Fréttatímar

Fréttaþættir

Spánarferðir felldar niður - aflýst fyrir tvo milljarða
Öllum flugferðum frá Íslandi til meginlands Spánar hefur verið aflýst frá 20. ágúst og fram í október. Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár hafa aflýst ferðum að verðmæti tæpum tveimur milljörðum til þessa vegna COVID-19.
13.08.2020 - 19:00
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Öllum ferðum til meginlands Spánar aflýst
Íslenskar ferðaskrifstofur hafa aflýst öllum ferðum til meginlands Spánar frá ágústlokum fram í október. Alls hafa stóru ferðaskrifstofurnar þrjár aflýst ferðum að verðmæti tveimur milljörðum vegna faraldursins.
13.08.2020 - 18:49
Fjórir starfsmenn og tíu íbúar í sóttkví
Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ og tíu íbúar eru í sóttkví eftir að einn starfsmanna hjúkrunarheimilisins greindist með COVID-19. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Eir, Hömrum og Skjóli og öryggisíbúðum Eirar, segir íbúa og aðstandendur þeirra sýna málinu skilning.
13.08.2020 - 18:48
Daimler greiðir himinháar sektir og bætur vestra
Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem meðal annars framleiðir Mercedes-Benz bifreiðar, hefur fallist á að greiða 2,2 milljarða dala í bætur og sektir vestanhafs.
13.08.2020 - 18:47
Menn áttu ekki þátt í útdauða loðinna nashyrninga
Loðnir, tveggja tonna þungir, brúnir nashyrningar flökkuðu forðum um norð-austanverða Síberíu. Fyrir fjórtán þúsund árum hurfu þeir svo með dularfullum hætti. Mannkynið lá lengi undir grun vísindamanna um að hafa valdið útdauða nashyrninganna.
13.08.2020 - 18:15
Banna reykingar á almannafæri vegna COVID
Yfirvöld í Galisíu á Spáni hafa nú bannað reykingar á almannafæri vegna ótta við að reykingarnar kunni að auka hættuna á kórónuveirusmiti. Eru reykingar nú bannaðar í héraðinu á götum úti og á veitingastöðum og börum í þeim tilfellum þar sem fjarlægðartakmörkum verður ekki við komið.
13.08.2020 - 17:31
 · Spánn · Kórónuveiran · COVID-19 · Reykingar
Spegillinn
Verða tolleraðir þegar leyfi fæst
Kennsla í framhaldsskólum verður víðast hvar með allt öðrum hætti en venjulega vegna kórónuveirunnar. Bekkjum í Menntaskólum í Reykjavík verður skipt í tvennt og félagslífið fer úr skorðum. Rektor skólans segir að nýnemar verði tolleraðir þegar leyfi fæst fyrir því. Það verði enginn sannur MR-ingur nema að hann hafi verið tolleraður
13.08.2020 - 17:10
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
Opnir fyrir fjölgun íbúða en óttast stæðaskort
Töluverð umræða hefur skapast á Facebook síðum Breiðholtsbúa um mögulegan skort á bílastæðum verði tillögur að hverfisskipulagi fyrir Breiðholtið, sem birt var á vefnum Hverfisskipulag.is fyrr í mánuðinum, að veruleika.
13.08.2020 - 16:55
Framhaldsskólar hefja önnina í fjarkennslu
Menntaskólinn við Sund hefur haustönnina á fjarkennslu meðan hundrað manna samkomutakmarkanir eru í gildi. Raun- og listgreinar verða kenndar í skólanum eftir fremsta megni en bóklegar greinar og íþróttir í fjarkennslu.
Sýkla- og veirufræðideild og ÍE snúa bökum saman
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans flyst tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með mun afkastagetan aukast til muna.
13.08.2020 - 16:11
Ætla að styðja betur við menninguna
Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlíf landsins en segir að enn þá sé ekki ljóst hvernig stuðningurinn verður útfærður. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram.
