30% hlutur í Ölgerðinni seldur í hlutafjárútboði
29,5% hlutur í Ölgerðinni verður seldur í almennu hlutafjárútboði. Útboðið er undanfari skráningar félagsins á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq á Íslandi og hefst klukkan 10 á mánudaginn í næstu viku. Því lýkur kl. 16 föstudaginn 27. maí. Fyrsti viðskiptadagur verður fimmtudagurinn 9. júní.
16.05.2022 - 20:38
Meirihlutaviðræður á Akureyri halda áfram í kvöld
L-listi Bæjarlistans, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga nú í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í meirihluta á Akureyri í tólf ár.
Styttist í formlegar viðræður á höfuðborgarsvæðinu
Framsókn í Hafnarfirði mun gera meiri kröfur en síðast verði meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk endurnýjað. Bæjarstjórastóllinn hafi verið nefndur en sé ekki forgangsmál. Framsóknarmenn í Mosfellsbæ ákveða í kvöld við hverja verður byrjað að ræða um nýjan meirihluta.
Sjónvarpsfrétt
Oddviti Framsóknar segir langt í formlegar viðræður
Oddvitar Framsóknar og Samfylkingar ræddu í dag hugsanlegt samstarf í borginni. Samfylking, Píratar og Viðreisn ætla saman að reyna að mynda meirihluta. Oddviti Framsóknar telur að viðræður getið tekið langan tíma.
Sjónvarpsfrétt
Fjöldamorðinginn í Buffalo ætlaði að myrða fleiri
Þrettán manns voru skotin til bana á þremur stöðum í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn sem myrti tíu í Buffalo ætlaði sér að ráðast á fleiri skotmörk.
Sjónvarpfrétt
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt. 
Ósáttur Kim segir embættismenn hafa brugðist
Einræðisherra Norður-Kóreu kennir embættismönnum og stjórnendum innan heilbrigðiskerfisins um misheppnuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í landinu. Rúm milljón hefur smitast.
16.05.2022 - 18:39
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Meirihlutamyndanir farnar af stað
Oddviti Framsóknar og Samfylkingarinnar ræddu í dag hugsanlegt samstarf í borginni. Samfylking, Píratar og Viðreisn ætla saman að reyna að mynda meirihluta. Oddviti Framsóknar telur að taki langan tíma að mynda meirihluta.
16.05.2022 - 18:38
Áhrif útstrikana í Flóahreppi ekki einsdæmi
Útstrikanir sem höfðu áhrif á skipan kjörinna fulltrúa í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Flóahreppi eru ekki einsdæmi í sögu sveitarstjórnarkosninga hér á landi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson bendir á þetta.
Erdogan ætlar ekki að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands ætlar ekki að samþykkja væntanlegar umsóknir Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Reuters greinir frá þessu.
Níu þúsund dauð atkvæði í kosningunum
Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag féllu alls um níu þúsund atkvæði dauð niður á landsvísu. Þetta gerir það að verkum að hluti kjósenda fær ekki „sinn“ fulltrúa kjörinn í sveitarstjórn, en hlutfallið er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Fleiri látist úr COVID-19 hér á landi en talið var
Embætti landlæknis hefur farið yfir dánarvottorð allra þeirra sem látist hafa á landinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins til 1. apríl á þessu ári. Samkvæmt yfirferðinni hafa samtals orðið 153 andlát á Íslandi vegna COVID-19, en það eru fleiri en áður hefur verið talið.
Borne verður forsætisráðherra Frakklands
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað Elisabeth Borne í embætti forsætisráðherra.
16.05.2022 - 17:00
Grunaður læknir kominn í leyfi frá störfum
Læknir sem sætir lögreglurannsókn, grunaður um að hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga, er farinn í leyfi frá störfum á Landspítalanum þar sem erfitt var að tryggja að samskipti eigi sér ekki stað milli hans og sjúklinga.
16.05.2022 - 16:34
Guðríður laus úr eldflauginni og á leið heim
Syttan af Guðríði Þorbjarnardóttur er laus úr eldflaug sem tvær listakonur komu henni fyrir í og miklar deilur staðið um síðan. 
Af hættustigi og niður á óvissustig á landmærum
Ríkislögreglustjóri hefur fært viðbúnaðarstig á landamærunum, vegna fjölda einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og álags, af hættustigi og niður á óvissustig.
16.05.2022 - 15:45
Sumarblíða á Akureyri
Veðrið leikur við flesta landsmenn í dag en hitinn á Akureyri fór nálægt tuttugu stigum um miðjan daginn. Fjöldi fólks sólaði sig í göngugötunni og fagnaði að sumarið væri loksins komið.
16.05.2022 - 15:40
Enginn kært talningu eftir sveitarstjórnarkosningar
Tvær kærur vegna skráningar á kjörskrá og ein kæra vegna meðferðar á persónuupplýsingum hafa borist úrskurðarnefndar kosningamála eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Engin kæra hefur borist vegna talningar.
16.05.2022 - 15:24
Tengja sig saman en útilokar ekkert í pólitík
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að Viðreisn, Samfylking og Píratar, skyldu hafa ákveðið að fylgjast að næstu daga í viðræðum um nýjan meirihluta. 60 prósent kjósenda í Reykjavík hafi annars vegar lýst yfir stuðningi við samgöngusáttmálann sem snúist um annað og meira en borgarlínu heldur líka skipulagsmál og loftslagsmál og svo uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
16.05.2022 - 14:23
Landinn
Tveggja landa viskí
„Þetta er ekki íslenskt viskí, þetta er skoskt viskí með íslensku vatni og sérstaðan liggur í íslenska vatninu," segir Magnús Arngrímsson framkvæmastjóri Pure Spirits sem meðal annars framleiðir Reyka vodkann en nýjasta afurð fyrirtækisins er Gróbrókar-viskí.
16.05.2022 - 14:00
Ísland upp í níunda sætið á Regnbogakortinu
Alþjóðasamtök hinsegin fólks í Evrópu staðsetja Ísland í níunda sæti á Regnbogakorti ársins 2022, mælikvarða á því hversu vel réttindi hinsegin fólks eru tryggð. Ísland fer upp um fimm sæti frá síðasta lista.
Ríkisstjórnin ætlar að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun þingsályktunarlillögu utanríkisráðherra þar sem ríkisstjórninni er heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðan viðbótarsamning við Atlantshafsbandalagið um aðild Finnlands og Svíþjóðar þegar hann liggur fyrir.
Formlegar viðræður hafnar í Fjallabyggð
Í Fjallabyggð hefjast síðar í dag formlegar viðræður A-lista Jafnaðarfólks og D-lista Sjálfstæðisflokks.
16.05.2022 - 13:21
Flestir vilja nöfnin Skagafjörður og Húnabyggð
Fimm sveitarfélög fá nýtt nafn eftir kosningarnar um helgina. Á laugardaginn var kosið um nöfn á tvö þeirra: Skagafjörður og Húnabyggð. 
16.05.2022 - 12:50
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.