Veður

Myndskeið
Hættan liðin hjá á Hofsósi
Ekki er lengur hætta á snjóflóði við hafnarsvæðið á Hofsósi. Snjóhengjunni var mokað í burtu í gærkvöld og gekk það vel. Ingvar Gýgjar Sigurðsson er tæknifræðingur á veitu og framkvæmdasviði sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hann segir að verkið hafi gengið vel og að hættan sé liðin hjá.
Óvissustigi aflétt vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Veðurstofan hefur aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Fólki er áfram bent á að fara með gát þar sem snjóalög séu veik og ferðalög í bröttum hlíðum séu varasöm. Þar með er búið að aflétta óvissustigi á öllum þeim svæðum sem varað var við undanfarna daga.
28.01.2021 - 08:43
Léttskýjað víðast hvar á landinu í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt, 3 til 10 metrar á sekúndu á landinu í dag. Skýjað verður að mestu austanlands og sumstaðar dálítil él. Frost verður á bilinu 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðan og austanlands.
28.01.2021 - 06:27
Myndir og myndskeið
Tjón eftir snjóflóð og vélar í mokstri en borgin auð
Það er mikill snjór á stórum hluta landsins. Raunar virðist suðvesturhornið og suðurlandslengjan vera einu landshlutarnir sem eru nánast auðir. Töluvert tjón varð ofan Eskifjarðar í vikunni og verið er að notast við vinnuvélar til að forða öðru eins á Hofsósi. Gervitunglamynd Veðurstofunnar hér að ofan, tekin þriðjudaginn 26. janúar, sýnir glögglega að snjóleysi er vandfundið á landinu þessa dagana.
27.01.2021 - 22:04
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflétt á Norðurlandi
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Austfjörðum og Norðurlandi. Fólk á engu að síður að fara varlega ef það fer um brattlendi. Enn er óvissustig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.
27.01.2021 - 17:59
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflétt á Austfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum hefur verið aflétt. Enn er óvissustig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi. Hátt í 140 snjóflóð hafa fallið á síðustu tíu dögum samkvæmt skráningu Veðurstofu, þau eru þó eflaust fleiri.
27.01.2021 - 16:22
Enn óvissustig – Flateyrarvegur verður opnaður í dag
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi í þremur landshlutum. Færð á Vestfjörðum hefur skánað og margar leiðir verið opnaðar. Mokað verður um Flateyrarveg í dag. Fimm ný snjóflóð sáust þar í dag sem höfðu fallið á veginn.
Vilja að samgöngur til Fjallabyggðar verði bættar
Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að stjórnvöld bregðist við samgönguvanda sveitarfélagsins, sem hafi að undanförnu þurft að búa við að Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, hafi ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu.
27.01.2021 - 11:10
Bændur fá styrki vegna kal- og girðingatjóns
Bjargráðasjóður hefur greittt út 442 milljónir króna í styrki úr Bjargráðasjóði vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019 til 2020. Alls bárust 285 umsóknir og fengu 255 styrk.
27.01.2021 - 08:50
Austlæg átt og víða strekkingur
 Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir austlægri átt og víða strekkingi í dag; allhvöss eða hvöss syðst og á Vestfjörðum, en mun hægari austanlands. Bjart með köflum, en stöku él úti við sjávarsíðuna. Heldur hægari á morgun léttir víða til.
27.01.2021 - 06:48
Kolófært og lokað um helstu leiðir á Vestfjörðum
Helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir eða ófærir vegna veðurs. Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur um Hvilftarströnd er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Veðurspá er óskapleg og ekki líklegt að hægt verði að opna í bráð.
26.01.2021 - 15:22
Flateyrarvegur áfram lokaður en Flateyringar rólegir
Flateyrarvegur um Hvilftarströnd hefur verið lokaður síðan á laugardagsmorgun. Hann var opnaður um stundarkorn í gær en lokað aftur þegar snjóflóð féll á hann. Eigandi Gunnukaffis segir að stefni í brauðbakstur í dag.
25.01.2021 - 12:18
Myndskeið
Nota jarðýtu til að komast til og frá bænum
Talsvert hefur snjóað um landið norðan og vestanvert seinustu daga. Í utanverðri Kinn í Þingeyjarsveit þurfa bændur að nota ýtu til að ryðja vatni og krapa af veginum svo að mjólkurbíllinn komist heim á bæi. Íbúar gagnrýna Vegagerðina fyrir aðgerðaleysi og óttast hvað gerist ef slys eða veikindi verða með ónýtan veg.
