Fær tækifæri til að bæta fyrir dómgreindarbrestinn
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjórans sem sigldi Herjólfi um jólin eftir að réttindi hans runnu út. Þrátt fyrir að stjórn Herjólfs telji málið grafalvarlegt fær skipstjórinn annað tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir sínar segir framkvæmdastjóri.
NATÓ eflir varnir í Austur-Evrópu
Herlið nokkurra Atlantshafsbandalagsríkja er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins á landamærum Úkraínu. Nokkur ríki hafa sent herskip og orrustuþotur til Austur-Evrópuríkja til að styrkja varnir þeirra. Rússar saka NATÓ og Bandaríkin um að auka á spennuna í Evrópu með yfirlýsingum sínum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Líklega ekki tilslakanir fyrr en í næstu viku
Sóttvarnalæknir ætlar að gera tillögur um tilslakanir í vikunni en ekki er von á að þær taki gildi fyrr en í næstu viku. Búast má við að fyrstu afléttingar snúi að sóttkví og sýnatöku.
24.01.2022 - 12:10
Slasaðist við að hjóla á rafskútu sem þveraði hjólastíg
Maður var fluttur á með sjúkrabíl á slysadeild fyrir helgi, eftir að hjóla á rafskútu, eða rafmagnshlaupahjól, sem þveraði hjólastíg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar segir afar fáar tilkynningar hafa borist um slys á hjólreiðafólki vegna rafmagnshlaupahjóla sem sé óvarlega lagt eftir notkun.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
1.151 smit innanlands
Alls greindist 1.151 með Covid-19 innanlands í gær. Um 53% þeirra voru í sóttkví við greiningu. Til viðbótar greindust 145 í landamærasýnatöku.
24.01.2022 - 11:31
Assange fær að áfrýja framsalskröfu Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fékk í morgun leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun yfirdómstóls að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að óforsvaranlegt væri að framselja hann til Bandaríkjanna vegna bágrar andlegrar heilsu og sjálfsvígshættu.
Sveitarfélög keppast við að bæta úrgangsmál
Í júní á síðasta ári tóku í gildi viðamiklar breytingar á lögum tengdum úrgangsmálum. Um 60 prósent sveitarfélaga telja líklegt að þau þurfi að breyta fyrirkomulagi sérsöfnunar vegna nýju laganna.
Sprungur á hreyfingu en engin kvika
Um það bil þrjú hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Vesturlandi, í nágrenni Húsafells, frá því skömmu fyrir jól. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir engin merki um kvikusöfnun
Guðlaugur Þór greindist með COVID-19 á landamærunum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur greinst með COVID-19. Smitið var greint á landamærunum.
Fimm umsækjendur metnir vel hæfir
Hæfnisnefnd, sem leggur mat á umsækjendur um starf forstjóra Landspítalans, hefur metið fimm af 14 umsækjendum um starfið „vel hæfa“. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn fréttastofu, en nöfnin fylgja ekki sögunni.
24.01.2022 - 09:24
Drykkjulæti verða kannski staðbundnari
Ekkert eiginlegt þorrablót verður haldið í Eyjafjarðarsveit í ár vegna samkomutakmarkana. Búið er að skipuleggja rafrænt blót í lok mánaðarins og segir Sigurður Friðleifsson,formaður rafrænu þorrablótsnefndarinnar ýmsa kosti við að hafa skemmtunina rafræna.
24.01.2022 - 09:04
Morgunútvarpið
Tryggja þarf að ekki verði tvær þjóðir í landinu
Ráðherra menningarmála segir að áríðandi sé að tryggja innflytjendum íslenskukennslu og öll börn þurfa að geta rætt við snjalltæki á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir segir okkur í vörn og sókn samtímis fyrir tungumálið.
Rúmlega 1200 manns í farsóttarhús í janúar
„Þetta er búinn að vera strembinn mánuður", segir Gylfi Þór Þorsteinsson yfirmaður farsóttarhúsa Rauða Krossins."
24.01.2022 - 08:22
Skerðing hjá strætó vegna sóttkvíar og einangrunar
Áætlun leiðar þrjú hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu, sem gengur milli Hlemms og Mjóddar, verður skert í dag.
