Veður

Myndskeið
Skútan vélavana og dráttarbáturinn með í skrúfunni
Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ var kölluð út um miðjan dag til að aðstoða tvo báta sem lentu í vandræðum við Njarðvíkurhöfn. Verið var að sjósetja skútu og fékk dráttarbátur sem var að aðstoða við sjósetninguna taug í skrúfuna.
24.10.2020 - 17:24
Myndskeið
Hávaðarok á Siglufirði – þakplötur og lausamunir fjúka
Norðaustan hvassviðri gengur nú yfir landið. Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út á nokkra staði til að festa og tryggja fjúkandi þakplötur og lausamuni.
24.10.2020 - 15:14
Gular viðvaranir sunnan- og suðaustantil
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun. Óveðrið tekur sig upp síðla nætur á Suðausturlandi og snemma morguns á Suðurlandi.
23.10.2020 - 16:24
Myndband
„Nú mega jólin koma og óveðrið fyrir mér" 
Settar hafa verið upp rúmlega sextíu varaaflsstöðvar á landinu í sumar. Með því á að tryggja nægjanlegt varaafl í rafmagnsleysi fyrir mikilvægar fjarskiptastöðvar. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir nú tryggt að fólk geti hringt í einn-einn-tvo þó rafmagn fari af.
23.10.2020 - 11:12
Engin lognmolla á landinu í dag
Í nótt mældist stormur á nokkrum veðurathugunarstöðvum á sunnanverðu landinu. Mesti vindurinn er afstaðinn og búið er að aflétta gulum viðvörunum á svæðinu. 
23.10.2020 - 07:48
Gul viðvörun vegna austan storms
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna austan storms á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og á Suðausturlandi, einkum í Öræfum og Mýrdal, í kvöld og í nótt. Spáð er austan 18-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Ökumönnum á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind er bent á að fara varlega.
22.10.2020 - 09:43
Óvenju mörg illviðri á Atlantshafi
Óvenju mörg illviðri hafa geisað á Atlantshafi í ár og stefnir í að fleiri stormar fái eigið nafn en nokkru sinni fyrr. Tuttugasti og sjötti stormurinn í ár var í gær nefndur Epsilon. Hann gæti gengið á land á Bermúda-eyjum síðar í vikunni.
Frost víða um land í morgunsárið
Í morgunsárið er frost víða um land og því geta leynst hálkublettir á götum og gangstéttum. Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum í dag. Gengur í suðvestankalda með skúrum eða éljum norðvestantil og við norðausturströndina eftir hádegi með 3-10 m/s. Hiti verður á bilinu 1-5 stig.
20.10.2020 - 06:41
Líkur á hálku í kvöld
Veðurstofan spáir minnkandi norðaustanátt með morgninum og eftir hádegi verður vindur víða á bilinu 5-10 m/s. Á Vesturlandi verður bjart að mestu en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir sunnanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 7 stig en í kvöld lægir og kólnar og gera má ráð fyrir frosti allvíða. Enn verður blautt og því eru líkur á hálku.
19.10.2020 - 06:38
Vegagerðin varar við lúmskri hálku í nótt
Vegagerðin vekur athygli á að það kólnar norðantil á landinu. Á fjallvegum kemur til með að frysta með krapa, éljum og hálku. Á láglendi ætti að haldast frostlaust en á stöku stað verður lúmsk hálka í nótt og fyrramálið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi.
18.10.2020 - 11:11
Hlýjast syðst á landinu í dag
Veðurstofan spáir hægri austlægri og breytilegri átt og víða léttskýjuðu í dag en skýjuðu við suðurströndina í fyrstu. Síðdegis þykknar svo upp fyrir norðan þar sem verður norðan 3-8 m/s og lítilsháttar rigning i kvöld. Hiti verður á bilinu 3-9 stig og hlýjast syðst.
16.10.2020 - 06:40
Víða léttskýjað í dag
Veðurstofan spáir suðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og léttskýjuðu í dag. Hvassara og sums staðar væta við suðurströndina og vestast. Hiti verður á bilinu 4-10 stig.
15.10.2020 - 06:27
Bjartviðri norðan- og austanlands í dag
Veðurstofan spáir suðaustan 10-15 m/s og rigningu um vestanvert landið í dag, en sunnan 5-10 m/s og björtu norðan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 4-10 stig. 
