Viðtal
Áhyggjur af hugsanlegum skemmdarverkum á sæstrengina
Það er áhyggjuefni fyrir Íslendinga hvort skemmdir verði unnar á sæstrengjum til og frá landinu, segir utanríkisráðherra. Áhyggjurnar minnki ekki við skemmdarverkin á gasleiðslurnar í Eystrasalti. Bandaríkjamenn sinni kafbátaeftirliti við landið og fylgist einnig með sæstrengjunum. 
28.09.2022 - 19:04
Sólborg lokað fram á mánudag vegna myglu
Sólborg, leikskóla Hjallastefnunnar í Suðurnesjabæ, verður lokað fram á mánudag vegna myglu. Þetta segir í pósti til foreldra leikskólabarna.
28.09.2022 - 18:59
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Áhyggjuefni hvort ráðist verði að sæstrengjum
Utanríkisráðherra segir það áhyggjuefni hvort ráðist verði gegn sæstrengjum Íslands. Umhverfisáhrifin af gaslekanum í Nord Stream leiðslunum gætu jafnast á við tvo þriðju af árslosun allrar Danmerkur.
28.09.2022 - 18:35
Upplýsingafundur vegna hryðjuverkaógnar á morgun
Lögreglan hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 15 á morgun um rannsókn á meintri skipulagningu hryðjuverka.
Spegillinn
Eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum
Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Við erum að stíga upp úr áralöngum heimsfaraldri sem hefur augljóslega sett strik í reikninginn. Rykið er að setjast og vert að skoða gögnin.
Viðtal og myndskeið
Plast, gaskútar og alls konar gerviefni inni í húsinu
Haraldur Geir Eðvarðsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Múlaþings, segir að eldurinn sem upp kom í húsnæði Vasks á Egilsstöðum á fimmta tímanum hafi verið erfiður viðureignar.
28.09.2022 - 18:13
Óttast verðbólgu ef skilagjald á gosflöskum hækkar
Umhverfisráðuneytið lagðist gegn því að skilagjald á einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur hækki um 2 krónur því það geti haft neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar um breytingar á lögum vegna fjárlaga eða hinn svokallaða bandorm.
28.09.2022 - 18:06
Myndskeið
Stórbruni á Egilsstöðum og reyk leggur yfir bæinn
Eldur logar í húsnæði þvottahússins Vasks á Egilsstöðum. Slökkvilið kom á vettvang á fimmta tímanum og reynir nú að varna því að eldur komist í samliggjandi húsnæði Landsnets.
28.09.2022 - 16:48
Sjö vilja taka við af Hörpu hjá Listasafni Íslands
Sjö umsóknir bárust um embætti safnstjóra Listasafns Íslands. Staðan var auglýst í lok síðasta mánaðar, í kjölfar þess að Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ákvað að skipa Hörpu Þórsdóttur, þáverandi safnstjóra, í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. 
28.09.2022 - 16:15
Tryggja bótarétt vegna bólusetningar við apabólu
Heilbrigðisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til að tryggja bótarétt þeirra sem þiggja bólusetningu við apabólu. Tæplega 500 hefur verið boðin bólusetning og um 150 hafa þegið hana.
28.09.2022 - 15:42
Sænska öryggislögreglan tekur yfir rannsókn á gasleka
Sænska öryggislögreglan SÄPO ætlar að rannsaka hvað varð til þess að skemmdir urðu á Nord Stream-gasleiðslunum í Eystrasalti.
28.09.2022 - 15:40
Barnaníðingur í farbann eftir átta ára dvöl á Íslandi
Karlmaður sem var sakfelldur á Ítalíu fyrir að nauðga barnungri frænku sinni hefur verið úrskurðaður í farbann til 30. nóvember. Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að hann sætti gæsluvarðhaldi var synjað. Til stendur að framselja manninn til Ítalíu svo hægt sé að láta hann afplána dóm sinn.
Verðbólga verði komin niður í 8,2% fyrir árslok
Ársverðbólga er nú 9,3% og heldur því áfram að hjaðna frá í júlí þegar hún var 9,9%. Milli ágúst og september hækkaði vísitala neysluverðs um 0,09%. Hagfræðingar Landsbankans telja að verðbólga hjaðni enn á næstu mánuðum og spá því að verðbólga verði 8,3% í desember og 8,2% í árslok.
