Myndskeið
„Öllum velkomið að flytja þessi frumvörp með mér“
Myndskeið

„Öllum velkomið að flytja þessi frumvörp með mér“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók í gær á móti undirskriftum ríflega fjörutíu þúsund Íslendinga sem vilja að Alþingi samþykki að breyta stjórnarskrá Íslands samkvæmt…
Lesa meira
„Öllum velkomið að flytja þessi frumvörp með mér“
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóðafaraldrinum

Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóðafaraldrinum

Bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma hefur samþykkt að greiða rúma átta…
Lesa meira
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóðafaraldrinum
Myndskeið
Höfða til samvisku þingmanna fyrir kosningar
Myndskeið

Höfða til samvisku þingmanna fyrir kosningar

Umræðum um frumvarp um nýja stjórnarskrá lauk á Alþingi laust fyrir klukkan átta…
Lesa meira
Höfða til samvisku þingmanna fyrir kosningar
Myndskeið
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Myndskeið

„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“

Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við að rjúpnaveiðidögum hafi ekki verið…
Lesa meira
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Myndskeið
„Við erum eiginlega bara harmi slegin“
Myndskeið

„Við erum eiginlega bara harmi slegin“

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að fjarlæga allar persónulegar…
Lesa meira
„Við erum eiginlega bara harmi slegin“

