Sjónvarpsfrétt
50 rafskútur í haldi í Þórshöfn
Færeyska lögreglan hefur lagt hald á 50 rafskútur frá íslenska fyrirtækinu Hopp. Ástæðan er að færeysk yfirvöld hafa skilgreint rafskúturnar sem breytt vélhjól sem ekki séu leyfð í Færeyjum.
04.08.2021 - 20:17
Fólk ekki kallað úr sumarfríi að ástæðulausu
Forstjóri Landspítalans segir stöðuna sem komin er upp vera vonda. Bylgjan faraldursins sem nú geisar komi á vondum tíma fyrir spítalann því mikið sé um sumarleyfi.
04.08.2021 - 19:21
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Ákall um varanlegri aðgerðir
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að sóttvarnaaðgerðir nái yfir lengra tímabil en hingað til. Nú sé runninn upp nýr veruleiki í baráttunni við kórónuveiruna. Ríkisstjórnin ræðir líklega nýjar aðgerðir á föstudaginn.
04.08.2021 - 18:53
Segir meira álag þótt færri liggi inni vegna covid
Meira álag er á Landspítala en í fyrri bylgjum faraldursins, þótt færri liggi á spítala vegna veirunnar en áður, segir yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Slakari sóttvarnatakmarkanir valdi því að meira sé að gera á öðrum deildum spítalans en í fyrri bylgjum.
04.08.2021 - 18:27
Ekki tekið afstöðu til lögmætis Microsoft Teams
Fjarfundarbúnaður getur falið í sér margvíslega áhættu um öryggi persónuupplýsinga, segir forsvarsmaður Persónuverndar. Þeir sem ákveða að nota búnaðinn verði að meta hvort hann samræmist persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fjarfundakerfið Microsoft Teams standist evrópsk persónuverndarlög. Í Svíþjóð hafa margar stofnanir hætt að nota forritið því persónuleg gögn um notendur eru geymd í Bandaríkjunum. 
04.08.2021 - 18:24
Lagalistar Bítlanna seldir á uppboði
Búist er við að 150 til 250 þúsund dollarar fáist fyrir handskrifaða lagalista sem bresku Bítlarnir, The Beatles, notuðu á tónleikum snemma á ferlinum. Þeir verða boðnir upp hjá Bonhams-uppboðshúsinu í haust.
04.08.2021 - 17:29
Maria Kolesnikova kemur fyrir rétt
Réttarhöld hófust í dag í Minsk í Hvíta-Rússlandi yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Mariu Kolesnikovu. Hún hefur setið í varðhaldi síðustu tíu mánuði. 
Telur að herða þurfi aðgerðir
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir. Hún segir að grípa þurfi til aðgerða sem vitað sé að virki og það sé í höndum ríkisstjórnar.
04.08.2021 - 16:52
Bráðamóttaka vísar sjúklingum á heilsugæslustöðvar
Mjög þung staða er á bráðamóttöku Landspítala og hefur sjúklingum verið vísað á heilsugæslustöðvar og Læknavakt. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má gera ráð fyrir langri bið og þjónustu er forgangsraðað eftir því hve liggur á henni.
Sumarlandinn
Gaman að geta kallað æðarfuglinn til sín
„Við vöktum eins og á almennilegri vöggustofu,“ segir Oddný Halldórsdóttir, æðarbóndi á Vesturlandi. Hún hefur, ásamt Magnúsi Tómassyni, skapað griðland fyrir æðarfuglinn. Þau ala upp ungana, fara með þá í gönguferðir og sjóferðir og sleppa þeim svo lausum þegar haustar.
Segir Samherjamenn ekki ósnertanlega
Ríkissaksóknari Namibíu segist í nýrri yfirlýsingu til dómstóls þar ytra enn hafa fullan hug á að ákæra suma af starfsmönnum Samherja sem stýrðu dótturfyrirtækjum útgerðarinnar þar í landi. Sá skilningur Samherjamanna að þeir séu ósnertanlegir sé rangur.
