Fjórtán vilja stýra Menntamálastofnun
Fjórtán umsóknir bárust Mennta- og barnamálaráðuneytinu um embætti forstjóra Menntamálastofnunar. Umsóknarfrestur rann út 8. ágúst. Skipað verður í embættið til fimm ára.
Skjóta upp eldflaugum í von um að framkalla rigningu
Yfirvöld í Kína hafa gripið til þess örþrifaráðs að reyna að framkalla rigningu, vegna langdreginna þurrka í landinu. Í nokkrum héruðum hefur eldflaugum verið skotið upp í himininn í tilraunaskyni.
17.08.2022 - 17:00
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Asía · Kína · Þurrkar · hitabylgja · Yangtze-á · eldflaugar · Rigning · Tilraun
Áríðandi að rannsaka kjarnorkuverið í Zaporizhzhia
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir það áríðandi að alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái að rannsaka kjarnorkuver í Zaporizhzhia í Úkraínu. Kjarnorkuverið hefur verið á valdi rússneska hersins síðan í mars.
Áfram í haldi eftir smygl á hundrað kílóum af kókaíni
Þrír voru úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Hérðadómi Reykjavíkur í dag, til 14. september, vegna innflutnings á miklu magni af fíkniefnum.
17.08.2022 - 16:09
Leggur fram fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands
Drög að heildstæðum lögum um tónlist og fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands voru birt á samráðsgátt stjórnvalda í morgun. Menningamálaráðherra segir að aðgerðirnar séu löngu tímabærar fyrir íslenska tónlist.
Baðlaugar landsins rétta úr kútnum
Baðlaugar landsins hafa náð að rétta vel úr kútnum eftir erfitt ástand í heimsfaraldri árið 2020. Ársreikningar sjö stærstu baðstaða landsins sýndu, árið 2020, fram á samtals rúmlega 250 milljóna króna tap. Með afléttingum á samkomutakmörkunum og fjölgun erlendra ferðamanna er hagnaðurinn orðinn tæplega 230 milljónir króna.
17.08.2022 - 15:55
Manni bjargað úr sjónum úti fyrir Garði
Karlmanni var bjargað úr sjónum úti fyrir Garði á Suðurnesjum síðdegis í dag. Lögregla og björgunarsveit komu að aðgerðum á vettvangi og er þeim nú lokið.
17.08.2022 - 15:31
Spegillinn
Segir að taka þurfi harðar á hatursglæpum
Ofbeldis- og hatursglæpir í garð hinsegin fólks og hinsegin samfélagsins hafa verið áberandi í kringum pride-hátíðina í ár. Oslo pride var aflýst í ár vegna skotárásar sem átti sér stað skömmu áður, á vinsælum skemmtistað hinsegin fólks.
17.08.2022 - 15:01
580 týndu lífi í flóðum og hellirigningu í Pakistan
Yfir 580 hafa látist og þúsundir misst heimili sín í hellirigningu og flóðum í Pakistan. Veðurfræðingar spá áframhaldandi vatnsveðri næstu daga.
17.08.2022 - 14:46
Scholz gagnrýndur fyrir viðbrögð við helfararummælum
Ummæli sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, lét falla um helförina á blaðamannafundi í Berlín í gær hafa vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Ísrael og Þýskalandi. Þar sagði Abbas Ísraelsmenn hafa framið „50 helfarir“ á Palestínumönnum.
17.08.2022 - 14:41
Tyrkir og Ísraelsmenn taka upp opinber samskipti á ný
Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, hyggst taka upp diplómatísk tengsl við Tyrki að nýju eftir stirð samskipti ríkjanna í áraraðir. Þá munu sendiherrar og ræðismenn ríkjanna tveggja starfa í löndunum að nýju.
17.08.2022 - 14:33
Þetta helst
Umdeildir rostungar á ferð og flugi
Margir gráta rostunginn Freyju sem var vegin á dögunum við strendur Noregs. Freyja var orðin mikil stjarna í rostunga- og mannaheiminum en ágangur ferðamanna sem vildu bera hana augum varð henni að falli. Rostungar eru rólegir að sjá en geta verið stórhættulegir verði þeir styggir og var hún því aflífuð til að tryggja öryggi fólks.
