Veður

Áfram skelfur í Mýrdalsjökli
Þrír jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í Mýrdalsjökli í dag. Sá stærsti mældist rétt fyrir klukkan tólf, og var þrír komma fjórir að stærð.
27.11.2022 - 13:35
Stíf norðanátt fylgir lægð sem fer yfir austurströndina
Lægð fer norður með austurströndinni í dag og henni fylgir nokkuð stíf norðanátt með rigningu, einkum austanlands. Þar er búist við talsverðri úrkomu.
27.11.2022 - 08:04
Hálka farin að myndast á höfuðborgarsvæðinu
Hálkublettir eru nú á flestum leiðum á höfuðborgarsvæðinu og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Það eru hálkublettir víðast hvar á Suðvesturlandi, meðal annars á Kjalarnesi og Reykjanesbraut.
26.11.2022 - 17:56
Óvissustig enn í gildi og áfram rignir um helgina
Óvissustig er enn í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu og búist er við talsverðri úrkomu þar síðdegis í dag.
26.11.2022 - 11:39
Talsverð úrkoma á Austurlandi í kvöld
Það verður stíf austanátt í dag og rigning eða súld. Hiti verður frá tveimur upp í átta stig. Eftir hádegi lægir og styttir upp suðvestanlands. Í kvöld má búast við talsverðri úrkomu á Austurlandi.
26.11.2022 - 08:03
Hitinn á landinu enn allt að átta stigum
Spáð er norðaustan og austan 5-15 m/s í dag og að hvassast verði norðvestantil. Væta verður með köflum, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig.
25.11.2022 - 07:41
Mesta úrkoman fram undan
Úrkoma mun aukast töluvert á Austfjörðum á næstu klukkutímum og ekki mun draga úr henni að ráði fyrr en í kvöld. Óvissustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi.
24.11.2022 - 07:58
Áfram hvöss norðanátt í dag
Búast má við norðaustan og austan 10-18 m/s í dag og vætu með köflum, en talsverðri rigningu sums staðar á Suðausturlandi og Austfjörðum. Yfirleitt verður úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig.
24.11.2022 - 06:58
Óvissustigi lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna á Austfjörðum vegna skriðuhættu í samráði við lögreglustjórann á Austfjörðum og Veðurstofu Íslands.
23.11.2022 - 17:37
Tvöfalt meiri hlýnun í Svíþjóð en á heimsvísu
Meðalhiti í Svíþjóð hefur hækkað um nær tvær gráður á Celsius frá því sem hann var á seinni hluta nítjándu aldar, og þótt úrkoma hafi aukist síðustu áratugi gætir snjóa að meðaltali rúmlega tveimur vikum skemur á ári. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn sænsku veðurstofunnar, sem kynnt var í gær.
Gul viðvörun sunnantil en lítil hreyfing á Seyðisfirði
Gul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi, vegna sterkra vindstrengja á sunnanverðu landinu. Viðvörunin verður í gildi fram undir kvöldmat á morgun. Búast má við stormi í vindstrengjum við fjöll. Þetta verður varasamt fyrir ferðalanga og bílar sem taka mikinn vind ættu að forðast það að vera á ferðinni. Þó geta þessir sterku vindstrengir einnig verið varasamir öðrum farartækjum og rétt að fara að öllu með gát. 
Hvassviðri á sunnanverðu landinu í dag
Í dag verður víða austan stinningsgola og allt að því stinningskaldi, fimm til þrettán metrar á sekúndu, en um sunnanvert landið verður heldur hvassara; allhvass vindur eða hvassviðri, þrettán til átján metrar á sekúndu.
22.11.2022 - 07:19
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vindur · Hvassviðri
Snjóþungt í sunnanverðum Noregi og Svíþjóð
Íbúar í sunnanverðri Svíþjóð vöknuðu margir hverjir upp við mikil læti í nótt, þegar þrumuveður fylgdi mikilli snjókomu. Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir veðurfræðingnum Marcus Sjöstedt að slíkur veðurhamur sé mjög sjaldséður, en það geti gerst þegar mikil orka er í loftinu. Hann segir landsmenn mega búast við svipuðu veðri í nótt.
21.11.2022 - 19:36
Erlent · Evrópa · Veður · Svíþjóð · Noregur
Allhvass vindur við suðvesturströndina í kvöld
Í kvöld og nótt má gera ráð fyrir hvössum eða allhvössum austlægum áttum við suðvesturströndina, á bilinu 10 til 18 metrum á sekúndu. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig. Víða um land verður veður þó milt með skúrum, en að mestu úrkomulaust fyrir norðan.
