Þrettán ný smit greindust í gær - flest tengd Jörfa
Fleiri COVID-19 smit greindust í gær heldur en nokkurn stakan dag síðan 23. mars. Smitin í gær voru þrettán og þótt svo fimm þeirra flokkist innan sóttkvíar var sú sóttkví búin að standa stutt yfir. Í það minnsta tíu smitanna tengjast leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi Reykjavík. Þar greindist fyrsta smitið á föstudag og þeim fjölgaði hratt í gær þegar farið var að taka sýni úr fleiri starfsmönnum. Íbúar í næsta nágrenni leikskólans eru hvattir til að fara í skimun.
18.04.2021 - 11:14
Mynd með færslu
Í BEINNI
Silfrið: Stjórnmál og formannskjör Blaðamannafélagsins
Fanney Birna stýrir Silfrinu í dag og fyrst ræða við hana Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Smári McCarthy þingmaður Pírata. 
18.04.2021 - 10:50
Ekkert sérstakt ferðaveður við gosstöðvarnar
Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk við veðrinu við gosstöðvarnar í dag.
18.04.2021 - 10:14
Þó nokkrir ferðamenn kjósa að dvelja í sóttvarnahúsi
Um þrjátíu ferðamenn fóru í sóttvarnahúsið á FossHótel Reykjavík í Þórunnartúni eftir komuna til landsins í gær og búist er við svipuðum fjölda í dag. Þar dvelja nú 160 manns, aðallega erlendir ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir að það sé mikil óvissa um það á hverjum degi hversu margir kjósa að dvelja á hótelinu, en að jafnaði séu það um það bil 10 manns úr hverri flugvél.
Smitum fjölgar í Bandaríkjum samhliða tilslökunum
Þrátt fyrir að bólusetning við kórónuveirunni hafi gengið hratt í Bandaríkjunum heldur smitum áfram að fjölga þar í landi, sérstaklega nú þegar mörg ríkjanna hafað slakað á samkomutakmörkunum.
18.04.2021 - 09:03
Þjóðverjar minnast látinna í kórónuveirufaraldrinum
Þjóðverjar ætla í dag að minnast þeirra nærri áttatíu þúsund sem eru látnir vegna COVID-19 þar í landi.
18.04.2021 - 08:32
Léttir til á austanverðu landinu í dag og hlýjast þar
Veðurstofan spáir suðvestanátt 8-15 m/s í dag, en víða 13-18 m/s norðvestan- og vestanlands síðdegis. Með deginum léttir til á austanverðu landinu, en annars staðar gengur á með éljum. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast austast.
18.04.2021 - 07:59
Salvini fyrir rétt í september, ákærður fyrir mannrán
Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi. Hann er ákærður fyrir mannrán þegar hann kom í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks um borð í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra.
Ungur maður myrtur í úthverfi Stokkhólms
Ungur karlmaður var skotinn til bana í Kista-hverfinu í Stokkhólmi í nótt. Lögreglan rannsakar málið sem morð og er með mikinn viðbúnað á vettvangi og næsta nágrenni. Lögreglu barst tilkynning um skothríð í Kista-hverfinu, sem er í norðvesturhluta Stokkhólms, seint á þriðja tímanum í nótt. Þegar að var komið fundu lögreglumenn mann á þrítugsaldri, sem skotinn hafði verið mörgum skotum.
18.04.2021 - 06:30
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Brunaútkall vegna elds sem enginn var
Allt tiltækt slökkvilið var sent að blokk í vesturborg Reykjavíkur um eittleytið í nótt, þegar tilkynning barst frá áhyggjufullum nágranna sem sá eldglæringar í gegnum glugga íbúðar á áttundu hæð. Þegar að var komið reyndist þó enginn eldur loga í íbúðinni heldur á stórum flatskjá í stofunni.
Um 50 manns í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla
Um 50 manns, nemendur og starfsfólk, eru komin í sóttkví vegna kórónaveirusmits sem greindist í nemanda í 2. bekk Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík.
