Tveir menn skotnir í Herlev í Kaupmannahöfn í nótt
Tveir menn voru skotnir í Herlev, úthverfi Kaupmannahafnar, í nótt. Báðir lifðu árásirnar af en ekkert hefur verið látið uppi um líðan þeirra að öðru leyti. Lögreglan í vesturhluta danska höfuðborgarsvæðisins greinir frá þessu.
07.12.2021 - 06:30
Hóta Rússum efnahagstjóni og auknum hernaðarumsvifum
Bandarísk stjórnvöld hóta Rússum hvorutveggja „mjög miklu efnahagslegu tjóni" og stórauknum hernaðarumsvifum í Austur-Evrópu, ráðist þeir inn í Úkraínu. Þá bundust leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fastmælum um það í gær að sýna Rússum „mikla festu“ í þeirri afstöðu sinni að virða skuli fullveldi og landamæri Úkraínu.
07.12.2021 - 05:52
Minnst 27 hafa dáið í eldgosinu á Jövu
Fleiri hafa fundist látin á indónesísku eyjunni Jövu, þar sem eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa um helgina. Minnst 22 hafa farist í hamförunum og 27 er enn saknað. Um 90 manns hafa leitað sér aðhlynningar vegna brunasára og yfir 2.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hefur þeim verið komið fyrir í neyðarskýlum, moskum og víðar.
07.12.2021 - 04:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Indónesía · Java · eldgos
Maria Ressa
Fær að fara til Oslóar til að taka við friðarverðlaunum
Filippeyska blaðakonan Maria Ressa mun ferðast til Oslóar til að taka við friðarverðlaunum Nóbels á föstudag í eigin persónu. Þetta varð ljóst eftir að þriðji dómstóllinn samþykkti umsókn hennar um að fá að fara til Noregs til að veita verðlaununum viðtöku.
Sameinuðu þjóðirnar
Talibanar og herforingjar óvelkomnir
Hvorki herforingjastjórnin í Mjanmar né stjórn Talibana í Afganistan fá að skipa sína menn sem sendiherra þjóða sinna hjá Sameinuðu þjóðunum. Báðar stjórnir sendu formleg erindi þar að lútandi til samtakanna, og báðum var synjað af miklum meirihluta þeirra 193 ríkja, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum.
07.12.2021 - 02:55
Nær 50 féllu í Darfur-héraði um helgina
Hátt í 50 manns týndu lífinu í blóðugum átökum í hinu stríðshrjáða Darfurhéraði í Súdan um helgina. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Khamis Abdallah, héraðsstjóra í Vesturdarfur. „Átökin blossuðu upp út frá deilum sem leiddu til dráps á sex manneskjum á laugardag, og yfir 40 voru myrt á sunnudag,“ sagði héraðsstjórinn.
07.12.2021 - 02:38
Bandaríkjastjórn kærir stjórnvöld í Texas
Bandaríkjastjórn höfðaði í gær mál á hendur Texasríki vegna áforma yfirvalda þar um að breyta kjördæmaskipan þar, með það fyrir augum að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og uppruna. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, höfðar málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
07.12.2021 - 01:46
Nær 44 gráðu frost í Norðurbotni í Svíþjóð
Grimmar vetrarhörkur geisa nú í Norðurbotni í Svíþjóð þar sem frost fór víða niður fyrir 40 gráður í gær. Kaldast var í bænum Naimakka, þar sem gaddurinn mældist -43,8 gráður. Þótt Norðurbotn sé þekktur fyrir nístingskalda vetur þykir þetta óvenju mikill kuldi á þeim slóðum í desember.
07.12.2021 - 00:52
Hanna nýja evruseðla í fyrsta sinn
Evrópski seðlabankinn ætlar að velja nýja hönnun fyrir evruseðla fyrir árið 2024. Þetta verður fyrsta heildræna endurskoðunin á hönnun seðlanna frá fyrstu útgáfu þeirra árið 2002.
06.12.2021 - 23:14
Mun fleiri létust úr malaríu
Dauðsföll vegna malaríu voru 69.000 fleiri í fyrra en árið 2019 vegna röskunar á starfsemi heilbrigðisstofnana vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði í árlegri skýrslu um malaríu frá Alþjóðaheilbrigðismálstofnuninni í dag.
Raforkuskortur leiðir til aukinnar olíunotkunar
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ákvörðun Landsvirkjunar um að flýta fyrirhugaðri skerðingu á raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja komi fyrirtækinu í opna skjöldu. Þetta eigi þó ekki að hafa áhrif á framleiðslugetu en auki hins vegar kostnað.
