Rafmagnslaust á hluta Suðurlands

Rafmagnslaust á hluta Suðurlands

Rafmagn fór af stóru svæði á Suðurlandi upp úr klukkan tíu í kvöld. Fréttastofa hefur fengið símtöl frá fólki á Selfossi og Stokkseyri sem er rafmagnslaust og hefur heyrt af fólki…
Lesa meira
Rafmagnslaust á hluta Suðurlands
Um 2.500 skjálftar frá miðnætti

Um 2.500 skjálftar frá miðnætti

Ástandið á skjálftasvæðum á Reykjanesskaga er óbreytt frá því sem verið hefur…
Lesa meira
Um 2.500 skjálftar frá miðnætti
Slæmt við bestu aðstæður en afleitt núna

Slæmt við bestu aðstæður en afleitt núna

Starfsmenn HS Veitna unnu að því hörðum höndum í kvöld að koma síðustu hlutum…
Lesa meira
Slæmt við bestu aðstæður en afleitt núna
Ekki refsivert að fara með börn úr landi í óþökk feðra

Ekki refsivert að fara með börn úr landi í óþökk feðra

Kona sem flutti með tvö börn sín úr landi þrátt fyrir andstöðu feðra þeirra…
Lesa meira
Ekki refsivert að fara með börn úr landi í óþökk feðra
Þór til Grindavíkur vegna rafmagnsleysis