Læknar segja Navalny við dauðans dyr
Læknar rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys segja heilsu hans hafa hrakað bæði hratt og mikið síðustu daga og telja hann í bráðri lífshættu. Navalny, sem dæmdur var til fangelsisvistar í febrúar, hefur verið í mótmælasvelti síðustu tvær vikur. Læknarnir segja að fái Navalny ekki nauðsynlega aðhlynningu, helst á gjörgæsludeild sjúkrahúss, séu dagar hans að líkindum taldir.
17.04.2021 - 23:31
Fyrsta flugið á Mars verður reynt á næstu dögum
Fyrsta þyrluflug sögunnar á annarri plánetu en jörðinni gæti átt sér stað á mánudag í síðasta lagi. Bandaríska geimferðastofnunin NASA telur sig hafa komist framhjá tæknivandamálum sem komu í veg fyrir flug örþyrlunnar Ingenuity, eða Hugvitssemi, síðastliðinn sunnudag.
17.04.2021 - 22:11
Fleiri smit hafa greinst á Jörfa
Smitum sem hafa greinst á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hefur fjölgað mikið í dag. Í morgun var greint frá því að einn starfsmaður hefði greinst með COVID-19 í gær og hefðu allir starfsmenn og börn á viðkomandi deild verið sendir í sóttkví auk stjórnenda leikskólans. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfesti í samtali við fréttastofu að greindum smitum á leikskólanum hefði fjölgað í dag.
17.04.2021 - 21:13
Ingibjörg efst hjá Framsókn í norðausturkjördæmi
Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar, varð efst í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður varð önnur og Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður varð í þriðja sæti.
Sjónvarpsfrétt
Hraunið gæti runnið niður í Meradali á morgun eða hinn
Jarðvísindamenn Háskóla Íslands telja að á næstu tveimur sólarhringum geti hrauntungan sem rennur úr Geldingadölum sameinast hrauninu í Meradölum og einn aðalútsýnisstaðurinn yrði þá eins og eyja í hraunhafi. Þyrluflugmaður sem fer stundum níu sinnum á dag að gosinu segir það breytast í hverri ferð.
Myndskeið
Erlendur maður var fangi í marga mánuði á veitingastað
Dæmi eru um að fólk hafi reynt að nýta sér fjölskyldusameiningu til að smygla fólki hingað til lands og í fyrra var erlendum karlmanni haldið föngnum í marga mánuði á veitingastað í Reykjavík þangað til samlandar hans komu honum til bjargar. Þrettán mansalsmál hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.
17.04.2021 - 19:09
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Manni haldið föngnum á veitingastað
Erlendum karlmanni var haldið föngnum í marga mánuði á veitingastað í Reykjavík í fyrra, að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð. Þetta er eitt af þrettán mansalsmálum sem hafa komið þar inn á borð á tæpu ári.
17.04.2021 - 18:51
Guðmundur Ingi varð efstur í forvali VG
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra varð efstur í forvali Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi. Hann hafði betur í barátturinni við Ólaf Þór Gunnarsson þingmann um efsta sætið. Ólafur varð annar í forvalinu, Una Hildardóttir varaþingmaður varð í þriðja sæti og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endaði í fjórða sæti. Þóra Elfa Björnsson, setjari og kennari, varð í fimmta sæti.
Sumir færast til en aðrir missa vinnuna
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um opinberan stuðning við nýsköpun er orðið að lögum og í þeim felst að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður. Sumir starfsmenn miðstöðvarinnar færast til í starfi en aðrir missa vinnuna.
100 starfsmenn matvælafyrirtækis í skimun eftir smit
Tvö kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar í gær eru rakin til matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að skima hundrað starfsmenn fyrirtækisins og tugir eru í sóttkví. 
17.04.2021 - 18:01
Myndskeið
Filippus prins borinn til grafar í dag
Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar, var minnst víða um heim í dag en útför hans fór fram frá kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala síðdegis. Vegna heimsfaraldursins var útförin fámennari en ella og fjölskyldumeðlimir sátu með bil sín á milli. Fjöldi fólks kom þó saman í nágrenni kastalans til þess að minnast prinsins og votta virðingu sína.