Röð eins og fyrir stórtónleika eða risalandsleik
Gríðarleg aðsókn hefur verið í bólusetningu í dag og því hefur löng röð fólks myndast sem nær allt frá Laugardalshöll upp á Suðurlandsbraut. Dúndrandi danstónlist bíður fólksins þegar inn í Laugardalshöll er komið.
Stóraukin eftirspurn eftir frístundanámskeiðum
Aðsókn í frístundanámskeið á vegum Reykjavíkurborgar hefur stóraukist, ekki síst nú og í fyrra þar sem fólk er minna á faraldsfæti vegna heimsfaraldursins. Reynt er að mæta eftirspurninni og vinna niður biðlista með auknu framboði. Aðsókn í vinnuskólann jókst einnig í fyrra og búist er við að sú eftirspurn haldi sér í ár.
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Héraðssaksóknari þarf ekki að eyða gögnum um Samherja
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að embætti héraðssaksóknara þurfi ekki að eyða gögnum sem aflað var hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í tengslum við rannsókn á Samherjaskjölunum. Samherji taldi að héraðssaksóknari hefði aflað gagnanna ólöglega.
06.05.2021 - 15:18
Rúmlega 24 milljarða viðsnúningur í rekstri bankanna
Hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins voru rúmir 17 milljarðar króna. Þetta er ljóst eftir að Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í morgun, þar sem greint var frá 7,6 milljarða króna hagnaði.
06.05.2021 - 14:33
Spútnik light fær markaðsleyfi í Rússlandi
Bóluefnið Spútnik light hefur fengið markaðsleyfi í Rússlandi. Það er frá sama lyfjaframleiðanda og Spútnik V sem fékk markaðsleyfi í Rússlandi í ágúst. Vladimír Pútin forseti Rússlands bættist í dag í hóp þjóðarleiðtoga sem lýst hafa stuðningi við hugmyndir um að afnema hugverkarétt á bóluefnum gegn COVID-19.
06.05.2021 - 14:16
Eldurinn fór yfir 61 hektara svæði í Heiðmörk
Samkvæmt nýjum mælingum sem Skógræktarfélags Reykjavíkur fór eldurinn í Heiðmörk í fyrradag yfir um 61 hektara lands, eða 0,61 ferkílómetra. Heiðmörk öll er um 3.200 hektarar.
06.05.2021 - 13:38
Óvissustigi lýst yfir vegna hættu á gróðureldum
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu almannavarna. Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði, segir í færslunni.
06.05.2021 - 12:38
Myndskeið
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var meðal þeirra 14.000 sem voru boðuð í bólusetningu með bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í dag, á stærsta bólusetningardeginum síðan bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi í lok síðasta árs. Ráðherra lét vel af sér að lokinni bólusetningu. „Þetta var bara æðislegt - mér finnst þetta svo magnað,“ sagði Svandís.
Mikil forföll í kennaraliðinu í dag
Kennarar sem eru framarlega í stafrófinu fengu bólusetningu í gær, flestir með bóluefni Janssen, og eru margir frá vinnu í dag. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir mikil forföll í sínum hópi.
Spennandi kosningar í Skotlandi
Kosið er á Bretlandseyjum í dag til margra bæja- og sveitarstjórna, og þings í Skotlandi og Wales. Um 40 milljónir Breta hafa rétt til að kjósa í kosningum dagsins. Athyglin beinist helst að þingkosningunum í Skotlandi þar sem kannanir sýna að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg.
Gæti haft áhrif á greiðslur til fjölda fólks
Svo kann að vera að Tryggingastofnun hafi skert greiðslur til fjölda fólks með því að rangtúlka greiðslur sem það fékk úr erlendum almannatryggingasjóðum. Umboðsmaður Alþingis hefur gert úrskurðarnefnd velferðarmála að taka aftur til meðferðar mál konu sem fékk skertar greiðslur hér vegna greiðslu úr þýskum sjóði. Lögmaður konunnar segir að málið sé áfellisdómur yfir Tryggingastofnun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: 14 þúsund bólusett og skólastarf úr skorðum
Fjórtán þúsund voru boðuð í bólusetningu við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag og hafa aldrei verið fleiri. Meðal þeirra voru forseti Íslands og heilbrigðisráðherra - sem sagði fyrirkomulagið minna helst á söngleik.