24.01.2021 - 21:48
Myndskeið
„Alltaf gott að komast heim“
Rýmingu húsa á Flateyri og Siglufirði var aflétt í dag. Enn er þó hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu fyrir norðan í gær vegna veðurs.
24.01.2021 - 19:45
Rýmingu aflétt á Siglufirði — Vegfarendur sýni aðgát
Rýmingu vegna snjóflóðahættu á Siglufirði hefur verið aflétt en vegfarendur eru beðnir um að hafa varann á á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Óvissustig er enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi.
24.01.2021 - 17:28
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, niður með leiðigarðinum ofan byggðarinnar og stöðvaðist skammt utan við veginn að Sólbakka. Veðurstofan tilkynnti um flóðið nú í morgun og kannar ummerki þess.
24.01.2021 - 11:25
Snjóflóð féll á veginn um Eyrarhlíð í nótt
Snjóflóð féll á veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var vegurinn opinn með óvissustigi um snjóflóðahættu en honum lokað eftir að snjóflóðið féll.
24.01.2021 - 09:52
Veðurviðvaranir víða um land og vegir lokaðir
Enn eru í gildi gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Veðurstofan varar við slæmum akstursskilyrðum en viðvaranirnar falla úr gildi eftir því sem líður á morguninn, fyrst á vestanverðu landinu um 9 leytið og svo á því austanverðu um 11 leytið.
24.01.2021 - 08:08
Snjóflóð varð í Skagafirði í gærmorgun eða fyrrinótt
Snjóflóð féll í gær skammt frá bænum Smiðsgerði í Skagafirði, undir Kolbeinsstaðahnjúkum. Engan sakaði í flóðinu og það eina sem skemmdist var bárujárnsskúr, sem það hreif með sér. mbl.is greinir frá og hefur eftir Óliver Hilmarssyni, snjóflóðasérfræðingi á Veðurstofunni, að flóðið hafi að líkindum fallið í fyrrinótt eða snemma í gærmorgun. Það stöðvaðist um 250 metra frá bænum.
24.01.2021 - 07:44
Sjúkraflutningur í kafaldsbyl og ófærð
Björgunarsveitarmenn á Þórshöfn og víðar á Norðausturhorninu unnu þrekvirki í gær þegar koma þurfti sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyrar með hraði í ófærð og þreifandi byl.
24.01.2021 - 05:53
Varðskipið Þór fer vestur á Flateyri í nótt
Áhöfn á varðskipinu Þór hefur verið kölluð út. Varðskipið leggur úr höfn í Reykjavík síðar í kvöld vestur á Flateyri til að vera til taks vegna snjóflóðahættu. Varðskipið Týr liggur við bryggju á Akureyri vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga.
23.01.2021 - 19:12
„Engin hætta á ferðum ef fólk fylgir fyrirmælum“
„Það er engin hætta á ferðum ef fólk fer að fyrirmælum,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við fréttastofu. Reitur með atvinnuhúsum hefur verið rýmdur á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. „Fólk sem vinnur á svæðinu flýtti för sinni heim í gær og mætir ekki á þetta svæði í dag,“ segir hann.
23.01.2021 - 10:31
Rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu
Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Þar eru atvinnuhúsnæði og áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus. Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan atvinnuhúsanna sem nú á að rýma. Ekkert flóðanna hefur verið mjög stórt.
23.01.2021 - 10:03
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 um Öxnadalsheiði
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í kvöld, milli Bakkaselsbrekkunnar og Grjótár, og var heiðinni lokað í kjölfarið vegna hættu á frekari snjóflóðum. Engan sakaði. Töluvert var um að björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi þyrftu að aðstoða bíltstjóra í vanda.
23.01.2021 - 01:31
Gul viðvörun, vetrarfærð og lokaðir fjallvegir
Gul viðvörun vegna norðanhríðar er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og Austfjörðum. Allhvöss eða hvöss norðanátt er á þessum svæðum, snjókoma eða él, sem spillir skyggni og færð, einkum á fjallvegum. Viðvörunin gildir til sex í fyrramálið á norðvestanverðu landinu en til hádegis um landið norðaustan- og austanvert. Þá er rýming vegna snjóflóðahættu enn í gildi á Siglufirði og óvissustig á Vestfjörðum og Norðurlandi.
22.01.2021 - 23:56