Fréttatímar

Fréttaþættir

Myndskeið
Segir skólann hafa svívirt minningu ömmu sinnar
Sigurður Guðmundsson fokreiddist í gær er hann skoðaði svæðið sem föðurfjölskylda hans gaf Háskólanum á Akureyri fyrir aldarfjórðungi. Hann segir að skólinn hafi svívirt minningu ömmu sinnar. 
09.07.2020 - 21:52
Lík gefin til rannsókna étin af rottum
Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú fullyrðingar um að líkamar sem fólk hefur ánafnað til vísindarannsókna séu skilin eftir og látinn rotna eða séu étnir af rottum.
09.07.2020 - 21:33
Magnúsi gert að greiða 1,2 milljarða króna
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon um að mál gegn þrotabúi Sameinaðs Sílíkons verði endurupptekið. Dómstóllinn hafi áður gert honum að greiða þrotabúinu 1,2 milljarða króna
09.07.2020 - 20:11
Myndskeið
Hálft ár frá því að varað var fyrst við kórónuveirunni
Yfir tólf milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit á heimsvísu, þegar hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vöruðu fyrst við lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði.
09.07.2020 - 19:38
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Myndskeið
Löndin þar sem Íslendingar þurfa ekki að fara í sóttkví
Íslendingar geta nú ferðast til flestra ríkja í Evrópu án þess að fara í sóttkví við komuna þangað. Til skoðunar er hvaða önnur ríki sem Evrópusambandið telur að séu örugg geti einnig verið opin fyrir Íslendinga.
09.07.2020 - 19:19
ESA samþykkir fjölmiðlastyrk íslenskra stjórnvalda
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt áform íslenskra stjórnvalda um fjárhagsstuðning fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kórónuveirufaraldursins. Menntamálaráðherra gaf út reglugerð þessa efnis síðasta föstudag.
Myndskeið
Þrýst á aukið frelsi en lítið þarf fyrir annan faraldur
Búast má við breyttum áherslum í sýnatöku á landamærum um næstu mánaðamót og hún beinist í auknum mæli að Íslendingum. Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til að veitingastaðir geti verið opnir lengur en nú er, en ætlar að bíða með tillögur um rýmkun á samkomutakmörkunum.
09.07.2020 - 19:10
Ætlar að vinda ofan af gjörningi Haraldar
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá embættinu um breytingar á launakjörum sem færðu þeim stóraukin lífeyrisréttindi, samkvæmt lögfræðiáliti sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði. Hún hefur tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að til standi að vinda ofan af samningunum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Vindur ofan af ákvörðun forvera síns
Ríkislögreglustjóri ætlar að vinda ofan af samkomulagi sem gert var við yfirlögregluþjóna og jók lífeyrisréttindi þeirra samtals um 300 milljónir. Forveri hennar mátti ekki gera slíkan samning, samkvæmt lögfræðiáliti.
09.07.2020 - 18:53
Viðtal
Segir Háskólann á Akureyri svívirða gjöf ömmu sinnar
Ættingi fokreiddist í gær þegar hann sá hvernig komið var fyrir svæði sem föðurfjölskylda hans gaf Háskólanum á Akureyri fyrir aldarfjórðungi. Skólinn hafi svívirt minningu ömmu hans og systkina hennar. Rektor skólans segir gagnrýnina ómaklega.
09.07.2020 - 18:45
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
„Það heyrðust drunur og jörðin hristist“
Litlu munaði að slys yrðu á fólki er tveggja metra grjóthnullungur féll ofan á stíg í Þakgili um þrjúleytið í dag. Þakgil, sem er skammt frá Vík í Mýrdal, er vinsæl viðkomustaður hjá ferðamönnum og hafði mikill fjöldi fólks verið á staðnum skömmu áður.
09.07.2020 - 18:22
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Sólarlandaferðir seljast grimmt
Eftirspurn eftir sólarlandaferðum hefur aukist mikið á síðustu dögum. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, segir að það sé uppselt í sumar fyrstu ferðirnar sem farnar verða um helgina. VITA fer í sólina að nýju fjórum mánuðum eftir að flugferðum var hætt í mars vegna kórónuveirufaraldursins. 
09.07.2020 - 18:10
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Þúsundir að missa vinnuna í Bretlandi
Á sjötta þúsund störf verða lögð niður hjá verslanakeðjunni John Lewis og lyfjabúðakeðjunni Boots í Bretlandi. Fyrirtækin þurfa að grípa til harðra aðgerða vegna samdráttar.
09.07.2020 - 17:27
Jarðskjálfti upp á 3,3 skammt frá Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,3 varð klukkan 16:12 í dag um 3,5 km norðaustur af Grindavík. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ. Ekki er útilokað að fleiri skjálftar fylgi í kjölfarið.
09.07.2020 - 17:19
Þáttaraðirnar The Crown verða sex talsins
Sjónvarpsþáttaraðirnar The Crown um bresku konungsfjölskylduna verða að minnsta kosti sex talsins, því nú hefur Netflix keypt sýningarréttinn á heilli þáttaröð til viðbótar við þær fimm sem þegar hafði verið tilkynnt um.
09.07.2020 - 17:04
Opna á umsóknir um stuðningslán
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafa opnað á umsóknir um stuðningslán. Lánin voru meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru í aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins í apríl. Þau eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
09.07.2020 - 16:40
Borgarstjórinn í Seoul fannst látinn
Park Won-soon, borgarstjóri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans tilkynnti lögreglu um hvarf hans. Að sögn þarlendra fjölmiðla hafði hann verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort rekja megi dauða hans til þess. Lögregla notaði dróna og leitarhunda við leit að borgarstjóranum. Hún beindist aðallega að þeim stað í Seoul sem merki frá farsíma hans voru síðast numin.
09.07.2020 - 16:31
Sultartangavirkjun ekki gangsett
Sultartangavirkjun hefur ekki verið gangsett að nýju eftir að ein vélin stöðvaðist á laugardag þegar landfylla féll ofan í frárennslisskurð og myndaði mikla flóðbylgju. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur verið ákveðið að bíða með gangsetningu og rífa þess í stað gamla brú yfir skurðinn sem upphaflega átti að bíða með til mánaðamóta.
09.07.2020 - 16:06
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Öryggisþjónar passa upp á hópamyndun í Kaupmannahöfn
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa nú ráðið hóp starfsmanna sem fá það hlutverk að fylgjast með hversu margir koma saman og minna fólk í leiðinni á hvernig hegðun er heppilegust til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
09.07.2020 - 15:55