04.08.2021 - 15:31
Skynjar ekki óróa vegna upphafs skólastarfs
Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segist ekki skynja óróa meðal starfsmanna vegna upphafs skólastarfs. Langstærstur hluti kennarahópsins var bólusettur með bóluefni Pfizer og þarf því ekki örvunarskammt.
04.08.2021 - 15:24
Fjórir lagðir inn með COVID-19 - Jafnmargir útskrifaðir
Fjórir sjúklingar voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna COVID-19 sýkingar.
04.08.2021 - 15:11
Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Vel hefði mátt laga galla í kosningalögum
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir vert að skoða skekkju í kosningakerfinu sem stjórnmálafræðiprófessor hefur ítrekað bent á. Þingmaður Pírata segir furðulegt að það hafi ekki verið gert fyrir löngu því nægur hafi tíminn verið.
Menningarnótt aflýst
Neyðarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa öllum viðburðum Menningarnætur, sem átti að fara fram 21. ágúst. Þetta er annað árið í röð sem Menningarnótt verður ekki með hefðbundnum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
04.08.2021 - 12:44
„Það langar engan að endurtaka síðastliðið ár”
Formaður Skólastjórafélags Íslands segir flesta kennara og skólastjórnendur nokkuð bjartsýna á komandi skólaár. Hann kallar eftir reglum og leiðbeiningum frá stjórnvöldum um verklag innan skólanna ef, og þegar, smit greinast.
Ráðherrar funda stíft í dag
Forsætisráðherra og fleiri ráðherrar funda í dag með ýmsum hagsmunaaðilum um þá stöðu sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum. Meðal þeirra eru fulltrúar úr menningargeiranum. Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir að hugsanlega verði sýningahaldi breytt til lengri tíma.
Segir tveggja metra reglu og samkomubann skaða greinina
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna ef sett yrði á tveggja metra regla eða strangar samkomutakmarkanir. Hún vonast til að ný flokkun landsins hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi lítil áhrif á ferðahegðun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir: Funda um næstu skref í faraldrinum
Ráðherrar funda nú stíft með hagsmunaaðilum úr öllum áttum um stöðu og næstu skref í kórónuveirufaraldrinum. Á meðal þeirra er formaður bandalags íslenskra listamanna, sem segir að hugsanlega sé tími stórsýninganna liðinn. 
04.08.2021 - 12:13
Smitum meðal óbólusettra Íslendinga fjölgar
Hlutfall óbólusettra sem greinast smitaðir af COVID-19 á Íslandi fer hækkandi og hefur verið tæpur helmingur síðustu tvo daga. Rúmlega fjögur prósent einkennasýna reynast jákvæð. Í gær greindust 116 smit innanlands, þar af voru 43 óbólusettir. Nýgengi innanlandssmita er nú um 400.
Frakkar veita Líbönum neyðaraðstoð
Frakkar ætla að veita Líbönum hundrað milljónir evra í neyðaraðstoð og senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Eitt ár er í dag frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút.
Fjórir íbúar á Grund með COVID-19
Tveir íbúar í Minni-Grund, á hjúkrunarheimilinu Grund, greindust með kórónuveirusmit í vikunni og sýnir annar þeirra nokkur einkenni.
04.08.2021 - 11:07
116 smit í gær - rúmur þriðjungur í sóttkví
Í gær greindust 116 með covid-smit í sýnatökum innanlands. Það er sjö fleiri en daginn áður þegar 109 greindust smitaðir. 71 þeirra sem greindust með smit í gær er fullbólusettur en 43 óbólusettir. Tveir greindust með covid við komuna til landsins í gær og beðið er mótefnamælingar úr þeim þriðja. Einn greindist með smit í seinni sýnatöku að lokinni sóttkví eftir komuna frá útlöndum. Einn þeirra sem greindust á landamærunum var bólusettur en þrír óbólusettir.
04.08.2021 - 10:53
Lestarslys í Tékklandi, þrír látnir
Þrír eru látnir eftir að tvær járnbrautarlestir rákust á í morgun í þorpinu Milavce í vesturhluta Tékklands. Tugir slösuðust, að því er ríkislögreglan greindi frá á samfélagsmiðlum.
04.08.2021 - 10:44