Tilkynnt um þrjú rafskútuslys í nótt
Tilkynnt var um þrjú rafskútuslys í nótt. Í miðborginni datt kona af rafmagnshlaupahjóli og öklabrotnaði. Í Laugardalnum féll maður af rafskútu. Hann var svo ölvaður að hann gat ekki gefið upp nafn eða kennitölu. Þá handleggsbrotnaði maður í Kópavogi við fall af rafskútu. Öll voru þau flutt til aðhlynningar á Bráðadeild.
25.06.2022 - 10:03
Handtekinn eftir bílveltu á Hringbraut
Bíll valt undir mislægum gatnamótum Hringbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík í nótt. Ökumaður og farþegi voru flutt á Bráðadeild til aðhlynningar.
Telja að Baldur uppfylli ekki öryggiskröfur
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggismálum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Sveitarfélagið bendir á að ferjan uppfylli ekki viðeigandi öryggiskröfur.
Sjónvarpsfrétt
Örtröð í fjórða bóluefnaskammtinn
Um þrjú þúsund eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið fjórða bóluefnaskammtinn gegn covid í vikunni. Ein þeirra sem þáði sprautu í dag sagði að hún væri óþægileg en borgaði sig.
25.06.2022 - 07:39
Árásin í Osló
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk og Oslo Pride aflýst
Oslóarlögreglan skilgreinir mannskæða skotárás sem gerð var í miðborg norsku höfuðborgarinnar í nótt sem hryðjuverk. Gleðigöngunni Oslo Pride sem fara átti fram í borginni í dag hefur verið aflýst. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu.
25.06.2022 - 07:32
Árásin í Osló
Árás á kærleikann og frelsið til að elska
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Noregs, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður norska Íhaldsflokksins, eru slegin vegna tíðinda af mannskæðri skotárás í miðborg Oslóar í nótt, þar sem tvennt lét lífið og hátt í tuttugu særðust, þar af þrjú alvarlega. Flest bendir til þess að árásarmaðurinn hafi vísvitandi ráðist að hinsegin fólki sem safnast hafði saman á næturklúbbi í aðdraganda gleðigöngunnar sem á að fara fram í Osló í dag.
25.06.2022 - 06:36
Skutu 16 ára Palestínupilt til bana á Vesturbakkanum
Palestínskur táningspiltur lést af sárum sínum, sem hann hlaut þegar ísraelskir hermenn skutu hann á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir palestínskum heimildarmönnum. Pilturinn, hinn sextán ára Mohammad Hamad, var skotinn nærri þorpinu Silvad á norðanverðum Vesturbakkanum, ekki langt frá Ramallahborg, á föstudagskvöld, og andaðist nokkrum klukkustundum síðar.
Átján fórust er þúsundir stormuðu spænska hólmlendu
Minnst átján manns úr hópi afrísks flótta- og förufólks lét lífið og á þriðja hundrað manns slasaðist þegar fjöldi fólks freistaði þess að komast inn í spænsku hólmlenduna Melilla á norðurströnd Marokkó í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir spænskum og marokkóskum yfirvöldum.
25.06.2022 - 04:35
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Mannskæð skotárás í miðborg Oslóar í nótt
Minnst tvær manneskjur létust og nær tuttugu særðust í skotárás á fjölfarinni göngugötu í miðborg Oslóar í nótt. Lögregla hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og segir ekkert benda til þess að fleiri hafi verið að verki. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK segir að skotum hafi verið hleypt af við skemmtistaðinn London Pub í miðborginni í nótt og jafnvel fleiri stöðum, en London Pub er vinsæll samkomustaður hinsegin fólks.
25.06.2022 - 01:09
Sóttu hrakið göngufólk í Gæsavötn við Vatnajökul
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld franskt göngufólk sem lent hafði í hrakningum nærri Gæsavötnum við norðvesturjaðar Vatnajökuls. Fólkið var hrakið og blautt en óslasað. Þyrlan sótti fólkið að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem barst tilkynning síðdegis frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem þar var vaktaður hefði farið í gang á hálendinu norðan Vatnajökuls.
Ólafur Þór áfram sveitarstjóri Tálknafjarðar
Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur verið ráðinn til að gegna embættinu áfram á kjörtímabilinu sem er nýhafið, árin 2022 til 2026.
