Veður

Mengun berst frá suðurströndinni en ekki frá eldgosinu
Loftgæði hafa mælst slæm á mælum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að við ósa Markarfljóts fýkur upp laust jarðefni í strekkingsvindi og berst til höfuðborgarsvæðisins.
12.04.2021 - 18:15
Hæg suðlæg átt og bjartviðri
Veðurstofan spáir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt, og víða bjartviðri, í dag, en austankalda og vætu syðst á landinu. Líkur eru á þokulofti við Norðurströndina. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast Suðvestanlands.
12.04.2021 - 06:51
Mikill hafís norðvestur af landinu miðað við árstíma
Talsvert mikill hafís er á Grænlandssundi og Íslandshafi miðað við árstíma samanborið við undanfarin ár. Þetta segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
11.04.2021 - 18:08
Enginn við gosstöðvarnar í nótt
Vel gekk að rýma svæðið við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í gærkvöld. Lögreglan segir að enginn hafi dvalið þar uppfrá í nótt og engin afskipti hafi verið höfð af fólki þar í gær. Allt hafi gengið vel fyrir sig.
Rigning eða slydda með köflum í dag
Veðurstofan spáir suðaustan og austanátt í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu með köflum. Úrkomulítið norðaustanlands. Síðdegis dregur úr úrkomunni og gengur í norðaustan 10 til 15 metra á sekúndu norðvestantil.
11.04.2021 - 07:53
Sex létu lífið í jarðskjálfta á Jövu
Að minnsta kosti sex létu lífið þegar jarðskjálfti, sex að stærð, reið yfir strönd eyjunnar Jövu í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans eru talin vera um 45 kílómetra suðvestur af borginni Malang á Austur-Jövu.
10.04.2021 - 14:42
Hæg breytileg átt, léttskýjað en frost víða í dag
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og léttskýjuðu víða um landið í dag. Talsvert frost verður í fyrstu en það þykknar síðan upp á vestanverðu landinu og hlýnar.
10.04.2021 - 08:04
Myndskeið
Vísindamenn vara við gosferðum og hættulegu gasi
Gasmengun úr gosstöðvunum hefur tvöfaldast með tilkomu fleiri gossprunga og vara vísindamenn við ferðum þangað. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, lítil börn og þungaðar konur ættu ekki að fara að gosinu. Hraunbrúnir, undanhlaup og mengun geta reynst banvæn. Engin vakt verður á svæðinu fyrir hádegi um helgina.
Ólíklegt að mengunar verði vart í byggð
Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en norðvestan þrettán til tuttugu metrum suðaustanlands og á Austfjörðum. Él vestan- og suðvestanlands eftir hádegi en annars léttskýjað og frost núll til átta stig. Á morgun verður léttskýjað en skúrir eða él síðdegis á vestanverðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki en vægt frost norðaustantil.
09.04.2021 - 06:48
Myndskeið
Eldgosið tilkomumikið í snjókomunni
Nú gýs úr þremur gosopum í Geldinga- og Meradölum á Reykjanesskaga. Vísindamenn fóru í könnunarflug í gær og staðfestu þá að hraunbreiðurnar úr gosopunum þremur ná nú saman.
08.04.2021 - 09:53
Vara við hvassviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, tíu til fimmtán metrum á sekúndu, og að það gangi í norðvestan átján til tuttugu og fimm metra á sekúndu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi. Él norðaustan- og austanlands fram á kvöld en bjartviðri sunnan heiða. Frost núll til átta stig.
08.04.2021 - 07:25
Laxá í Aðaldal flæðir yfir bakka sína
Miklar krapastíflur eru nú í Laxá í Aðaldal. Hefur áin flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum og yfir tún og girðingar. Flóðið virðist vera í rénun eins og sakir standa. Benedikt Kristjánsson, bóndi á bænum Hólmavaði í Aðaldal, óttast að miklar skemmdir hafi orðið á túnum og á einum stað náði flóðið að gistiskála skammt frá bænum.
07.04.2021 - 23:52
Norðan hvassviðri og slæm færð
Norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi gengur yfir Breiðafjörð og Vestfirði í kvöld og í nótt. Á morgun upphefst svo í norðan- og norðvestan hvassviðri eða stormur á Suðausturlandi og Austfjörðum sem gengur ekki niður fyrr en á föstudagsmorgunn. Á vef Vegagerðarinnar segir að hríðarveður sé á Vestfjörðum, þar sé færð mjög slæm og margir vegir ófærir.
