum á laugardagskvöld fannst látin þar aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús.
28.09.2020 - 01:58
Embættistaka þjóðarinnar í Minsk í gær
Tugþúsundir komu saman enn einn sunnudaginn í Minsk í Hvíta-Rússlandi til þess að kalla eftir afsögn Alexanders Lúkasjenka, forseta landsins. Lúkasjenka var svarinn í embætti í leyni í síðustu viku. Mótmælendur stóðu í gær fyrir „embættistöku þjóðarinnar" að þeirra sögn, og lýstu yfir stuðningi við Svetlönu Tikanovskaju, helsta andstæðing Lúkasjenka í kosningunum í ágúst.
28.09.2020 - 01:07
Yfir milljón látnir af völdum COVID-19
Yfir milljón hefur nú látist af völdum COVID-19, um tíu mánuðum eftir að kórónuveiran sem veldur honum greindist fyrst í Kína. Rúmlega 33 milljónir tilfella hafa greinst á heimsvísu.
27.09.2020 - 23:28
Trump greiddi 750 dali í tekjuskatt 2016
Donald Trump greiddi aðeins 750 bandaríkjadali í tekjuskatt árið 2016, þegar hann var kjörinn forseti. Það er jafnvirði um 105 þúsund króna. Þetta kemur fram á vef New York Times í dag, samkvæmt skattskýrslum forsetans sem spanna síðustu tuttugu ár. Síðustu fimmtán árin fram að forsetakosningunum greiddi Trump engan tekjuskatt tíu þeirra, þar sem fjárhagur hans var skráður í tapi þau ár. 
Tvö rauð spjöld og dramatík í lokin
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í kvöld. Í báðum leikjum var boðið upp á dramatík á lokamínútum leiksins.
27.09.2020 - 22:04
Öll áhöfnin með COVID-19 - sigldu heim í skítabrælu
Allir skipverjar á línuskipinu Valdimar GK, 14 talsins, fengu það staðfest í dag að þeir væru sýktir af kórónuveirunni. Veikindi komu upp hjá áhöfninni þegar skipið var að veiðum vestur af Hornafirði og þegar fjölgaði í hópi þeirra var ákveðið að snúa til hafnar. Skipið átti þá eftir nærri sólarhringssiglingu í „skítabrælu,“ eins og öryggisstjóri útgerðarinnar orðar það.
27.09.2020 - 21:45
Persónuvernd skoðar samskipti stofnana við ÍE
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá hefur stofnunin einnig verið í samtali við Landspítalann en hluti veirufræðideildar spítalans var flutt yfir í húsakynni Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. „Við viljum vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga eru unnar þótt tilgangurinn sé góður,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Leicester skoraði fimm mörk á móti Man City
Varnarleikur Man City var í molum gegn Leicester í dag en liðið fékk á sig fimm mörk. Varnarleikur Wolves var ekki mikið betri þegar að liðið fékk á sig fjögur mörk gegn West Ham.
27.09.2020 - 20:44
Landinn
Yngsti stýrimaðurinn í sögu Landhelgisgæslunnar
„Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu að standa hérna í brúnni, þetta er virðulegt skip og með mikla sögu þannig að þetta er svolítið yfirþyrmandi,“ segir Einar Bergmann Daðason, þriðji stýrimaður á varðskipinu Tý. Einar er yngsti stýrimaður Landhelgisgæslunnar frá upphafi, aðeins átján ára gamall. 
27.09.2020 - 20:15
Viðtöl
Meta hvort stíga þurfi inn í deilu á vinnumarkaði
Stjórnvöld meta nú hvort þau grípi til aðgerða til að tryggja frið á vinnumarkaði. Formenn stjórnarflokkanna áttu fund með fulltrúum atvinnurekenda og launþega í dag. Atkvæðagreiðsla SA um mögulega riftun Lífskjarasamningsins hefst á morgun.
Myndskeið
Armenía og Aserbaísjan á barmi allsherjar stríðs
Almennir borgarar féllu í átökum sem brutust út á milli Armena og Asera í dag vegna deilna um héraðið Nagorno Karabakh. Forseti Armeníu segir löndin vera á barmi allsherjar stríðs sem geti haft víðtæk áhrif um heim allan.
27.09.2020 - 19:37

Sjónvarp

Útvarp

KrakkaRÚV

RÚV núll