14.10.2020 - 06:32
Gul viðvörun við Breiðafjörð á morgun
Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á norðanverðu Snæfellsnesi á morgun, og vegna þess hefur verið gefin út gul viðvörun við Breiðafjörð.
12.10.2020 - 21:26
Rólegt veður á morgun en lægð gengur yfir á sunnudag
Í dag er útlit fyrir norðan- og norðvestanátt, 5-13 m/s en 13-18 í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Rigning norðan- og austanlands en léttir smám saman til á sunnan og vestanverðu landinu. 
09.10.2020 - 06:46
Myndskeið
Enn vatnsrennsli úr aurskriðunni og grannt fylgst með
Enn er töluvert vatnsrennsli úr aurskriðunni sem féll úr Hleiðargarðsfjalli í Eyjafirði á þriðjudag. Vatn og aur hefur hefur flætt yfir Eyjafjarðarbraut sem er lokuð við bæinn Nes.
08.10.2020 - 13:12
Hæglætis veður og hlýnar um helgina
Í dag verður norðlæg átt víðast hvar á landinu. Búast má við bjartviðri suðaustanlands en skýjað um landið vestanvert og allvíða rigning norðan og austanlands. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. 
08.10.2020 - 07:10
Vætusamt en milt veður miðað við árstíma
Það verður fremur vætusamt í dag og á morgun fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt syðra. Fremur milt veður miðað við árstíma, segir í hugleiðingum veðurfræðings. 
07.10.2020 - 07:08
Sjö látin og tuga enn saknað eftir óveður í Evrópu
Minnst sjö létu lífið í flóðum og skriðum þegar stormurinn Alex gekk yfir suðaustanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu um helgina. Tugir húsa í fjallaþorpum beggja vegna landamæranna, ekki fjarri frönsku borginni Nice, eyðilögðust í flóðum og skriðum sem hlutust af storminum, vegir og brýr sópuðust í burtu og mikið tjón varð líka í strandbyggðum á frönsku Rívíerunni.
06.10.2020 - 04:20
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Ítalía · Frakkland · Óveður
Myndskeið
RARIK uppfærir kerfið og kemur 250 km af línum í jörð
RARIK reiknar með að koma um 250 kílómetrum af raflínum í jörð áður en vetur gengur í garð. Þar af eru rúmlega hundrað kílómetrar á Norðurlandi. Stór hluti verkefna er til kominn vegna óveðursins sem reið yfir landið í desember í fyrra.
04.10.2020 - 20:25
Grunn lægð yfir landinu
Yfir landinu er grunn lægð sem hreyfist í norðvestur. Vindur snýst í fremur hæga suðvestanátt og það rofar til á Norðurlandi. Sunnan- og vestanlands verða smáskúrir en rigning austast, segir í veðurpistli dagsins frá Veðurstofu Íslands. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig.
04.10.2020 - 07:38
Mannskæð flóð í kjölfar storms í Frakklandi og Ítalíu
Minnst tveir menn týndu lífi og tuga er saknað eftir að heljarstormur gekk yfir sunnanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu. Stormurinn, sem fékk nafnið Alex, olli feiknartjóni í mörgum smábæjum í næsta nágrenni frönsku borgarinnar Nice. Mikið úrhelli fylgdi storminum og sagði borgarstjórinn í Nice að flóðin sem það orsakaði í þorpunum í kring hafi verið þau mestu í manna minnum.
03.10.2020 - 22:59
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Ítalía · Flóð · Óveður
Norðlæg átt í dag og rigning
Í dag verður norðlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Rigning verður á austanverðu landinu og rigning eða slydda norðvestantil fram eftir morgni. Þurrt verður suðvestanlands í dag, en dálítil rigning í kvöld. Þetta kemur fram í veðurpistli dagsins frá Veðurstofu Íslands.
03.10.2020 - 07:43
Líkur á snjókomu á fjallvegum fyrir norðan
Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það bæti í úrkomu og fari að rigna á öllum austurhelmingi landsins seint í dag og á Norðurlandi í kvöld og nótt en þar eru líkur á að úrkoman falli sem snjókoma á fjallvegum. Það styttir síðan upp í fyrramálið.
02.10.2020 - 06:47
Milt haustveður næstu daga
Veðurstofan spáir hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og að víða verði léttskýjað. Suðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu og skúrir verða þó suðvestantil á landinu fram eftir degi. Hiti verður á bilinu þrjú til átta stig yfir daginn.
01.10.2020 - 06:18