Veður

Rigning eða skúrir um land allt
Það verður austan 5 til 13 metra á sekúndu í dag og hvassast við suðurströnd landsins og allra nyrst. Rigning eða súld austanlands og síðar einnig fyrir norðan, en skúrir annars staðar, einkum síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvesturlands en svalast á norðanverðum Vestfjörðum.
18.05.2022 - 07:40
Sumarið gægist fram - hiti gæti náð 18 gráðum
Það verður austan- og suðaustanátt í dag, strekkingur eða allhvasst syðst, annars talsvert hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað og dálítil súld eða þokuloft um landið suðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig en 5 til 10 við austurströndina.
16.05.2022 - 07:28
Jarðskjálftahrina líklega vegna kvikusöfnunar
Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga, norðvestan við Grindavík í dag. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst. Sá stærsti, 4,7, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Vegfarendur eru varaðir við grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum þegar jörð skelfur.
15.05.2022 - 21:26
Kosningavaktin
Meirihlutaviðræður að hefjast víða um land
Kosið er til sveitarstjórna á öllu landinu í dag. Hér fylgjumst við með öllu því helsta en víða er búist við spennandi kosninganótt. Fréttamenn RÚV verða á vaktinni og greina frá öllum helstu fréttum sem tengjast kosningunum.
14.05.2022 - 07:59
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Ekki talið að kuldakastið hafi mikil áhrif á sauðburð
Almennt er ekki talið að kuldakastið, sem nú gengur yfir stóran hluta landsins, hafi mikil áhrif á sauðburð. Spáð er hlýindum um helgina og þá geta bændur létt af álagi í fjárhúsum og hleypt út ám og lömbum. Jörð kemur vel undan vetri og því er ágæt beit fyrir lambféð.
13.05.2022 - 14:04
Áfram vetrarlegt á norðanverðu landinu
Það verður norðlæg átt í dag, víða gola eða kaldi, en 10-15 metrar á sekúndu fram eftir degi. Það verður áfram vetrarlegt á norðanverðu landinu, þó talsvert hafi dregið úr ofankomunni síðan í gær.
13.05.2022 - 07:10
Kalt og vetraraðstæður á fjallvegum um allt land
Kalt loft streymir yfir landið og nú í morgunsárið er víða ansi vetrarlegt um að litast, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofunni.
12.05.2022 - 06:57
Heldur áfram að snjóa í nótt og á morgun
Það verður snjókoma á norðanverðu landinu í nótt og lengst af á morgun. Óvenju kalt er á landinu miðað við árstíma.
11.05.2022 - 23:08
Hvít jörð á Vestfjörðum og víða vetrarfærð á fjallvegum
Íbúar víða á Vestfjörðum vakna upp við hvíta jörð í morgunsárið. Lögreglan á Vestfjörðum hvetur fólk til þess að fara varlega og aka í samræmi við aðstæður.
11.05.2022 - 07:24
Hlýtt og bjart sunnan heiða í dag
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands má búast við því að sólin haldi hitanum uppi yfir daginn í dag sunnan heiða. Þar verður víða bjart veður og hiti sex til tólf stig. Þó eru líkur á einhverjum síðdegisskúrum.
10.05.2022 - 06:54
Landinn
Gætu orðið meiri öfgar í veðrinu í framtíðinni
„Við erum í þeim heimi þar sem loftslagsbreytingar eru þegar búnar að breyta veðurfari mjög mikið. Í raun og veru ber allt veður sem verður einhvern keim af því,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.
09.05.2022 - 14:51
Sumar og vetur berjast um völdin næstu daga
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands má búast við fremur hægum vindi og sums staðar skúrum í dag. Þá segir að kólni með rigningu eða slyddu um landið norðvestanvert í stífri norðaustanátt.
09.05.2022 - 06:48
Bjartviðri í flestum landshlutum í dag
Núna í morgunsárið er norðvestan hvassviðrið eða stormur með éljum á norðaustur- og austurlandi en hæg breytileg átt og bjartviðri í öðrum landshlutum.
06.05.2022 - 07:10
Umferðaróhöpp og víða vetrarfærð á vegum
Þriggja bíla árekstur á varð á Miklubraut í Reykjavík nærri Skeifunni á öðrum tímanum í dag og var einn fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Verið er að hreinsa vettvang en búist er við einhverjum umferðartöfum vegna þessa.
05.05.2022 - 15:33
Viðvaranir vegna snjókomu og hvassviðris
Þrátt fyrir að maí sé genginn í garð og sumarið komið að margra mati, þá er fylgir veðrið ekki alltaf almanakinu.
05.05.2022 - 11:41
Lægð nálgast landið úr suðvestri
Í spá Veðurstofunnar segir að lægð nálgist nú landið úr suðvestri og skilin komi að Suðvesturlandi fyrir hádegi og fara norðaustur yfir landið í dag. Framan af degi verði því suðaustan 8-13 metrar á sekúndu og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi en hægari vindur og stöku él eða skúr í öðrum landshlutum.
05.05.2022 - 06:58
Hiti fór upp í tæpar 18 gráður í apríl
Aprílmánuður var hlýr um allt land. Apríl hefur ekki verið jafn lygn síðan 1989 samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar. 
04.05.2022 - 17:02
Minnkandi norðlæg átt verður á landinu í dag
Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við minnkandi norðlægri átt í dag. Dálítlum éljum á norðanverðu landinu og skúrum suðaustanlands, annars yfirleitt þurrt.
04.05.2022 - 06:50
Snjóhvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið
Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið. Snjórinn ætti þó að hafa stutta viðkomu en hitinn er nú kominn yfir frostmark og spáð hita og rigningu þegar líða tekur á daginn.
03.05.2022 - 08:25
Landinn
Fella gömul tré og ný
Þessa dagana er verið að fella tré á vegum Landsnets í Heiðmörk og við Jökulsárlón. Munurinn á þessum trjáfellingum er að í Heiðmörk eru trén lifandi en við Jökulsárlón hafa trén verið felld áður en voru reist á sandinum sem raflínustaurar fyrir nokkrum árum.
03.05.2022 - 07:50
Lægð gengur yfir landið í dag
Lægð gengur austur yfir landið í dag. Henni fylgir austan og norðaustan kaldi eða strekkingur, en heldur hvassara í vindstrengjum norðvestantil á landinu.
03.05.2022 - 06:55
Heill mánuður í logandi víti
Ekkert lát er á hitabylgjunni í Indlandi og í Pakistan. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að fólkið þar eigi í vændum heilan mánuð í logandi víti.
02.05.2022 - 10:03
Kaldir maídagar fram undan
Frost var um nær allt land í nótt nema við suðurströndina, en það mun hlýna með því sem líður á daginn. Austlæg átt í dag, víða 8 til 15 metrar á sekúndu, hvassast syðst en hægari vindur norðaustantil.
02.05.2022 - 07:02
Snýst í svala norðanátt í dag
Í dag snýst í norðlæga átt og verður víðast kaldi. Norðanáttinni fylgja stöku él og talsvert kólnandi veður norðantil á landinu. Þar spáir veðurfræðingur frosti í kvöld, 0 til 5 stigum. Víða næturfrost í öðrum landshlutum.
01.05.2022 - 07:49