21.11.2022 - 07:09
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vindur
Tvær spýjur í hlíðinni í Seyðisfirði
Töluverð úrkoma er enn á Austfjörðum en hún mældist hátt í 60 millimetrar á Seyðisfirði síðasta sólarhring. Tvær spýjur hafa runnið af stað í fjallinu Bjólfi, á móti byggðinni í Seyðisfirði, en einnig hafa verið hreyfingar í sárinu ofan við Botnahlíð 17.
20.11.2022 - 14:54
Suðaustan stinningsgola og allt að því stinningskaldi
Í dag verður suðaustan stinningsgola og allt að því stinningskaldi, fimm til þrettán metrar á sekúndu, og bjart með köflum á norðan- og vestanverðu landinu. Á Suðausturlandi má áfram búast við rigningu eða skúrum.
18.11.2022 - 07:07
Innlent · Veður · Innlent · veður · Úrkoma · Vindur
Viðtal
„Ég næ ekki að hemla og keyri inn í hana“
Bíll barst með aurskriðu niður fyrir Grenivíkurveg snemma í morgun og annar til ók inn í aurinn. Hlíðin fyrir ofan er gegnsósa af vatni og vegurinn lokaður. Hann verður það áfram langt fram eftir degi hið minnsta.
17.11.2022 - 13:00
„Mér líður eins og það hafi gerst kraftaverk í gær“
Ekki virðist mikið af safngripum hafa skemmst í vatnstjóni sem varð á Síldarminjasafninu á Siglufirði fyrir rétt tæpri viku, þegar mikið vatn streymdi inn í eitt húsanna og upp um plötur. Framundan er þurrkun á húsinu og viðgerðir í framhaldinu. Nú leggjast allir á eitt við að flytja safngripi úr Síldarminjasafninu og koma þeim í öruggt skjól, ásamt því að unnið er að hreinsun.
17.11.2022 - 11:52
Myndskeið og viðtöl
„Ég ætla bara að forða mér hérna frá“
„Þetta kemur hérna langt ofan úr fjalli,“ sagði Guðmundur Björnsson, bóndi á Fagrabæ, á meðan hann virti fyrir sér aurskriðuna sem féll skammt sunnan við bæinn í nótt. Það er fyrst nú í birtingu sem hægt er að kanna aðstæður að ráði.
17.11.2022 - 09:50
Veður hamlar malbikun og Reykjanesbraut því opin
Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir þar sem hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum, sem áttu að standa fram á kvöld. Þess í stað er stefnt á að loka aftur í átt til Reykjavíkur klukkan sjö í kvöld.
17.11.2022 - 07:21
Þrír í bíl sem keyrði inn í aurskriðu á Grenivíkurvegi
Aurskriða féll á Grenivíkurveg í nótt, rétt sunnan við Fagrabæ. Vegurinn er því lokaður, frá afleggjaranum við Víkurskarð og í átt til Grenivíkur. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um skriðuna frá ökumanni sem keyrt hafði inn í skriðuna, rétt fyrir klukkan sex í morgun. Bíllinn hafnaði utan vegar en í honum voru auk ökumannsins tveir farþegar. Engan sakaði. Bíllinn var skilinn eftir í skriðunni og lögregla kom fólkinu til Akureyrar.
17.11.2022 - 07:09
180 millimetra uppsöfnuð úrkoma á Eskifirði
Mikið hefur rignt á Eskifirði síðustu daga, eins og víðar á Austfjörðum. Þar hefur mælst lítilsháttar hreyfing í jarðlögum, en ekki talin ástæða til neinna frekari aðgerða. Þá er vel fylgst með jarðlögum á Seyðisfirði.
16.11.2022 - 14:37
Búast má við kalda eða allhvössum vindi og úrkomu
Áfram er spáð mikilli úrkomu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum, sem veldur aukinni hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga. Eftir hádegi má búast við hvassri austanátt syðst á landinu með snörpum vindkviðum. Þetta getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind og því ættu ökumenn slíkra ökutækja að vera meðvitaðir um þetta.
16.11.2022 - 07:01
Innlent · Veður · Innlent · veður
Hitabylgju blótað í Hlíðarfjalli
Á Norðurlandi ríkir sannkölluð íslensk hitabylgja og eintómar hitatölur í kortunum næstu daga. Starfsmenn Hlíðarfjalls á Akureyri bíða þolinmóðir eftir meiri snjó til að opna brekkurnar.
14.11.2022 - 18:15
Gröfur í hættu í Grímsá
Tvær gröfur eru komnar langleiðina í kaf í Grímsá vegna hlaups í ánni. Rennslið í ánni, sem rennur niður Skriðdal og út velli í Lagarfljót, er afar mikið og flæðir upp á báða bakka. Vatn flýtur upp á mitt hús á annarri gröfunni en rétt yfir beltin á hinni. Reynt verður að koma manni út í þá gröfu sem stendur hærra upp úr. Þriðja grafan vinnur að því að búa til braut út í ánna svo hún geti ekið að gröfunum.
14.11.2022 - 11:30