Veður

Allt að sextán stiga hiti
Það verður fremur hæg suðvestanátt í dag, að mestu skýjað um vestanvert landið með skúrum, einkum fyrri hluta dags, en víða bjartviðri austantil. Hiti verður á bilinu átta til sextán stig, hlýjast á Austurlandi.
01.06.2020 - 07:50
Víða rigning eða skúrir í dag
Fremur hæg suðlæg átt og víða rigning eða skúrir. Síðdegis gengur í suðvestan 8-13 m/s, og styttir upp austantil en áfram skúrir á vestanverðu landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
31.05.2020 - 07:31
Aukin hætta á skriðufalli og grjóthruni
Búast má við töluverðum leysingum og afrennsli í hlýindunum sem nú eru á Norður- og Norðausturlandi og aukin hætta er á jarðvegsskriðum, aurskriðum og grjóthruni. Þar er enn talsverður snjór í fjöllum sem safnast víða fyrir á ófrosna jörð en við þannig aðstæður getur jarðvegur mettast hratt þegar leysingar hefjast. Suðlæg átt hefur verið ríkjandi frá því í fyrradag og spáð er áframhaldandi hlýindum á svæðinu.
30.05.2020 - 15:48
Hiti að 18 stigum á Norðausturlandi
Þurrt og bjart veður verður um landið norðaustanvert í dag og hiti að 18 stigum að deginum. Sunnan- og vestantil verður að mestu skýjað og dálitlar skúrir og hiti á bilinu sjö til tólf stig. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í dag.
30.05.2020 - 08:05
Útlit fyrir 20 stiga hita fyrir norðan og austan
Útlit er fyrir suðlægan strekking á landinu í dag og verður vindstyrkur víða á bilinu 10-15 m/s. Bjart verður þó yfir fyrir norðan og austan þar sem hiti kann að ná allt að 20 stigum.
29.05.2020 - 06:56
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Hiti gæti náð 20 stigum á Norðausturlandi á föstudag
Veðurstofan spáir hlýindum á norðaustanverðu landinu næstu daga og hiti gæti náð 20 stigum á föstudag yfir hádaginn. Hann verður heldur svalari í „súldinni fyrir sunnan“ þar sem hitinn fer varla mikið yfir tíu stig.
27.05.2020 - 06:22
Strekkingsvindur með skúradembum
„Allkröpp lægð hreyfist þvert norðaustur yfir landið í dag, en lægðinni fylgir óstöðugt loft með skúradembum eða rigningu og strekkingsvestanvindum, einkum á Suðausturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
26.05.2020 - 06:40
Óveður veldur tjóni í Ástralíu
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.
25.05.2020 - 10:44
Auknar líkur á eldingum í dag
Úrkomusamt verður í dag og óstöðugt loft yfir landinu með auknum líkum á eldingum, einkum um landið vestanvert. Þetta kemur fram í veðurhugleiðingum dagsins frá Veðurstofu Íslands.
25.05.2020 - 06:41
Allt að sextán stiga hiti
Vindur snýst í norðaustanátt, átta til þrettán metra á sekúndu, í dag og þykknar upp við ströndina, en bjartviðri verður sunnan- og vestanlands. Norðanátt, þrettán til átján metrar á sekúndu, ndir Vatnajökli í kvöld og smá væta austanlands. Hiti fjögur til sextán stig um daginn, hlýjast á Suðurlandi.
22.05.2020 - 06:25
84 látnir af völdum Amphan
Fellibylurinn Amphan, sem gekk yfir austurhluta Indlands og Bangladess í gærkvöld, varð að minnsta kosti 84 að bana. Þúsundir hafa misst heimili sín.
21.05.2020 - 12:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður
Einn besti dagur ársins á Norðaustur- og Austurlandi
Íbúar á Norðaustur- og Austurlandi geta átt von á því að fá einn besta dag ársins í dag og allmennt verður þokkalegasta veður á landinu, segir í pistli veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Hæstu hitatölurnar verða samt sem áður norðaustantil og þar mun sólin líka skína glatt. Aðrir landshlutar munu fá stöku skúri og eins verður fremur skýjað um landið sunnan- og vestanvert.
