Myndskeið
Frá dyravörslu í Ríkisútvarpinu til Nóbelsverðlauna
Myndskeið

Frá dyravörslu í Ríkisútvarpinu til Nóbelsverðlauna

Ríkisútvarpið fagnar níutíu ára afmæli sínu með því að bjóða fólki að hlýða á upplestur fyrrum dyravarðar hjá RÚV á nokkrum skáldverkum sínum. Dyravörðurinn er þó heldur þekktari…
Lesa meira
Frá dyravörslu í Ríkisútvarpinu til Nóbelsverðlauna
Skammur fyrirvari kemur illa við veitingamenn

Skammur fyrirvari kemur illa við veitingamenn

Jakob Einar Jakobsson, fulltrúi veitingamanna hjá Samtökum atvinnulífsins segir…
Lesa meira
Skammur fyrirvari kemur illa við veitingamenn
Fjárfesting á við Kárahnjúkavirkjun

Fjárfesting á við Kárahnjúkavirkjun

Kostnaður samfélagsins vegna áfalla í barnæsku er áætlaður 100 milljarðar króna…
Lesa meira
Fjárfesting á við Kárahnjúkavirkjun
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Aðgerðir í smíðum og öryggisnet barna
Í BEINNI

Kvöldfréttir: Aðgerðir í smíðum og öryggisnet barna

Heilbrigðisráðuneytið kynnir næstu sóttvarnaaðgerðir á morgun, um hálfum…
Lesa meira
Kvöldfréttir: Aðgerðir í smíðum og öryggisnet barna
Geðræn vandamál fylgja notkun hýdroxýklórókíns

Geðræn vandamál fylgja notkun hýdroxýklórókíns

Lyfin klórókín og hýdroxýklórókín (Plaquenil), sem notuðu hafa verið í meðferð…
Lesa meira
Geðræn vandamál fylgja notkun hýdroxýklórókíns