Landinn
Fólk tekur ekki sénsinn með álagabletti
„Ef ég ætlaði að fá mér heitan pott og besti staðurinn fyrir pottinn væri á álagabletti þá hugsa ég að ég myndi ekki taka sénsinn,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur.
28.09.2022 - 14:40
Rauði krossinn á móti því að senda börn til Grikklands
Rauði krossinn vill að íslensk stjórnvöld hætti við að senda börn til Grikklands. Rauði krossinn er samtök sem hjálpa fólki í mörgum löndum og passa að réttindi séu virt. Íslensk stjórnvöld ætla að senda börnin til Grikklands með fjölskyldum sínum.
28.09.2022 - 14:37
Segja 99,2% kjósenda í Donetsk fylgjandi innlimun
Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti íbúa fjögurra héraða í Úkraínu hafi greitt atkvæði með innlimun í Rússland. Kosningarnar hafa staðið yfir síðan á föstudag og fyrstu fjóra dagana gengu fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi hús úr húsi, í fylgd vopnaðra hermanna. Þjóðverjar ætla ekki að viðurkenna niðurstöðuna.
28.09.2022 - 13:55
Telja fáránlegt að ásaka Rússa og vilja svör frá Biden
Talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, Dmitry Peskov, segir fáránlegt og heimskulegt að saka Rússa um að hafa skemmt gasleiðslurnar Nord Stream eitt og tvö. Búist er við að hægt verði að rannsaka leiðslurnar, og þau skemmdarverk sem talið er að hafi verið unnin á þeim, eftir eina til tvær vikur.
28.09.2022 - 13:44
Drottning sviptir barnabörn prinsa- og prinsessutitlum
Börn Jóakims Danaprins missa konunglega titla sína sem prins og prinsessa um áramót. Danska ríkisútvarpið segir Margréti Þórhildi drottningu hafa tjáð hirðinni þetta í morgun. Börnin fjögur, þau Felix, Nikulás, Hinrik og Aþena, fá þó að halda aðalstitlum sínum sem greifar og greifynja af Monpezat.
28.09.2022 - 13:38
Aukin verðbólga og háir vextir helstu óvinirnir
Rúmlega eins milljarðs halli varð á rekstri Akureyrarbæjar fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er heldur betri afkoma en áætlað var og bæjarstjórinn segir að afkoman væri enn betri ef verðbólga hefði ekki aukist með tilheyrandi kostnaði.
Myndskeið
„Það er eins og fellibylur hafi farið yfir skóginn“
Aldrei hafa orðið eins miklar skemmdir á sjötíu ára gömlum skógi við Djúpavog, líkt og urðu í óveðrinu í upphafi vikunnar. Formaður skógræktarfélagsins segir að helmingur skógarins sé ónýtur og íbúar séu harmi slegnir yfir að missa þetta vinsæla útivistarsvæði.
28.09.2022 - 12:34
Vilja að hætt verði við að senda börn til Grikklands
Tvö börn ásamt fjölskyldu eru meðal þeirra hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Rauði krossinn kallar eftir að mannréttindi barnanna séu virt og hætt sé við að senda fólkið til baka.
Ráðstafanir Seðlabankans skilað árangri
Efnahagshorfur á heimsvísu hafa versnað að undanförnu og þær gætu haft áhrif á íslenskan þjóðarbúskap, segir fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist nú 9,3 prósent og hefur farið minnkandi síðan í sumar. 
28.09.2022 - 12:21
Truflanir á streymi
Truflanir eru á öllum helstu streymileiðum Ríkisútvarpsins vegna uppfærslu sem var ráðist í í morgun. Hún hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Fólk sem sækir efni RÚV í gegnum streymi getur því lent í vandræðum með að nálgast það.
28.09.2022 - 12:21
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Fáránlegar ásakanir, segja Rússar
Stjórnvöld í Rússlandi segja fráleitt og heimskulegt að kenna þeim um skemmdarverk á gasleiðslum í Eystrasalti. Skemmdarverkin séu líka áfall fyrir þá. 
28.09.2022 - 12:12
Einn lést í lögregluaðgerð í Belgíu
Einn er látinn eftir aðgerðir belgísku lögreglunnar gegn hægri öfgasamtökum í Antwerpen og nágrenni í morgun. AFP fréttastofan hefur þetta eftir saksóknara í Belgíu.
28.09.2022 - 12:04