21.05.2020 - 07:20
Fellibylurinn Amphan nær landi
Fellibylurinn Amphan er farinn að láta til sín taka á Indlandi. Þegar hann náði inn á austurströnd landsins í dag var vindhraðinn 53 metrar á sekúndu. Miðja óveðursins var þá yfir Sagar-eyju undan ströndinni.
20.05.2020 - 17:43
Erlent · Asía · Veður · Indland
Rignir talsvert sunnantil síðdegis
Í dag verður austan- og suðaustanátt, átta til þrettán metrar á sekúndu, en þrettán til átján með suðurströndinni. Rigning verður á sunnanverðu landinu, og talsverð úrkoma síðdegis. Þurrt norðantil fram eftir degi, en fer einnig að rigna þar undir kvöld. Hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig.
20.05.2020 - 06:21
Áfram blíðviðri fyrir sunnan
Í dag verður austan kaldi eða stinningskaldi, en þó eitthvað hægari vindur norðaustanlands. Áframhaldandi blíðviðri um landið sunnan- og vestanvert en stöku skúrir framan af degi norðan- og austantil. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.
17.05.2020 - 07:31
Ekki ýkja hlýtt í dag en fínt veður í skjóli og sól
Norðanátt í dag, víða 8-13 m/s en sumsstaðar hvassari í vindstrengjum við fjöll, einkum austantil á landinu. Dálítli él um norðaustanvert landið og þykknar upp með deignum norðvestanlands en þar hangir hann þurr. Hiti 0 til 5 stig Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
15.05.2020 - 07:25
Von á mildara lofti úr suðri í lok helgar
Breytileg og síða vestlæg átt í dag. Dálítil væta, en yfirleitt þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Þokkalega milt að deginum en þar sem fremur kalt loft er yfir landinu, frystir víða þar sem bjart er yfir.
12.05.2020 - 07:26
Myndskeið
Býst við að jöklar á Íslandi haldi enn áfram að rýrna
Íslenskir jöklar hafa nær aldrei minnkað jafn mikið og þeir gerðu á síðasta ári. Flatarmál þeirra hefur dregist saman um tæplega 800 ferkílómetra síðustu 20 ár. Jarðeðlisfræðingur segir niðurstöður síðustu ára koma nokkuð á óvart.
11.05.2020 - 09:36
Hiti gæti náð 15 stigum á Suðausturlandi
Í dag þokast lægðardrag suður yfir landið. Því fylgir víða lítilsháttar rigning og jafnvel slydda norðaustanlands. Á Suðausturlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld og þar verður einnig hlýjast, hámarkshiti á bilinu 10 til 15 stig.
11.05.2020 - 06:40
Skýjað næstu daga
Búast má við vestan og suðvestan 5-15 m/s í dag, og það verður hvassast norðvestanlands. Skýjað með köflum og stöku skúrir sunnantil. Hiti á bilinu 4 til 10 stig síðdegis, segir í hugleiðingum veðurfræðings.
10.05.2020 - 07:10
Vestan gola framan af degi
Það verður vestan gola framan af degi, skýjað og dálítil væta á vesturhluta landsins, en bjart með köflum austantil. Þetta kemur fram í veðurpistli dagsins frá Veðurstofu Íslands.
07.05.2020 - 06:25
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Fremur hæg vestanátt í dag og smáskúrir en skýjað með köflum um austanvert landið. Hiti fjögur til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðausturlandi en svalast með norðausturströndinni. Þetta kemur fram í veðurpistli dagsins frá Veðurstofu Íslands.
06.05.2020 - 06:52
Aðeins þrisvar mælst meiri sól á Akureyri en nú í apríl
Nýliðinn aprílmánuður var óvenju sólríkur á Akureyri. Sólskinsstundir þar mældust 177, rúmlega 47 stundum fleiri en í meðalári, og aðeins þrisvar hafa þær mælst fleiri í höfuðstað Norðurlands í apríl. Sólskinsstundir í Reykjavík voru hins vegar 123, eða 17 stundum færri en í meðalári. 
05.05.2020 - 12:00
Þurftu aðstoð niður af Fjarðarheiði
Fólk sem lagði af stað frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar í kvöld átti í mestu vandræðum með að komast heim vegna ófærðar. Nærri minnisvarðanum við Neðri-Staf á Fjarðarheiði komust bílar ekki leiðar sinnar vegna snjós sem safnaðist í skafl og lokaði veginum.
04.05.2020 - 23:38