Myndskeið
Styttist í lokun kjörstaða
Kjörstöðum verður lokað eftir rúmlega tvo tíma. Heldur hefur dregið úr kjörsókn eftir því sem liðið hefur á daginn.
25.09.2021 - 19:45
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Fella niður flug til La Palma vegna eldgossins
Búið er að loka flugvellinum á spænsku eyjunni La Palma vegna eldgoss. Það hófst á sunnudag og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín. Þykkan reyk leggur í allt að fjögurra kílómetra hæð yfir gígunum. Yfirvöld á eyjunni, sem tilheyrir Kanaríeyjum, lýstu þvi yfir í dag að ógerningur væri að leyfa flugumferð eins og staðan er. Einnig er hægt að komast frá eyjunni sjóleiðina.
25.09.2021 - 19:13
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Heldur lakari kjörsókn en 2017
Kjörsókn virðist víðast hvar vera lakari í Alþingiskosningunum í dag en fyrir fjórum árum, þrátt fyrir að hafa farið vel af stað í morgun. Þrjár klukkustundir eru þar til flestum kjörstöðum verður lokað.
25.09.2021 - 18:48
Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
Kjörkassinn frá Grímsey aldrei borist jafn snemma
Einn af stóru óvissuþáttunum hjá kjörstjórn Akureyrarbæjar hefur jafnan verið hvenær kjörkassinn frá Grímsey kemst í land. Formaður kjörstjórnar var því fegin þegar hún fékk kassann í fangið um klukkan 16 dag.
25.09.2021 - 17:25
Nær allir skipverjar á Bylgju VE með COVID-19
Stór hluti áhafnarinnar á ístogaranum Bylgju frá Vestmannaeyjum er smitaður af Covid-19. Aðeins lítill hluti áhafnarinnar er óbólusettur. Skipið var við veiðar sunnan við Látrabjarg þegar smit greindist í hraðprófi um borð.
25.09.2021 - 16:52
Talibanar koma líkum fyrir á almannafæri
Talibanar í Afganistan komu í dag líkum fjögurra manna fyrir á almannafæri í borginni Herat. Mönnunum var gefið að sök að hafa rænt viðskiptajöfri og syni hans.
25.09.2021 - 16:20
Smit í fjórum grunnskólum í Árbæjarhverfi
COVID-19 smit hafa greinst í fjórum grunnskólum í Árbæjarhverfinu og nágrenni í Reykjavík og stór hópur er í sóttkví. Börnin sem eru smituð eru flest í þriðja og fjórða bekk. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
25.09.2021 - 16:17
Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
Norðmenn fagna tilslökunum stjórnvalda innilega
Norðmenn fagna því í dag að eins og hálfs árs tímabili strangra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins linnir. Mikil hátíðahöld og hópfaðmlög eru framundan í landinu
Myndskeið
Formenn flokkanna búnir að kjósa
Formenn flokkanna sem bjóða fram til Alþingis eru búnir að kjósa.
25.09.2021 - 13:51
Vikulokin
Fólk með glænýjan kosningarétt líklegt til að kjósa
Fólk með glænýjan kosningarétt er líklegra að mæta á kjörstað en þau sem aðeins eldri eru. Það er mat viðmælenda í Vikulokunum á Rás eitt að kosningabaráttan hafi verið málefnaleg.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Kjörsókn góð í upphafi dags
Í dag er kjósa Íslendingar fulltrúa sína á Alþingi. Kjörsókn fer vel af í alþingiskosningunum og fleiri hafa greitt atkvæði í hádeginu en á sama tíma í síðustu kosningum. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar.
25.09.2021 - 12:17
Kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi kjósa ekki aðeins til Alþingis í dag því samhliða þeim kosningum er kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Úrslit þeirra kosninga gætu legið fyrir um miðnættið.
Myndskeið
Mætti á Farmal á kjörstað í Breiðagerðisskóla
Kjörfundur hófst venju samkvæmt í Breiðagerðisskóla klukkan níu og var það tilkynnt með glæsibrag. Einn kjósandi mætti á forláta Farmal Cub á kjörstað, með íslenska fánann í öndvegi og snjótönn framan á, ef færð yrði til trafala.
25.09.2021 - 09:45
Myndskeið
Margir kjósendur enn óákveðnir
Í gær voru allmargir ekki búnir að ákveða hvaða flokkur yrði fyrir valinu á kjördag. Geymslutiltekt og að setja upp varalit eru á meðal hefða sem fólk tengir kjördegi. Margir ætla að fylgjast með kosningavöku.
Hvar átt þú að kjósa?
Kjörstaðir út um allt land verða opnaðir klukkan níu og stendur víðast hvar til klukkan tíu í kvöld.
25.09.2021 - 08:15
Betra kosningaveður en gert var ráð fyrir
Veðurspáin fyrir daginn er mun skárri en langtímaspár gerðu ráð fyrir. Þó má gera ráð fyrir allhvassri eða hvassri norðaustanátt á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni.
25.09.2021 - 07:49
Kaþólskir biskupar biðja frumbyggja Kanada afsökunar
Kaþólska kirkjan í Kanada baðst í gær fortakslausrar afsökunar á aldarlöngu ofbeldi og vanrækslu gagnvart Kanadamönnum af ættum frumbyggja í skólum kirkjunnar. Skólarnir voru stofnaðir af stjórnvöldum og margir hverjir í umsjón kaþólsku kirkjunnar.
25.09.2021 - 06:58
Mikil spenna í Þýskalandi
Mikil spenna virðist framundan í þýsku þingkosningunum á morgun. Jafnaðarmannaflokkurinn var lengi vel með gott forskot í skoðanakönnunum, en samkvæmt tveimur stórum könnunum sem gerðar voru í gær er ekki marktækur munur á fylgi þeirra og Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel fráfarandi kanslara.
Orkufyrirtæki ákært vegna skógarelda í Kaliforníu
Saksóknari í Kaliforníu í Bandaríkjunum lagði í gær fram ákæru gegn orkufyrirtækinu PG&E. Fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á upptökum Zogg eldsvoðans í september í fyrra, sem náði yfir um 22 þúsund hektara landsvæði. 
Sigur Bidens í Arizona staðfestur í fjórða sinn
Endurtalning atkvæða í bandarísku forsetakosningunum í Arizona staðfesti að Joe Biden hafi hlotið fleiri atkvæði í Maricopasýslu heldur en Donald Trump. Þetta kemur fram í drögum fyrirtækisins Cyber Ninjas sem sá um talninguna að beiðni hóps úr Repúblikanaflokknum.
Stjórnandi í Huawei laus úr haldi í Kanada
Meng Wangzhou, stjórnanda hjá kínverska fjarskiptafyrirtækinu Huawei, var sleppt úr stofufangelsi í Kanada í gærkvöld. Framsalskrafa Bandaríkjanna var dregin til baka eftir að Meng náði samkomulagi við þarlenda saksóknara. Hún fór skömmu síðar á flugvöll í Kanada og er á leiðinni til Kína að sögn AFP fréttastofunnar. Tveimur Kanadamönnum verður á móti sleppt úr haldi í Kína.
25.09.2021 - 01:31
Tveggja ára Texasbúi lést eftir slysaskot
Tveggja ára drengur í Texas í Bandaríkjunum lést í gær eftir að skot hljóp úr byssu sem hann fann í bakpoka fjölskyldumeðlimar. Að sögn AFP fréttastofunnar hljóp skotið í höfuðið á drengnum og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. 
25.09.2021 - 00:58