Fréttatímar

Fréttaþættir

Upplýsingafundur almannavarna í dag vegna fjölda smita
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00 vegna mikils fjölda smita. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
19.09.2020 - 10:50
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
Þeir komu með leikgleði í myndlistina
„Í bresku samhengi virka Gilbert & George dálítið eins og Megas gerir hér. Þeir rifja upp svona gömul minni en eru samt að opna augu fólks fyrir tvöfeldni borgaralegs siðgæðis með rakvélablöðum,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður um breska myndlistardúóið Gilbert & George en sýning með verkum þeirra er nú uppi í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Vikan
Herra Hnetusmjör á 100 mismunandi vegu
Herra Hnetusmjör heiðraði Vikuna með Gísla Marteini með nærveru sinni og flutti lagið 100 mismunandi vegu af nýútkominni plötu sinni.
„Það er ekkert að því að leita sér hjálpar“
Geðhvarfasýki getur verið stórhættuleg og „það getur bjargað mannslífi að hringja þegar manni líður illa og er farinn að hugsa hugsanir sem maður kannast ekki við,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur og kvikmyndagerðamaður. Heimildarmyndin Þriðji póllinn eftir Andra og Anní Ólafsdóttur gerist í Nepal og fjallar um sjúkdóminn. Hún verður frumsýnd 24. september og er opnunarhátíð RIFF í ár.
19.09.2020 - 08:55
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Dreymdi draum og ákvað að setja upp sýningu
Listamennirnir Hjörtur Matthías Skúlason og Hulda Vilhjálmsdóttir opna myndlistarsýninguna Hugrún í dag, í Gallery Porti á Laugaveginum. Þar verða til sýnis brúður og skúlptúrar en hugmyndin að sýningunni kom til Huldu í draumi. Þegar hún bar drauminn upp við Hjört vin sinn ákváðu þau að sviðsetja hann og opna sýningu.
19.09.2020 - 08:28
Heimskviður
Líklegt að Brexit-frumvarp taki breytingum
Brexit-sagan endalausa tók á sig nýja mynd í síðustu viku þegar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði fram nýtt frumvarp, sem brýtur í bága við alþjóðalög og útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Margir hafa brugðist ókvæða við, þar á meðal Evrópusambandið, sem er einmitt í viðræðum við Bretland um fríverslunarsamning. Það er óhætt að segja að þetta frumvarp hafi ekki liðkað fyrir þeim viðræðum.
19.09.2020 - 08:05
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Vilja geta sektað fólk á hættusvæðum
Lögregla fær heimild til að sekta fólk sem dvelur í húsum á snjóflóðahættusvæðum sem hafa verið keypt eða tekin eignarnámi, ef drög að frumvarpi um snjóflóðavarnir ná fram að ganga. Þetta á að hjálpa til við rýmingu svæða þegar hætta er á snjóflóðum og sporna gegn því að fólk dvelji í húsum á hættusvæði.
19.09.2020 - 07:10
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
Lottómiði keyptur fyrir slysni færir háan vinning
Ástralskt par segist hafa ætlað að kaupa miða í allt öðrum útdrætti en þeim sem færði þeim háan vinning.
19.09.2020 - 06:19
Að velja dómara strax, eða ekki. Þar liggur efinn
Trump Bandaríkjaforseti ætti að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt þegar í næstu viku. Þetta er mat Teds Cruz öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, frá Texas.
Forseti Perú verður ekki sviptur embætti
Þing Perú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Martin Vizcarra forseti landsins verður ekki sviptur embætti.
19.09.2020 - 03:22
Óvenjuleg Emmy-verðlaunahátíð á óvenjulegum tímum
Emmy verðlaunahátíðin verður með óvenjulegu sniði þetta árið, eins og flest á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru.
19.09.2020 - 02:37
Öldungadeildin tilbúin að staðfesta val Trumps á dómara
Talið er líklegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni bregðast skjótt við að tilnefna arftaka Ruth Ginsberg við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún lést í dag 87 ára að aldri.
Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.
Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari látin
Ruth Ginsburg dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna er látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skipaði hana í embætti árið 1993.
Kláruðu nafnalista fellibylja í annað sinn í sögunni
Veðurfræðingar eru nú teknir til við að nefna fellibyli eftir stöfum gríska stafrófsins. Alla jafna fá fellibylir heiti eftir fyrirfram ákveðnum nafnalista Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar með einu nafni fyrir hvern staf í stafrófinu frá A upp í W. Nú hefur það gerst í aðeins annað skipti í sögunni að nöfnin á þeim lista hafa ekki dugað fyrir alla þá fellibyli sem safna í sig krafti og berja á náttúru, mann- og dýralífi.
18.09.2020 - 22:46
Fréttir Vikunnar 18.09.2020
Gísli Marteinn fór yfir fréttir Vikunnar þar sem ýmislegt bar á góma, t.a.m. leiðinlegar lygasögur og innblástur nýrra barnabóka.
18.09.2020 - 21:58
Berglind Festival & rafskottufaraldurinn
Það er vart þverfótað fyrir rafmagnshlaupahjólum í Reykjavík um þessar mundir. Berglind kannaði málið.
Drottningin sviptir Weinstein viðurkenningu
Elísabet Bretlandsdrottning hefur svipt Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðanda, heiðri sem honum hlotnaðist árið 2004. Hann hlaut orðu breska heimsveldisins fyrir framlag til breskrar kvikmyndagerðar. Nú hefur sú orðuveiting verið afturkölluð og nafni hans eytt út af lista yfir þá sem hlotið hafa heiðurinn. Weinstein afplánar 23 ára fangelsisdóms vegna nauðgunar og fleiri kynferðisbrota. Hann braut gegn fjölda kvenna þegar hann var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandi heims.
18.09.2020 - 21:04
Rúmra fjögurra ára dómur ómerktur
Landsréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem hafði verið dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi. Landsréttur sagði vafa leika á því að maðurinn hefði játað brot sín skýlaust eins og var forsenda fyrir dómi héraðsdóms. Því verður að taka málið aftur fyrir í héraðsdómi og dæma það upp á nýtt.
18.09.2020 - 20:54
Myndskeið
Alvarleg staða í atvinnumálum í Norðurþingi
Alvarleg staða er í atvinnumálum í Norðurþingi og atvinnuleysið það mesta á öllu Norðausturlandi. Heimamenn kalla eftir aðkomu Vinnumálastofnunar og formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir félagið að kikna undan álagi.
18.09.2020 - 20:18
Myndskeið
Opna bar á sama tíma og öðrum er lokað
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld leikverkið Oleana. Þetta er fyrsta frumsýning leikhússins frá 13. mars þremur dögum áður en skella þurfti í lás. Þá var frumsýnt verkið Níu líf, um ævi og tónlist Bubba Morthens. Leikritið var þó ekki það eina nýja sem blasti við frumsýningargestum. Borgarleikhúsið opnaði líka nýjan bar, sama dag og krám var lokað á höfuðborgarsvæðinu.
18.09.2020 - 19:54