07.04.2021 - 22:49
Gas gæti mælst í Grindavík seint í kvöld
Vindátt gæti snúist í vaxandi norðaustanátt í kvöld og við það gæti mengun frá Geldinga- og Meradölum borist yfir til Grindavíkur. Þorsteinn Jóhannsson, jarð- og umhverfisfræðingur, bendir íbúum í Grindavík, Njarðvík og Vogum á að fylgjast vel með loftgæðum á síðunni loftgaedi.is og forðast útivist þegar mengunargildi eru há. Rætt var við hann í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Gasmengun berst líklega til norðvesturs og vesturs
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri vaxandi austlægri átt og snjókomu eða él í dag. Í kvöld verða víða tíu til fimmtán metrar á sekúndu en á norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Þar eru gular veðurviðvaranir í gildi. Frost 1 til 9 stig en hiti nálægt frostmarki suðvestantil á landinu.
07.04.2021 - 06:49
Líkur á að gasmengun beri yfir byggð á Reykjanesskaga
Í nótt gengur í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu, en eftir hádegi á morgun dregur talsvert úr vindi. Gasmengun berst því til norðurs og norðausturs frá gosstöðvunum, og seint í nótt og á morgun eru líkur á að dragi úr loftgæðum í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga.
Fólk hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar
Borgarbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun vegna mikils styrks köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks í andrúmsloftinu.
Urðu varir við yfirborðssprungur á milli gosanna
Björgunarsveitarmenn á vakt við gosstöðvarnar urðu varir við nýjar yfirborðssprungur á milli gosstöðvanna tveggja í nótt. Ekki er víst að sprungurnar hafi myndast í nótt en þær gefa til kynna hvar kvikugangurinn liggur undir gösstöðvunum. Heildarrennsli kviku upp á yfirborð hefur aukist eftir að sprungurnar opnuðust í gær.
Þurrt og bjart á sunnan- og vestanverðu landinu
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en norðvestanstrekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. Síðdegis eru þó líkur á stöku éljum á Suðausturlandi og við vesturströndina.
06.04.2021 - 08:25
Loftgæði hafa aukist verulega í Vogum
Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa stórbatnað og teljast nú hvorki óholl né hættuleg fólki. Loftgæði þar voru skilgreind sem óholl þar fyrr í kvöld vegna mikils brennisteinsdíoxíðs sem þangað lagði frá gosstöðvunum við Geldingadali, og var fólki þar ráðlagt að loka öllum gluggum og kynda vel. Nú teljast loftgæði hins vegar sæmileg í Vogum.
Nístingskuldi á gossvæðinu
„Það er frídagur þannig að við eigum ekki von á öðru en að gosstöðin verði vel sótt,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri á gosstöðvunum. „Það er bjart og mjög fallegt veður en hrollkalt. Tæplega tíu stiga frost uppi á fjalli.“
05.04.2021 - 08:16
Dregur úr frosti í dag en hvasst fram yfir hádegi
Veðurstofan spáir breytilegri átt, víða 3-10 m/s, en allhvassri norðvestanátt austanlands fram yfir hádegi. Lítil eða engin úrkoma verður um miðbik dagsins en seinnipartinn og í kvöld má búast við snjókomu af og til víða um landið. Það dregur úr frostinu í dag og síðdegis má gera ráð fyrir frosti á bilinu 2 til 8 stig.
05.04.2021 - 07:56
Tugir fórust í flóðum í Indónesíu og Timor-Leste
Yfir sjötíu fórust í flóðum og aurskriðum í austanverðri Indónesíu og Tímor-Leste á páskadag og tuga er enn saknað. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir björgunarliði á vettvangi, sem telur líklegt að fleiri hafi farist í hamförunum.
05.04.2021 - 02:48
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Indónesía · Timor-Leste
Snjóléttasti vetur í Reykjavík síðan 1977
Nýliðinn vetur var óvenjuhlýr og snjólettur, marsmánuður sérstaklega, en meðalhiti í mars var 2,3 stig. Það er 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var meðalhitinn 1,7 stigum yfir meðallagi síðustu þriggja áratuga.
03.04.2021 - 14:02
Stormur næstu tvo daga
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna óveðurs sem gengur yfir landið á morgun og páskadag. Útlit er fyrir suðvestanhvassviðri eða storm á Norðurlandi á morgun. Einkum er útlit fyrir vont veður á Tröllaskaga og í Skagafirði og Eyjafirði. Suðvestanstormi er líka spáð á gosstöðvunum á morgun og verður lokað fyrir umferð að þeim allan daginn.
02.04.2021 - 18:52