24.01.2022 - 07:34
Þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó það sem af er ári
Blaðakonan Lourdes Maldonado Lopez var myrt í landamæraborginni Tijuana í Mexíkó í gær, sunnudag. Embætti saksóknara í borginni greindi frá þessu. Lopez er annar blaðamaðurinn sem myrtur er í Tijuana á innan við viku, og þriðji mexíkóski blaðamaðurinn sem myrtur er á þessu ári. Hún var skotin til bana þar sem hún sat inni í bíl, segir í tilkynningu saksóknaraembættis Baja California-ríkis, sem liggur að Bandaríkjunum.
Hæglætisveður í dag en lægðafjöld á leiðinni
Dagurinn einkennist af hægri vestlægri átt með úrkomulitlu og köldu veðri. Í kvöld dregur þó til tíðinda þegar tekur að hvessa af suðaustri með rigningu- á sunnan og vestanverðu landinu. Þá hlýnar.
24.01.2022 - 06:48
Ástralskur barnaræningi játar sök
Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður var fyrir að hafa rænt fjögurra ára telpu úr tjaldi foreldra hennar á litlu tjaldstæði Ástralíu í haust, játaði sök þegar hann var leiddur fyrir dómara í morgun. Í frétt AFP segir að játning mannsins hafi komið nokkuð á óvart.
24.01.2022 - 06:35
Nokkur þúsund mótmæltu skyldubólusetningu í Washington
Nokkur þúsund manns alstaðar að frá Bandaríkjunum svöruðu kalli bólusetningarandstæðinga og tóku þátt í mótmælum í höfuðborginni Washington á sunnudag, gegn skyldubólusetningu hvers konar.
Ákveðið í dag hvort Assange fær að áfrýja
Julian Assange, stofnandi Wikileks, kemst að því í dag hvort hann fái að áfrýja til hæstaréttar þeirri ákvörðun yfirdómstóls í Bretlandi að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Assange hefur setið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum frá 2019 við illan kost, vegna kröfu Bandaríkjamanna um framsal hans, þrátt fyrir að hafa þegar setið af sér dóm sem hann fékk fyrir að hafa brotið skilyrði um reynslulausn á sínum tíma.
Kalla sendiráðsfólk heim og vara við ferðum til Úkraínu
Bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað brottflutning á fjölskyldum starfsfólks í sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Jafnframt hefur því starfsfólki sendiráðsins sem ekki sinnir kjarnastarfsemi þess verið boðið að halda heim. Þá hvetur bandaríska utanríkisráðuneytið alla bandaríska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til þess að yfirgefa landið, þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi þeirra í ljósi aðstæðna.
24.01.2022 - 03:42
Laumufarþegi í hjólahólfi þotu lifði svaðilförina af
Sá fágæti atburður varð á sunnudag að laumufarþegi, sem kom sér fyrir í hjólahólfi flutningaþotu á leið frá Suður Afríku til Hollands, komst lifandi frá þessari svaðilför sinni. Herlögregla á Schiphol-flugvelli í Amsterdam greindi frá því í gær að maðurinn, sem faldi sig í hjólahólfinu sem geymir nefhjól þotunnar, hefði verið fluttur á sjúkrahús og að líðan hans væri eftir atvikum góð.
24.01.2022 - 02:52
Óvissuástand og átök í Búrkína Fasó
Óvissuástand ríkir í Vesturafríkuríkinu Búrkína Fasó, þar sem óttast er að uppreisn innan hersins sé hafin og að jafnvel sé hætta á valdaráni í landinu í kjölfarið. Skothríð barst ítrekað frá herstöð í höfuðborginni Ouagadougou um nokkurra klukkustunda skeið fyrripart sunnudags og seint á sunnudagskvöld bárust fréttir af skothríð nærri heimili forsetans, Roch Marc Christian Kabore, í borginni.
24.01.2022 - 01:45
Aflétta þarf takmörkunum sem engar forsendur séu fyrir
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forsendur fyrir gildandi sóttvarnareglum brostnar og því verði að hefja afléttingu þeirra á næstu vikum. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna á mbl.is í kvöld, þar sem hann segir að taka verði því alvarlega og bregðast við skjótt, þegar forsendur fyrir skerðingu á frelsi fólks hafi breyst.
Armeníuforseti segir af sér vegna eigin áhrifaleysis
Forseti Armeníu tilkynnti á sunnudag að hann kæri sig ekki um að gegna embættinu lengur vegna áhrifa- og valdaleysis og hyggist því segja af sér embætti.
23.01.2022 - 23:49
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Armenía