Spegillinn
Hryðjuverk eða óstjórnlegt æði?
Skipulagði Espen Andersen Braaten hryðjuverk í nafni islam eða rann á hann morðæði á miðvikudagskvöldið? Fimm létu þá lífið á Kóngsbergi í Noregi. Af hverju missti lögreglan hann úr höndum sér áður en morðin voru framin? 
15.10.2021 - 18:15
Vill að leiguverð taki mið af ráðstöfunartekjum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að stjórnvöld setji reglur um að húsaleiga megi ekki fara upp fyrir skilgreint hámark af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við mikilvæg atriði í lífskjarasamningnum og að semja þurfi um hærri laun til að mæta auknum húsnæðiskostnaði.
15.10.2021 - 17:51
Fengu fyrst tilkynningu um árásarmanninn árið 2015
Norska lögreglan fékk fyrst tilkynningu um að maðurinn, sem myrti fólk í Kóngsbergi, á miðvikudag, gæti verið hættulegur. Síðar var mál hans metið sem svo að hann væri líklegur til að fremja minniháttar árás.
15.10.2021 - 16:35
Gæti þurft að rýma aftur á Seyðisfirði eftir helgi
Búist er við mikilli úrkomu á Austurlandi í byrjun næstu viku. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið allt að 120 millimetrar og að mati almannavarna gæti þurft að rýma hús nærri stóra skriðusárinu ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
15.10.2021 - 16:21
Spegillinn
Erfitt að eiga við eldfjalladólgana
Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.
Myndskeið
Sindraskel nýjasti landneminn á Íslandi
Nýjasti landneminn í lífríki Íslands er hnífsskel sem nefnist sindraskel. Skelin er flugbeitt og ílöng og talið er að hún hafi borist hingað til lands með kjölvatni skipa.
15.10.2021 - 15:55
Telur frestinn stuttan í ljósi pólitískrar óvissu
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Landspítala laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember. Tveir þingmenn hafa gagnrýnt að fresturinn sé ekki lengri. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að tvær vikur séu lögbundinn lágmarksfrestur, sami frestur hafi verið veittur þegar ráðið var í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri í sumar.
Matarkarfan víða hækkað í verði frá því í vor
Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur verð á mat hækkað í sex af átta verslunum frá því á vormánuðum. Mesta hækkun í einstaka verslun nam 3,4 prósentum og mjólkurvörur, kjöt og egg hafa hækkað töluvert í öllum verslunum.
15.10.2021 - 14:16
Tilnefnd til frumkvöðlaverðlauna
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og meðstofnandi Avo nýsköpunarfyrirtækisins hefur verið tilnefnd til frumkvöðlaverðlaunanna Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunin eru veitt konum í tæknigeiranum á Norðurlöndunum
Bandaríkin verða opnuð fyrir ferðamönnum 8. nóvember
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að fullbólusettum ferðamönnum verði hleypt inn í landið frá 8. nóvember. Miklar takmarkanir hafa verið á ferðalögum til landsins síðan í mars 2020 vegna Covid-faraldursins.
15.10.2021 - 13:44
Batahorfur hafa aukist - dánartíðni hefur lækkað
Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins hefur lækkað mjög og batahorfur aukist síðustu áratugi. Eftir því sem þjóðin eldist má þó gera ráð fyrir fleiri krabbameinstilfellum. Bleiki dagurinn er í dag.
Breskur þingmaður stunginn til bana
Breskur þingmaður, David Amess, lést af sárum sínum eftir að maður réðst að honum með hnífi í dag og stakk hann mörgum stungum. Hlúð var að honum á árásarstaðnum og hann síðan fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem hann lést.
15.10.2021 - 13:35
Loftslagsmálin stór í stjórnarmyndunarviðræðunum
Formenn flokkanna þriggja segja enn sé verið að tala um málaflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Áfram á að leggja áherslu á loftslagsmál en flokkarnir hafa ólíka sýn á það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að eitthvað verði að gera í því þunglamalega fyrirkomulagi sem rammaáætlunar er þegar teknar séu ákvarðanir um græna orku.
Morgunútvarpið
Vantar heildarstefnu um fjarnám frá stjórnvöldum
Undanfarna daga hefur skapast töluverð umræða um framboð á fjarnámi hjá íslenskum háskólum. Háskóli Íslands hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ekki í takt við tímann þegar kemur að fjarnámi. Morgunútvarpið kannaði hvernig málum væri háttað annars staðar.
15.10.2021 - 13:05
Vetnisverksmiðja í grænum orkugarði á Reyðarfirði
Stefnt er að því að reisa vetnisverksmiðju í grænum orkugarði við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Landsvirkjun, Fjarðabyggð og danski fjárfestingasjóðurinn CIP standa á verkefninu.
15.10.2021 - 12:55
Finnst koma til álita að ráðast í frekari tilslakanir
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir spítalann ekki í vandræðum með kórónuveirufaraldurinn eins og stendur. Að hans mati kemur til álita að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum.
15.10.2021 - 12:53
Segir ekkert í lögum sem banni endurtalningu
Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segist ekki sjá að eitthvað í lögum banni endurtalningu á atkvæðum í þingkosningum. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði að á endanum væri það Alþingis að taka ákvörðun. „Og það voru sterk lýðræðisrök fyrir því þegar það ákvæði var sett inn í stjórnarskrá á sínum tíma.“
15.10.2021 - 12:52
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttir: Greina 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni
Íslensk erfðagreining hyggst greina um 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Vonast er til að samstarf fyrirtækisins við hóp danskra vísindamanna leiði til þess að hægt verði að laga meðferð sjúkdóma betur að þörfum einstaklinga.
15.10.2021 - 12:11
62 smit greindust í gær
62 greindust með COVID-19 hér á landi í gær, þar af voru 24 utan sóttkvíar. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á einum degi síðan í lok ágúst. 41 smit greindist í fyrradag en stór hluti þeirra sem greinst hafa síðustu daga og vikur eru börn.
15.10.2021 - 12:10
Gistinóttum fjölgaði um 439 prósent
Áætlaðar gistinætur á hótelum í síðasta mánuði voru um 342 þúsund sem er 439 prósent aukning borið saman við september í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 63.100, eða 34 prósent fleiri en í september í fyrra, og gistinætur erlendra gesta 278.600 samanborið við 16.296. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands.
15.10.2021 - 11:21
Bjóða öllum Dönum örvunarskammt
Öllum Dönum stendur til boða frá og með næstu viku að fá svonefndan örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta í dag. Fólk sem er með veikburða ónæmiskerfi gengur fyrir ásamt þeim sem orðnir eru 65 ára og eldri og starfsfólki í heilbrigðisgeiranum og á elli- og hjúkrunarheimilum.
15.10.2021 - 11:17
Tugir látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 37 létust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Um það bil sjötíu særðust að sögn borgaryfirvalda.
15.10.2021 - 10:44
Mynd með færslu
Í BEINNI
Forseti lagadeildar HÍ og rektor HR á opnum fundi
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund í dag. Gestir verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.
15.10.2021 - 10:38