06.05.2021 - 12:10
Áslaug Arna vill leiða sjálfstæðismenn í borginni
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að gefa kost á sér í efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna sem verður fyrstu helgina í júní.
Myndskeið
Velja milli seinni sprautu AstraZeneca eða annars efnis
Þeir sem fengu fyrri sprautu með bóluefni AstraZeneca, áður en ákveðið var að takmarka notkun þess við ákveðna hópa, og eru utan þeirra marka, geta valið um að fá seinni sprautuna með AstraZeneca eða öðru bóluefni.
06.05.2021 - 11:27
Sölvi Tryggvason kærður fyrir líkamsárás
Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur verið kærður fyrir líkamsárás á konu. Árásin er sögð hafa átt sér stað á heimili konunnar í mars. Önnur kona hefur óskað eftir skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hún sakar Sölva um að hafi brotið gegn sér kynferðislega í júní á síðasta ári.
06.05.2021 - 11:26
Myndskeið
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni segist bjartsýnn á að hægt sé að slaka nokkuð hratt á sóttvarnaaðgerðum innanlands í næstu viku. Helsta áhyggjuefnið í faraldrinum nú sé fjöldi ferðamanna á leið til landsins, sem er meiri en gert var ráð fyrir.
06.05.2021 - 11:19
Tvö smit og bæði innan sóttkvíar
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og greindust bæði smitin í sóttkví. Um 1.600 sýni voru tekin innanlands í gær. Enginn greindist á landamærum.
06.05.2021 - 10:59
„Höfum verið svolítið eins og strúturinn með þetta“
Hulda Guðmundsdóttir, á Fitjum í Skorradal, telur að auka þurfi varnir við miklum gróðureldum, ekki síst í stærstu skógum landsins, og skilgreina þá á sama hátt og aðra náttúruvá. Gera þurfi átak í að skipuleggja vatnsöflun á skógarsvæðum og skipta skógum í brunahólf.
06.05.2021 - 10:57
Segir bæjarfulltrúann villa viljandi um fyrir fólki
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, fara með rangt mál í Facebook-færslu um samþykkt varðandi fjölbýlishúsalóð við Tónatröð.
06.05.2021 - 10:52
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til vikulegs upplýsingafundar í dag klukkan ellefu vegna kórónuveirufaraldursins.
06.05.2021 - 10:46
74 þúsund skammtar væntanlegir í maí
Rúmlega 74 þúsund skammtar af þeim fjórum tegundum bóluefna sem notuð hafa verið hér á landi við COVID-19 eru væntanlegir til landsins í þessum mánuði. Mest munar um rúmlega 50 þúsund skammta af bóluefni Pfizer. Aðeins um fimm þúsund skammtar koma frá AstraZeneca en sú tala gæti hækkað þar sem ekki liggur fyrir skammtafjöldi í síðustu viku mánaðarins. Rúmlega 7.600 skammtar eru væntanlegir frá Janssen og tæplega tólf þúsund frá Moderna.
Vill upplýsingar um útivist á sóttvarnahúsum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um útivist þeirra sem dvelja í sóttvarnahúsum, meðal annars hvernig útivera sé tryggð og þá sérstaklega með börn í huga.
06.05.2021 - 09:57
Forsetinn bólusettur með AstraZeneca í Hú-bol
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal þeirra sem var bólusettur í Laugardalshöll í morgun. Guðni mætti að sjálfsögðu í stuttermabol eins og fólk er beðið um. Sá var skreyttur mynd eftir Hugleik Dagsson með vinsælu slagorði íslenska karlalandsliðsins sem hljómar yfirleitt á eftir víkingaklappinu. Guðni hrósaði framkvæmdinni en sagði sprautuna ekki breyta neinu fyrir sumarplön sín - hann hefði ætlað að ferðast innanlands.
06.05.2021 - 09:29
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25