Milljónir glatað frelsinu til að stjórna eigin líkama
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, birti fyrir stundu færslu á Twitter þar sem hann bregst við úrskrurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að fella úr gildi réttindi kvenna til þungunarrofs.
Sjónvarpsfrétt
Telur að Landsréttarmálinu sé formlega lokið
Dósent í réttarfari telur að Landsréttarmálinu svokallaða sé nú formlega lokið, eftir að íslenska ríkið viðurkenndi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að hafa brotið gegn fólki í fjórtán málum sem voru þar til meðferðar.
Sjónvarpsfrétt
Ráðuneyti setur áform um „nýjan Skerjafjörð“ á ís
Innviðaráðuneytið telur nýja byggð í Skerjafirði ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst þess að framkvæmdum á svæðinu verði frestað.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Fella úr gildi réttinn til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs. Í þrettán ríkjum tóku samstundis gildi lög sem banna þungunarrof. Joe Biden, Bandaríkjaforseti segir að Hæstiréttur hafi gert stórkostleg mistök.
24.06.2022 - 18:47
Skriða frá 11. öld varðveitir heillega húsveggi
Heillegir húsveggir frá 11. öld hafa nú fundist í fornleifauppgreftri á Seyðisfirði. Skriða sem fallið hefur um árið 1150 lagðist upp að veggjum húsa við landnámsbæinn Fjörð, svo veggirnir hafa varðveist vel. Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur segir spennandi vikur fram undan í uppgreftrinum, sem sé umfangsmikill.
Spegillinn
Útlit fyrir að Úkraínustríðið dragist á langinn
Hætt er við að innrásarstríð Rússa í Úkraínu dragist á langinn. Hvorki Rússar né Úkraínumenn hafi hvata til þess að hefja friðarviðræður. Þetta er mat Alberts Jónssonar fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggismálum á stöðu mála í Úkraínu. 
24.06.2022 - 17:49
Landsréttur staðfestir ógildingu vegna hleðslustöðva
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg. Í málinu var tekist á um lögmæti samnings borgarinnar og Orku náttúrunnar um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík.
Morgunútvarpið
Tímabært skref í smásölu áfengis
Sala áfengis beint frá brugghúsum verður heimil frá og með 1. júlí næstkomandi, en frumvarp dómsmálaráðherra þess efnis var samþykkt sem lög frá Alþingi á lokametrum þingsins að kvöldi 15. júní.
24.06.2022 - 16:19
Einn dómara vill líka endurskoða samkynja hjónabönd
Fleiri réttindi en rétturinn til þungunarrofs gætu verið í hættu eftir að meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna birti úrskurð sinn í máli þar sem kveðið er á um að fordæmisgefandi niðurstaða í máli Roe gegn Wade frá því fyrir hálfri öld skyldi felld úr gildi.
Niðurstaða Roe gegn Wade afleiðing valdatíðar Trumps
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Roe gegn Wade hafi strax áhrif. Með úrskurðinum verður þungunarrof þegar ólöglegt víða um landið.
24.06.2022 - 15:56
Sjónvarpsfrétt
Fjögurra milljarða laxasláturhús fer í gang á næsta ári
Nýtt laxasláturhús Arctic Fish í Bolungarvík kostar hátt í fjóra milljarða króna. Framkvæmdir ganga vel og útlit fyrir að slátrun hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2023.
24.06.2022 - 15:53
Þetta helst
Dauðsföllin í Reynisfjöru
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár. Gráðugt Atlantshafsbrimið hefur tekið þar fimm líf síðan 2013, síðast núna fyrr í þessum mánuði. „Snúðu aldrei baki í öldurnar,“ segja heimamenn. Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur aftur og aftur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu.
24.06.2022 - 15:18
„Við erum rétt í blábyrjun á gervigreindarbyltingunni“
Íslenskur gervigreindarsérfræðingur telur ólíklegt að gervigreind Google hafi öðlast meðvitund. Engu að síður telur hann mikilvægt að huga að því hvernig gervigreind sé beitt og hvaða hlutverk hún gegnir í samfélaginu.
24.06.2022 - 14:47