Fréttatímar

Fréttaþættir

Myndskeið
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við að rjúpnaveiðidögum hafi ekki verið fjölgað frá í fyrra. Formaðurinn óttast slys þegar veiðimenn ana út í hvers kyns veður til þess að nýta dagana. Hann segir að faraldurinn ætti ekki að hafa mikil áhrif á veiðarnar.
„Við erum eiginlega bara harmi slegin“
Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að fjarlæga allar persónulegar merkingar af vestum sínum, eftir að mynd af lögreglukonu með fánamerki tengd öfgaskoðunum fór í dreifingu í morgun. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill fund með lögreglunni vegna málsins. Yfirlögregluþjónn segist harmi sleginn.
21.10.2020 - 19:21
„Óviðeigandi með öllu“
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill taka skýrt fram að hún styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni um umdeild merki á búningi lögreglukonu að störfum, sem vakið hefur talsverða athygli í dag. Þá verði málið tilkynnt til eftirlitsnefndar um störf lögreglu.
21.10.2020 - 19:04
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir og Kastljós: Öll merki bönnuð á búningum
Þetta er hörmulegt og sendir kolröng skilaboð til þeirra hópa sem við viljum ná til, segir yfirlögregluþjónn um umdeild áróðursmerki á búningi lögreglukonu að störfum. Öll merki á lögreglubúningum eru nú bönnuð. Sóttvarnayfirvöld kanna hvort ástæða sé til að breyta reglum um sóttkví í skólum. Börn virðast smita minna en aðrir. Áhöfn Júlíusar Geirmundssonar fékk að fara í land í dag. 22 af 25 skipverjum hafa smitast af COVID-19.
21.10.2020 - 18:50
„Hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar“
Hraðfrystihúsið Gunnvör telur að í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
21.10.2020 - 18:44
Auðskilið mál
Lögreglan lítur fánamálið alvarlegum augum
Mynd af lögreglumanni með þrjá fána festa á hnífavesti sitt hefur vakið mikla athygli. Lögreglan lítur það alvarlegum augum að lögreglumenn setji upp slíka fána. „Þetta er ekki liðið,“ segir upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni.
21.10.2020 - 18:31
Skólastjóri leikskóla fær bætur fyrir harkalega uppsögn
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku sveitarfélag til að greiða fyrrverandi skólastjóra leikskóla þrjár milljónir króna í bætur, þar af 500 þúsund í miskabætur. Dómurinn horfði til þess að atburðarásin í kringum uppsögnina hefði átt sér stað í litlu sveitarfélagi og augljóst að veruleg hætta væri á að íbúum þess yrði fljótlega kunnugt um hana.
21.10.2020 - 18:31
Auðskilið mál
Skemmdir vegna stóra jarðskjálftans
Nokkrar skemmdir urðu á eignum fólks þegar stóri jarðskjálftinn varð á Reykjanesskaga í gær. Búist er við fleiri tilkynningum um tjón og skemmdir á næstunni.
21.10.2020 - 18:28
Gætu breytt reglum um sóttkví í skólum
Sóttvarnaryfirvöld rannsaka nú hvernig Covid sjúkdómurinn smitast á milli barna. Barnasmitsjúkdómalæknir telur að til greina komi að breyta reglum um sóttkví í skólum ef í ljós kemur að hún skili ekki miklum árangri. 
21.10.2020 - 18:24
Spegillinn
Ragnar Þór nýr varaforseti ASÍ
Þing ASÍ krefst þess að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar þegar í stað til samræmis við þróun lægstu launa og að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt úr 30 í 36 mánuð. Sjálfkjörið var í allar forsetastöður sambandsins og varaforsetum fjölgað úr tveimur í þrjá. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er nýr varaforseti ASÍ.
21.10.2020 - 18:15
Yfir milljón kórónuveirusmit á Spáni
Kórónuveirusmitin eru komin yfir eina milljón á Spáni. Síðastliðinn sólarhring voru staðfest smit tæplega sautján þúsund og eru þar með orðin rúmlega ein milljón og fimm þúsund. Hið fyrsta var greint 31. janúar á La Gomera, einni Kanaríeyja.
21.10.2020 - 17:52
„Heimskulegt af lögreglu að vera með Refsaratáknið“
George Conway, höfundur myndasögunnar um Frank Castle eða Punisher, segir það heimskulegt af lögreglumönnum að bera merki myndasöguhetjunnar. Þetta sé tákn manns sem sé útlagi og fulltrúi þeirra sem réttarríkið hafi brugðist. „Lögreglumanni með Refsaratákn ætti alltaf að vera mætt með einhverjum úr Black Lives Matter með Refsaratákn.“
21.10.2020 - 17:11
Spegillinn
Veikburða eldra fólki var neitað um sjúkrahússvist
Veikburða eldra fólki var kerfisbundið neitað um sjúkrahússvist í Stokkhólmi og nágrenni, á fyrstu mánuðum Covid-faraldursins. Oft var líknandi meðferð fyrirskipuð án þess að læknir hitti sjúklinginn. Hávær gagnrýni er nú uppi á framgöngu yfirvalda gagnvart eldri borgunum og margir spyrja hvort hreinlega hafi verið um lögbrot að ræða.
21.10.2020 - 17:00
UNICEF á Íslandi innkallar ólöglegar barnapeysur
UNICEF á Íslandi hefur innkallað barnapeysur, sem settar voru í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna, vegna þess að böndin í hettum og í hálsmáli peysanna geta valdið hættu á kyrkingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu sem tekur fram að innköllunin varði einungis peysur sem eru í barnastærðum.
21.10.2020 - 16:56
Með reikning í Kína eftir misheppnuð viðskipti
Skattaskýrslur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa varpað ljósi á bankareikning í hans eigu í Kína. New York Times fjallar í dag um viðskipti forsetans í Kína sem vekja sérstaka athygli í ljósi harðra deilna hans við kínversk stjórnvöld og ummæla hans um hættuna á kínverskum yfirráðum og njósnum. Þá hefur forsetinn margoft sakað Joe Biden, mótframbjóðanda sinn í komandi forsetakosningum, um að eiga í viðskiptatengslum við Kína.
Marc Dutroux enn talinn hættulegur
Lögmenn belgíska barnamorðingjans Marcs Dutroux ætla að fresta því að sækja um reynslulausn fyrir skjólstæðing sinn þar sem ný geðrannsókn hefur leitt í ljós að hann er enn hættulegur.
21.10.2020 - 16:37
Gera fleiri fyrirtækjum kleift að fá uppsagnarstyrki
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti fengið styrkina, uppfylli þau önnur skilyrði sem sett voru.
21.10.2020 - 16:27
Tékkar herða aðgerðir gegn veirunni enn frekar
Stjórnvöld í Tékklandi hyggjast herða enn frekar ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ástandið er hvergi verra meðal ríkja Evrópusambandsins. Leiðtogafundur hefur verið boðaður til að ræða ástandið í álfunni.
21.10.2020 - 16:10
Vill lögregluna á fund allsherjarnefndar vegna fánanna
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum. Tilefnið er þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu og sýnir þrjá fána sem hún er með innanklæða. Lögreglukonan hafnar því að fánarnir séu rasískir og segir marga lögreglumenn vera með einhver tákn innanklæðar.
21.10.2020 - 15:28
Níu skipverjar eru með mótefni við COVID-19
Níu skipverjar í áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar eru með mótefni við COVID-19. Þetta segja niðurstöður sýnatöku sem fór fram á skipinu í gær.
21.10.2020 - 15:12
Fjárfestingarátak stjórnvalda eykur kynjamisrétti
Í kringum 85 prósent þeirra starfa sem verða til við fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkissins á framkvæmdatímanum eru karlastörf. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 og í umsögn BSRB er kynjamisréttið sem fylgir átakinu harðlega gagnrýnt. Fjárfestingar- og uppbyggingarátakinu er ætlað að veita viðspyrnu vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins.
Faraldurinn vaxandi á Akureyri
Smitum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað. Aðalvarðstjóri segir veiruna víða um samfélagið. Tveir vinnustaðir lokuðu í gær. Hann biður fólk að fara eftir settum reglum, ekki leita leiða til þess að komast hjá þeim.
21.10.2020 - 14:41
Riðuveiki staðfest á Stóru-Ökrum 1
Staðfest hefur verið að riðutilfelli á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði er hefðbundin smitandi riða. Héraðsdýralæknir segir að allt fé á bænum verði skorið niður. Þetta sé mikið áfall fyrir bændur á þessu svæði, sem hefur verið riðulaust í 20 ár.
21.10.2020 - 14:37
Útilokar samkomulag um Nagorno Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, telur útilokað að ná samkomulagi með friðsömum hætti við stjórnvöld í Aserbaísjan um framtíð héraðsins Nagorno Karabakh. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook segir hann að langt eigi eftir að líða þar til úr deilu þjóðanna um héraðið verði leyst eftir diplómatískum leiðum.
21.10.2020 - 14:28
Lögreglukonan hafnar því að fánarnir séu rasískir
„Ég er pínu sorgmædd því þetta er árás á mína persónu. En ég veit betur og verð bara að gleyma þessu,“ segir lögreglukonan Anita Rut Harðardóttir sem sést á mynd sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Þar er því haldið fram að merkin sem prýði lögreglubúning hennar hafi tengingu við hatursorðræðu en því vísar hún alfarið á bug. „Ég hafna því að þetta séu rasísk tákn enda stendur lögreglan ekki fyrir slíku.“
21.10.2020 - 14:24