Fréttatímar

Fréttaþættir

Fyrrum leikhússtjóri dæmdur fyrir nauðgun
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Jón Pál Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Dómurinn var kveðinn upp nú síðdegis.
Alhliða öryggisnet til að bæta líf barna
Samþætta á öll kerfi sem styðja við börn sem verða fyrir áföllum ásamt fjölskyldum þeirra og þannig reyna að tryggja að börnin falli ekki á milli kerfa, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra. Hann segir þetta gjörbyltingu sem eigi eftir að skila sér fjárhagslega.
30.11.2020 - 18:04
Umdeild lög afnumin í Frakklandi
Franska þingið hefur dregið umdeild lög til baka, sem meðal annars banna myndatökur af lögreglumönnum að störfum. Þeim hefur verið mótmælt, ekki síst eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum af lögreglumönnum sem börðu og svívirtu mann vegna litarháttar hans.
30.11.2020 - 17:59
Auðskilið mál
Samdrátturinn hvergi meiri í Evrópu en á Íslandi
Ferðaþjónustan á Íslandi hrundi þegar kórónuveirufaraldurinn byrjaði í lok febrúar. Hún hefur ekki náð sér aftur á strik. Því hefur lands-framleiðsla minnkað mikið á árinu. Samdrátturinn er hvergi meiri í Evrópu en hér á landi.
30.11.2020 - 17:57
Kvörtun vegna ummæla Þórhildar í fánamáli vísað frá
Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði til þess að taka fyrir kvörtun sem henni barst vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í tengslum við fánamál lögreglunnar.
30.11.2020 - 17:31
923 milljóna kröfu vísað frá héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá kröfu fyrirtækisins EC-Clear ehf. á hendur viðskiptabönkunum þremur, Valitor og Borgun. Krafan hljóðaði upp á tæplega 923 milljónir króna. Fyrirtækið sakar félögin um samkeppnislagabrot og ætlaðra samkeppnislagabrot á greiðslukortamarkaði.
Stjórnarflokkar afgreiða fjölmiðlafrumvarp
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra hefur verið afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru með fyrirvara. Um nýtt frumvarp er að ræða en fyrra frumvarp Lilju um fjölmiðla náði ekki afgreiðslu.
30.11.2020 - 17:14
Helmingur aðstoðarmanna ráðherranna eru lögfræðingar
Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Hersir Aron er lögfræðingur og tekur við af Svanhildi Hólm Valsdóttur, sem verður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs frá og með morgundeginum. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú 22 aðstoðarmenn á sínum snærum, þar af eru 11 með lögfræðimenntun.
30.11.2020 - 16:25
Biðla til almennings vegna áhrifa faraldursins
Áhrif COVID-19 á tekjuöflun SÁÁ hafa verið mikil og áhrifanna gætir ekki einungis hjá sjúklingum sem fara í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi heldur einnig hjá aðstandendum. Á föstudaginn verður söfnunarþáttur SÁÁ „Fyrir fjölskylduna“ í beinni útsendingu klukkan 19:40 á RÚV.
30.11.2020 - 16:25
Janet Yellen útnefnd fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, valdi í dag Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóra, í embætti fjármálaráðherra landsins. Raunar var greint frá því fyrir nokkrum dögum að það stæði til, en teymi Bidens sem undirbýr valdaskiptin Vestanhafs staðfesti í dag að Yellen hefði orðið fyrir valinu. Jafnframt var tekið fram að ef þingið samþykkti útnefninguna yrði hún fyrsta konan sem gegndi fjármálaráðherraembættinu í 231 árs sögu ráðuneytisins.
30.11.2020 - 16:14
Jólahlaðborðum aflýst í Danmörku
Níu af hverjum tíu jólahlaðborðum hefur verið aflýst í Danmörku. Samtök í veitinga- og ferðaþjónustu skora á atvinnurekendur að gefa starfsfólki sínu þess í stað gjafakort á veitingahús.
30.11.2020 - 15:59
Áralöng bið Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samning um deiliskipulag á svokölluðum Hvannavallareit við Tryggvabraut á Akureyri. Þar með er áralöng bið matvörukeðjunnar Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig búðin mun líta út en verkefnið erí mótun og enn á frumstigi.
30.11.2020 - 15:55
Moderna sækir um leyfi fyrir bóluefni
Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna sækir í dag um leyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna fyrir bóluefni við kórónuveirunni. Tilraunir á sjálfboðaliðum sýna að það veitir vörn gegn veirunni í 94,1 prósenti tilvika. Í yfirlýsingu frá Moderna segir að einnig verði sótt um skilyrt leyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Hitaveitan á Hornafirði gangsett fyrir áramót
Framkvæmdum við nýja hitaveitu á Höfn í Hornafirði miðar vel og senn líkur lagningu á 20 kílómetra stofnlögn frá heitavatnsholum í Hoffelli. Ekki er þorandi að afleggja kyndistöðina í bænum fyrr en reynsla er komin á nýtingu jarðhitasvæðisins.
30.11.2020 - 13:55
Beiðni um að stöðva niðurskurð á Syðri-Hofdölum hafnað
Beiðni landbúnaðarnefndar Skagafjarðar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á bænum Syðri-Hofdölum hefur verið hafnað. Beiðnin kom til eftir að búið var að lóga og taka sýni úr 161 grip sem komst í návígi við sýktan hrút án þess að riða greindist í fleiri gripum.
30.11.2020 - 13:43
Fullt tungl og stórstreymt
Í dag er fullt tungl og því verður stórstreymt næstu daga. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að sjávarhæð verði meiri en sjávarfallaspár gefa til kynna vegna vind- og ölduáhlaðanda, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið eftir því sem líður á vikuna.
30.11.2020 - 13:09
Högg kórónuveirunnar gæti orðið þyngra en bankahrunið
Landsframleiðsla dróst saman um 10,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Í Evrópu var samdrátturinn hvergi meiri en á Íslandi á tímabilinu. Skýringin er algjört hrun í ferðaþjónustu. Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík segir líkur á því að höggið vegna kórónuveirufaraldursins geti orðið þyngra en í bankahruninu.
30.11.2020 - 12:39
Erik Jensen nýr formaður Siumut á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tapaði í gærkvöld í formannskjöri í flokki sínum Siumut. Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu, bar sigurorð af Kielsen í kosningum á landsþingi í Nuuk.  Kim Kielsen hafði verið formaður Siumut frá því 2014 og formaður landsstjórnarinnar frá sama tíma. Arftaki Kielsens, Erik Jensen, er 45 ára hagfræðingur og hefur setið á grænlenska þinginu frá því 2018.
30.11.2020 - 12:38
Ferðagjöfin framlengd og getur orðið jólagjöf
Fjölmargir Íslendingar eiga enn eftir að nýta fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda og gildistími hennar verður líklega framlengdur fram á næsta vor. Ferðagjöfin átti að renna út um áramót en verði frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samþykkt gildir hún út maí á næsta ári, eða í fimm mánuði til viðbótar.
30.11.2020 - 12:35
Hafa ekki beitt dagsektum vegna jafnlaunavottunar
Rúmlega 60% þeirra fyrirtækja og stofnana sem eiga að vera komin með jafnlaunavottun fyrir áramót, eru komin með slíka vottun. Um fjórðungur þeirra sem áttu að vera komin með vottun fyrir síðustu áramót er ekki kominn með vottun. Jafnréttisstofa hefur ekki beitt neinum dagsektum, þrátt fyrir að hafa heimild til þess.
30.11.2020 - 12:24
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir: Þyngra högg en í bankahruninu
Samdráttur í landsframleiðslu varð meiri hér á landi á þriðja ársfjórðungi en í nokkru öðru landi Evrópu. Algjört hrun í ferðaþjónustu skýrir þetta segir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Líkur séu á að höggið nú verði jafnvel þyngra en í bankahruninu.
30.11.2020 - 12:10
Ástralar krefjast afsökunarbeiðni
Deilur Ástrala og Kínverja aukast enn og hafa stjórnvöld í Canberra krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Peking vegna færslu á Twitter sem þau segja svívirðilega og ógeðfellda.
30.11.2020 - 11:57
Erlent · Afríka · Eyjaálfa · Kína · Ástralía
Gátlisti almannavarna fyrir hátíðirnar
Fólk er hvatt til að velja sér jólavini og versla á netinu, í jólaleiðbeiningum Almannavarna vegna COVID-19. Markmiðið er að fækka þeim eins og kostur er sem smitast, en eiga samt góðar stundir um hátíðirnar.
30.11.2020 - 11:48
Áfram margt bannað en við megum föndra „jólakúlur”
Íslendingar eru hvattir til þess að búa sér til sínar eigin „jólakúlur” yfir hátíðarnar, sem er heiti almannavarna yfir þá þröngu hópa sem fólk má hitta á aðventunni. Þetta er í takti við það sem tíðkast víða erlendis, eins og í Danmörku og á Bretlandi. Ekki er hægt að búast við miklum tilslökunum á sóttvörnum á næstunni, samkvæmt sóttvarnarlækni. Þó er ekki verið að segja fólki að sitja inni og hitta engan, því það væri „lockdown”, sagði hann á upplýsingafundi nú fyrir hádegi.
Fálkinn geldur fyrir rjúpnaleysi með lífi sínu
Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember, tveir þeirra á Akureyri í síðustu viku. Fuglafræðingur segir óvenjulegt að fullorðnir fálkar finnist dauðir í þéttbýli og telur líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.
30.11.2020 - 11:02
Innlent · Náttúra · Fuglar · fálki