17.08.2022 - 14:21
Þungaflutningar á Suðurlandi myndu aukast 30 prósent
Þungaflutningar um Suðurland myndu aukast um allt að þrjátíu prósent nái áform um umfangsmikla vikurflutninga frá Hafursey fram að ganga. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að þessu fylgi gríðarlegt álag á vegakerfið og auki þörfina á að fara í gagngerar endurbætur. 
17.08.2022 - 14:06
„Með því verra sem ég hef séð“
Mikil ummerki utanvegaaksturs hafa sést á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu á Austurlandi segir þetta með allra versta móti. Hann kallar eftir aukinni fræðslu til erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. 
Fréttamenn BBC íhuga verkfall
Fréttamenn breska ríkisútvarpsins, BBC, íhuga að grípa til verkfallsaðgerða til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á fréttastofunni. Til stendur að sameina tvær sjónvarpsstöðvar fyrirtækisins, BBC News og BBC World News en sú síðarnefnda er alþjóðleg fréttastöð.
17.08.2022 - 13:44
Maður með öxi handtekinn í Reykjanesbæ
Sérsveitin var kölluð út nokkru fyrir 11 í morgun vegna manns sem gekk um miðbæ Reykjanesbæjar vopnaður öxi. Lögreglunni á Suðurnesjum tókst að handtaka manninn áður en sérsveitin kom á staðinn. Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra er það verklag að kalla út sérsveitina í svona málum.
Þetta helst
Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk
„Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk,“ segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna í viðtali við Læknablaðið. Sumir fangar sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar, en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Leikskólastaðan einna verst í Reykjanesbæ
Ekkert barn fætt árið 2021 kemst inn í leikskóla í Reykjanesbæ á þessu ári. Sveitarfélaginu tókst með naumindum að koma árgangi 2020 inn í haust. Hvergi annars staðar er staðan jafn slæm og þar.
17.08.2022 - 13:23
Djúp lægð miðað við árstíma
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir suðvestanvert landið fram yfir hádegi og til klukkan fimm síðdegis á hálendinu. Veðurfræðingur segir lægðina sem gengur yfir landið mjög djúpa miðað við árstíma. Sumarið sé þó ekki búið - þótt það sé haustlegt um að litast.
17.08.2022 - 13:09
Spítalinn fer í þrot verði ekki brugðist við sem fyrst
Staðan hefur aldrei verið jafn þung á Landspítala og í sumar. Starfsfólk vantar á öllum vígstöðvum. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans segir að ef ekki verði brugðist við sem fyrst fari spítalinn í þrot. 
„Á meðan aðstæður eru svona höldum við lokuðu“
Lokað er að gosstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður talaði við Hjálmar Hallgrímsson lögreglumann og vettvangsstjóra í björgunarsveitarmiðstöðinni í Grindavík í hádegisfréttum útvarps.
Flöt krónutöluhækkun komi sér best fyrir launalága
Efling stéttarfélag telur að svigrúm sé til launahækkana. Mikil verðbólga réttlæti ekki að laun séu látin hækka minna en verðlag. Flöt krónutöluhækkun komi sér best.
17.08.2022 - 12:54
Spegillinn
Óttast að þarfir yngstu barnanna séu settar til hliðar
Samfélagslegt átak þarf til að sinna þörfum yngstu leikskólabarnanna svo vel sé, segir doktor í menntunarfræði ungra barna. Hún óttast að þarfir þeirra séu ekki í forgrunni við úrlausn leikskólavandans.
17.08.2022 - 12:23
Vatnsslöngur bannaðar í London vegna þurrkatíðar
Stærsta vatnsveita Bretlands hefur bannað viðskiptavinum sínum tímabundið að nota vatnsslöngur. Þetta er gert til að spara vatn. Mikil þurrkatíð er í Bretlandi eins og víða í Evrópu eftir hitabylgjur sumarsins. Nýliðinn júlímánuður var sá þurrasti á Englandi frá 1935 og hiti náði í fyrsta sinn 40 gráðum frá því mælingar hófust.
17.08.2022 - 12:14
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Titringur í aðdraganda kjaraviðræðna
Efling stéttarfélag telur að svigrúm sé til launahækkana og segir mikla verðbólgu ekki réttlæta að laun séu látin hækka minna en verðlag. Flöt krónutöluhækkun komi sér best. Ríkissáttasemjari finnur fyrir titringi í aðdraganda kjaraviðræðna.
17.08.2022 - 12:11