Bíða þess um borð að hafa siglt í fjórtán daga
Menntaskólanemar frá Öckerö í Svíþjóð bíða þess nú um borð í skútunni Gunillu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn að fjórtándi dagur siglingarinnar til landsins líði. Þá hafa þau í raun verið í fjórtán daga sóttkví um borð og stíga loks í land.
13.08.2020 - 16:02
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.
„Við erum alveg með skrímsli á heilanum“
„Við erum tíu ára í ár,“ segja þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson í hljómsveitinni Of Monsters and Men en áður en sveitin sigraði heiminn vann hún Músíktilraunir á Íslandi árið 2010. „Það markaði svona upphafið hjá okkur,“ sögðu þau þegar Með okkar augum tók þau tali.
13.08.2020 - 15:34
Krefjast lægri skólagjalda verði þjónusta skert
Hópur nemenda Listaháskóla Íslands gagnrýnir hækkun skólagjalda á haustönn eftir að skólinn þurfti að skerða þjónustu verulega vegna kórónuveirufaraldursins í vor. Skólinn hækkaði skólagjöld fyrir önnina í bakkalárnámi um tæpar 8.400 krónur, eða 3%, og kostar önnin nú 288.167 krónur.
Nýtt frá Ólafi Arnalds ft JFDR, Sin Fang og Sólstöfum
Undiraldan þennan fimmtudag endurspeglar heldur betur veðrið á suðvesturhorninu í þetta skiptið en það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í ágúst. Það er sem sagt boðið upp á dökkan dumbung og djöfullegt drama í tónlistinni og túristinn er pottþétt alveg vitlaus í þetta.
13.08.2020 - 14:45
Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.
Þefaði upp 40 milljónir fyrir tollinn
Þýski fjárhundurinn Aki er væntanlega virði þyngdar sinna í gulli fyrir tollyfirvöld á flugvellinum í Frankfurt, enda er hann einkar lunkinn við að þefa upp peningaseðla sem ferðalangar hafa sleppt því að gefa upp.
13.08.2020 - 14:30
 · Hundar · Þýskaland
Laus úr öndunarvél og gjörgæslu
Einstaklingurinn sem lagður var inn á gjörgæsludeild og í öndunarvél er laus úr öndunarvélinni og af gjörgæslu.
13.08.2020 - 14:23
Taugríma ekki það sama og taugríma
Efnisval og fjöldi laga skiptir miklu máli þegar kemur að gagnsemi taugríma til þess að bægja frá kórónuveirusmiti. Þetta segir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum. Jón Magnús birti grein á Vísindavefnum í dag þar sem hann ræðir kosti og galla fjölnota taugríma.
13.08.2020 - 14:23
RIFF verður að miklu leyti rafræn kvikmyndahátíð
RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, verður haldin í haust þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sýningar hátíðarinnar verða mikið til á rafrænu formi auk þess sem boðið verður upp á viðburði sem samræmast reglum vegna COVID-19.
13.08.2020 - 14:11
Rafræn Drusluganga gefur jaðarsettum hópum orðið
Í ár hefði tíunda Druslugangan farið fram og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún verið gengin niður Skólavörðustíginn í lok júlí. Í staðinn var ákveðið að gangan yrði rafræn í ár með útgáfu rafræns tímarits.
13.08.2020 - 14:07
Dregur úr seltu sjávar
Selta sjávar lækkaði á  árunum 2017-2018 og hiti í efri lögum sjávar við landið sunnan- og vestanvert var um eða undir langtímameðallagi, en um eða yfir meðallagi fyrir norðan og austan.
Gerðu athugasemdir við sóttvarnir hjá yfir 50 stöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt um hundrað veitinga- og skemmtistaði undanfarna viku. Sóttvörnum hefur verið ábótavant hjá yfir helmingi þeirra. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að oft sé það vegna misskilnings varðandi tveggja metra reglu. 
13.08.2020 - 13:55