06.12.2021 - 21:40
Bandaríkin sniðganga Ólympíuleikana að hluta
Bandaríkjastjórn ætlar ekki að senda erindreka og embættismenn á Vetrarólympíuleikana sem fram fara í Peking, höfuðborg Kína, á næsta ári. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Joes Biden forseta á fréttamannafundi.
06.12.2021 - 21:04
Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs látinn
Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, féll frá í dag, 93 ára að aldri. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá því að Willoch, hafi látist í svefni á heimili sínu í Ullern í Osló.
06.12.2021 - 21:00
Kastljós
Miðjustefna og íhaldssemi einkenni sáttmálann
Stjórnmálafræðingarnir Ólafur Þ. Harðarson og Eiríkur Bergmann voru gestir Kastljóss í kvöld þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var krufinn.
Fundu manninn sem lýst var eftir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 22 ára karlmanni en síðast er vitað um ferðir hans í Kuggavogi í Reykjavík um fjögurleytið í dag. 
06.12.2021 - 19:22
Langir vinnudagar fyrirséðir í desember
Nefndastörf hófust af fullum krafti á Alþingi í dag. Formenn fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar búast við mikilli vinnu í desember enda þing sett óvenju seint og lítið að gera síðustu vikur.
06.12.2021 - 19:15
Sjónvarpsfrétt
Nýgengi óbólusettra 13 sinnum meira
Um þrettánfaldur munur er á nýgengi kórónuveirusmita hjá óbólusettum og hjá fólki sem hefur fengið örvunarskammt. Hátt í helmingur þeirra sem hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19  í fjórðu bylgju faraldursins er óbólusettur, heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að virða sjónarmið þeirra sem ekki þiggja bólusetningu. Nokkur hundruð lítrum af kórónuveirubóluefni hefur verið sprautað í Íslendinga síðan bólusetningar hófust hér á landi fyrir tæpu ári.   
Hækkun Strætó bitni mest á börnum sem búi við fátækt
Salvör Nordal, Umboðsmaður barna hefur sent bréf á Strætó BS. vegna nýtilkominna breytingar á verðskrá fyrirtæksins. Með þeirri breytingu hækkaði verðið á árskorti fyrir ungmenni 12-17 ára úr 25.000 í 40.000 krónur, eða um 60%. Umboðsmaður segir ljóst að hækkunin muni hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfðar félagslegar aðstæður.
06.12.2021 - 19:02
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Óbólusettir hátt í helmingur innlagðra
Hátt í helmingur þeirra sem hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19 í fjórðu bylgju faraldursins er óbólusettur. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að virða sjónarmið þeirra sem ekki þiggja bólusetningu.
06.12.2021 - 18:51
Bólusetningarskylda hjá öllum fyrirtækjum í New York
Borgarstjórnin í New York borg í Bandaríkjunum samþykkti í dag að skylda öll fyrirtæki í borginni til þess að innleiða bólusetningarskyldu fyrir starfsfólk.
06.12.2021 - 18:42
Spegillinn
Lífskjarasamningurinn tók ekki mið af Covid
Lífskjarasamningurinn sem undirritaður voru í aprílbyrjun 2019 gildir til 2. nóvember á næsta ári.  Forystufólk Samtaka atvinnulífsins og í verkalýðshreyfingunni er sammála um að viðræður um nýjan kjarasamning þurfi að byrja sem fyrst á nýju ári.
Óvenju kraftmikill jarðskjálfti en ekki gosórói
Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að minnka, en sérfræðingar fylgjast enn grannt með stöðunni við Grímsvötn. Fluglitakóði var í dag færður frá gulu í appelsínugulan vegna aukinnar virkni eldstöðvar og möguleika á eldgosi. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftinn sem mældist á svæðinu í dag hafi verið óvenju kraftmikill.
Sjónvarpsfrétt
Barnabætur á Íslandi með þeim lægstu hjá ríkjum OECD
Efling telur að hækkun barnabóta, sem ríkisstjórnin boðar, dugi einungis til þess að vega á móti hækkun á verðlagi, og gagnrýnir að skerðing bóta miðist áfram við lágmarkslaun. Barnabætur eru mun lægri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt nýlegri úttekt OECD.
06.12.2021 - 17:55
Þórlindur ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Þórlindur Kjartansson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þetta segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
06.12.2021 - 17:34
Illviðri nálgast Bretlandseyjar
Rauð óveðursviðvörun hefur verið gefin út í nokkrum héruðum á Írlandi vegna óveðurslægðarinnar Barra sem nálgast af hafi. Útlit er fyrir vont veður víðast hvar á Bretlandseyjum meðan hún fer yfir. Á annað þúsund heimili á Englandi eru enn rafmagnslaus frá síðasta óveðri, sem nefnt var Arwen.
06.12.2021 - 17:30
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland · Írland