Þór til Grindavíkur vegna rafmagnsleysis

Rafmagn er komið á nokkur hverfi í Grindavík og unnið að því að koma því á í…
Lesa meira
Þór til Grindavíkur vegna rafmagnsleysis
Þór til Grindavíkur vegna rafmagnsleysis
Rafmagn er komið á nokkur hverfi í Grindavík og unnið að því að koma því á í bænum öllum. Varðskipið Þór er á leið til Grindavíkur til öryggis, hægt er að tengja það inn á rafmagnskerfi bæjarins og tryggja þannig rafmagn ef kerfið myndi detta út aftur.
05.03.2021 - 19:34
Sjónvarpsfrétt
Umbrotin vekja upp minningar frá Kröflueldum
Umbrotin sem nú standa yfir á Reykjanesskaga eru talin líkjast mjög upphafi Kröfluelda. Sá tími er Mývetningum enn í fersku minni nú tæpum fjörutíu árum eftir að þar gaus síðast.
Myndskeið
Nýtt varðskip verði fyrst til að bera nafn ásynju
Nýtt varðskip verður keypt í flota Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að verja milljarði eða meira til kaupa á notuðu skipi frá nágrannalandi. Dómsmálaráðherra stingur upp á að það skip verði fyrsta íslenska varðskipið til að verða nefnt eftir ásynju. 
05.03.2021 - 18:57
Táknmálstúlkaðar fréttir
Táknmálstúlkaðar sjónvarpsfréttir 5. mars 2021
Þau leiðu mistök urðu að táknmálstúlkaðar sjónvarpsfréttir fóru ekki í loftið á vefnum RÚV.is í beinni útsendingu eins og til stóð. Beðist er velvirðingar á þeim leiðu mistökum. Í spilaranum hér að ofan er upptaka af kvöldfréttum með táknmálstúlkun.
05.03.2021 - 18:37
Spegillinn
Finnur aukna bjartsýni og hreyfingu á vinnumarkaði
Það er að glæðast á vinnumarkaði, segir Sverrir Briem einn eigenda ráðninga- og ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs. Hann bendir atvinnuleitendum á að skrá sig hjá ráðningarfyrirtækjum, þar sem 80 prósent starfa sem ráðið er í eru aldrei auglýst.
05.03.2021 - 18:34
Viðtal
Eins og risastórt blað á tveggja kílómetra dýpi
Jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að líkön sem unnin voru úr gervihnattamyndum og með GPS-mælingum sýni að kvika í kvikuganginum undir Fagradalsfjalli sé á um tveggja kílómetra dýpi.
Ráðherra áfrýjar til Landsréttar og veitir ekki viðtal
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lilju Alfreðsdóttur um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög. Ráðherra mun áfrýja dómnum til Landsréttar og vill ekki tjá sig um niðurstöðuna við fjölmiðla á meðan á því ferli stendur, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.
Frans páfa vel fagnað í Írak
Frans páfi kom í dag í heimsókn til Íraks. För hans er söguleg fyrir ýmsar sakir, meðal annars þá að páfi hefur aldrei áður komið til landsins. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna hins ótrygga ástands í Írak.
05.03.2021 - 17:51
Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Styðja uppbyggingu Stuðlagils
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að styðja uppbyggingu á Stuðlagili á Efra-Jökuldal um 15 milljónir króna. Landeigendur á svæðinu hafa fengið sjálfseignarstofnunina Austurbrú til liðs við sig til að vinna að uppbyggingu Stuðlagils.
05.03.2021 - 16:50
Klofinn Landsréttur sneri við dómi í kynferðisbrotamáli
Landsréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um kynferðislega áreitni gagnvart stjúpdóttur sinni. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Tveir dómarar sýknuðu manninn af tveimur ákæruliðum og vísuðu þeim þriðja frá dómi. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að sakfella ætti manninn fyrir einn ákæruliðanna þriggja.
Sjónvarpsfrétt
Drög liggja fyrir að rýmingaráætlun Voga
Drög að rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið Voga liggja fyrir vegna hugsanlegrar eldvirkni á svæðinu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir að flóttaleiðir séu tryggar og góðar og að íbúar séu nokkuð yfirvegaðir.
05.03.2021 - 16:20
Engin viðbrögð frá Lilju við afdráttarlausum héraðsdómi
Ekkert hefur náðst í Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í dag eftir að héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu hennar og íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Lögmaður Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, sem ráðherra stefndi, segir niðurstöðu dómsins tala sínu máli. Ekki liggur fyrir hvort ríkið áfrýji málinu til Landsréttar þar sem engin viðbrögð hafa fengist frá ráðuneytinu eða ríkinu.
Borgin fundar með skólaráði Fossvogsskóla
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur boðað skólaráð Fossvogsskólatil fundar á mánudaginn með fulltrúum borgarinnar vegna myglu í skólanum.
05.03.2021 - 15:52
Neyðarástand framlengt í Japan
Stjórnvöld í Japan framlengdu neyðarástand vegna COVID-19 farsóttarinnar um hálfan mánuð í dag, til 21. mars. Það nær til höfuðborgarinnar Tókýó og næstu héraða.
05.03.2021 - 15:47
Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var 6,2 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það er 0,1 prósenti lægra en í janúar. Nýjum störfum í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði fjölgaði um 379 þúsund. Það er mun meira en sérfræðingar á vinnumarkaði höfðu spáð.
05.03.2021 - 15:28
Vill afnema einkaleyfi fyrir bóluefni við COVID-19
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hvatti í dag til þess að einkaleyfi fyrir bóluefnum við COVID-19 yrðu afnumin til þess að tryggja að hægt væri að framleiða og selja ódýrar eftirgerðir af þeim.
Hugsanlegum upptakasvæðum fjölgar um eitt í nýrri spá
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gerir ráð fyrir að eldgos gæti mögulega hafist á fimm stöðum á Reykjanesskaga, í nýrri hraunflæðispá sinni, við Sýrfell, á Fagradalsfjallssvæðinu og norðvestur af Þorbirni. Skjálftar hafa færst aðeins suðvestar og Grindavík er inni á hugsanlegu áhrifasvæði, en líkurnar á því að hraun flæði þangað eru reyndar hverfandi eða mjög litlar.
Enn rafmagnslaust í Grindavík og nágrenni
Rafmagn fór af öllum Grindavíkurbæ nú á öðrum tímanum. Einnig er rafmagnslaust í Bláa lóninu. Orkuver HS Orku í Svartsengi sló út.
05.03.2021 - 14:21
Viðtal
Engar tilslakanir í kortunum í bili
Sóttvarnayfirvöld huga ekki að frekari tilslökunum eins og stendur, enda hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagst ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst.
05.03.2021 - 13:48
Örskýring
Hvað er eldgos og hvað kemur hafragrautur málinu við?
Eldgos er heitasta umræðuefnið á Íslandi í dag. Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesskaga undanfarna daga og þegar þessi orð eru skrifuð eru tvær sviðsmyndir líklegastar: Annað hvort kemur eldgos eða ekki. 
05.03.2021 - 12:57
Hreinir rafbílar 23,2% nýskráðra það sem af er ári
Nýskráningar bifreiða á Íslandi fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 en á sama fyrir ári voru skráðir 1.403 nýir bílar. Í janúar voru skráðir 579 nýir bílar og 554 í febrúar. Samdráttur í nýskráningum milli ára er því um 19,2%. 
Framlengja gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist í morgun tveggja vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir erlendum karlmanni á fimmtugsaldri í tengslum við rannsókn á morðinu við Rauðagerði um miðjan síðasta mánuð. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti kröfuna í morgun og rennur varðhaldið út 19. mars.
05.03.2021 - 12:39
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri í kringum hádegi
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri mældust á aðeins tuttugu mínútum í kringum 12-leytið í dag. Sá fyrsti varð klukkan 11:50, 4,4 að stærð og fjórum mínútum seinna varð einn 3,7 að stærð. Svo urðu skjálftar 3,2, 3,6, 3 og 3,6 að stærð. Allir áttu þeir upptök skammt frá Fagradalsfjalli.
05.03.2021 - 12:31
Stefnir í metár í framkvæmdum
Það stefnir í metár í framkvæmdum, að sögn formans Sambands iðnfélaga. Margir nýta sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og ráðast í framkvæmdir á heimilum sínum. Tólf milljarðar voru endurgreiddir frá mars 2020 til áramóta.
05.03.2021 - 12:20