Veður

Vatnavextir með allra mesta móti síðdegis
Veðurstofa Íslands varar við miklum vexti í ám á Suðurlandi. Óvenju mikilli rigningu er spáð í landshlutanum í dag. Þá er að auki mikil leysing á jöklum. Í Þórsmörk verða vatnavextir með allra mesta móti síðdegis og í kvöld.
09.08.2020 - 12:44
Dregur úr vindi og úrkomu með kvöldinu
Suðaustankaldi eða -strekkingur með rigningu verður á landinu í dag, en hægara og úrkomulítið norðaustanlands.
09.08.2020 - 08:37
22 látin og tuga saknað eftir aurskriðu á Indlandi
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll í Keralaríki á Indlandi á föstudagskvöld og tuga er saknað. Regntímabilið stendur sem hæst eystra og veldur miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðuföllum.
09.08.2020 - 00:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Lægð nálgast úr suðri
Hæg suðvestanátt er á landinu í dag og skýjað, en úrkomulítið og milt í veðri. Helstar eru líkurnar á að sólin nái að skína á Austurlandi seinni partinn, þar sem hiti getur náð 18 stigum.
08.08.2020 - 08:00
Hitabylgja í Evrópu um helgina
Hitabylgja gengur yfir vesturhluta evrópska meginlandsins um helgina. Að líkindum verður heitast á Spáni, þar sem hiti mun jafnvel fara yfir 40 gráður á stöku stað. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðvörun vegna hitabylgjunnar og hvetja eldra fólk og aðra viðkvæma hópa til að halda sig inni og kveikja á loftkælingunni. Þýsk og Belgísk yfirvöld vara líka við yfirvofandi hitabylgju á stórum svæðum.
08.08.2020 - 07:28
Erlent · Evrópa · Veður · hitabylgja · Frakkland · Spánn · Ítalía · Þýskaland · Belgía
Rafmagnsleysi í New York
Stór hluti Manhattan í New York hefur verið rafmagnslaus í morgun. Ramagnstruflanir hafa verið þar undanfarna daga vegna fellibylsins Isaia sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í vikunni.
07.08.2020 - 12:01
Ekki búist við meiri úrkomu þar sem hætt er við skriðum
Veðurstofan varar við hættu á skriðuföllum á Suðaustur- og Austurlandi, en mikið rigndi þar í gærkvöldi og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi veðurfræðingi er jarðvegur mjög blautur í landshlutunum.
07.08.2020 - 08:01
Sunnanátt og allt að 18 stig norðaustanlands
Sunnanátt er á landinu í dag 5 - 13 metrar á sekúndu. Hvassast er suðvestantil og á hálendinu. Víða skúrir og hiti 8 til 13 stig, en bjart með köflum norðaustanlands og hiti að 18 stigum þar. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands.
06.08.2020 - 06:23
Sex hafa látist af völdum stormsins Isaias
Minnst sex hafa látið lífið á norðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem hitabeltisstormurinn Isaias geisar nú af ógnarkrafti. Stormurinn skall á austurströndinni í gær og hefur valdið þar miklu tjóni. Tvö létust þegar hvirfilbylur þeytti húsbíl langar leiðir, ein kona dó þegar flóð hrifsaði bílinn sem hún ók og tré sem stormurinn felldi hafa orðið þremur að fjörtjóni.
05.08.2020 - 06:24
Júlí sjaldan verið eins kaldur á síðustu 20 árum
Júlímánuður var fremur kaldur miðað við síðustu ár og umtalsvert kaldari en í fyrra. „Fremur kalt var á landinu í júlí miðað við það sem verið hefur á öldinni, ýmist sá næstkaldastur eða þriðjikaldastur síðustu 20 árin,“ segir í færslu á vef Veðurstofu Íslands.
04.08.2020 - 20:04
Gul veðurviðvörun á Suðausturlandi
Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland í kvöld, en þá kemur lægð upp að landinu úr suðri og fer þá að hvessa suðaustanlands. Þar er spáð stormi í nótt, vestan Öræfa, með talsverðri rigningu.
04.08.2020 - 07:25
Isaias orðinn fellibylur
Fellibylurinn Isaias er nú genginn á land í Suður Karólínuríki. Isaias, sem áður hafði misst nokkuð af styrk sínum og var orðinn að hitabeltisstormi, jók styrk sinn á ný eftir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
04.08.2020 - 06:29
Útlit fyrir vatnsveður í vikunni
Dálítil væta verður í flestum landshlutum næstu daga. Lægð mun þokast að landinu á miðvikudag með tilheyrandi hvassviðri og rigningu, sér í lagi á Suðausturlandi. Veðrið verður verst milli eitt og sjö aðfaranótt miðvikudags.
03.08.2020 - 20:30
Veðurstofan spáir meinlausu veðri
Búast má við hægri breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu með lítilsháttar súld norðvestanlands fyrri part dags, en skúrum í öðrum landshlutum. Þurrast á suðvesturhorninu og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig.
02.08.2020 - 08:09
Víða skúrir í dag
Veðurstofan spáir austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu suðaustanlands og norðvestantil í dag. Víða má búast við skúrum. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig og hlýjast á Norðausturlandi. Hvassast verður á norðaustanverðu landinu en einnig þurrast þar.
01.08.2020 - 08:27
Appelsínugul viðvörun og hætta á skriðuföllum
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland vegna mikils hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið og varir til hádegis. Gul viðvörun er í gildi frá hádegi til miðnættis. Á vef Veðurstofu Íslands segir að búist sé við stormi á svæðinu, austan og norðaustanátt 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestan Öræfa.
30.07.2020 - 15:58
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en vestan 5-10 m/s við suðurströndina seinni partinn. Hiti gæti farið upp í 18 stig á Suðausturlandi.
28.07.2020 - 06:27
Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland. Viðvörunin er í gildi frá 12 til 20 í dag. Í landshlutunum er allhvöss norðvestanátt og hviður geta farið yfir 20 metra á sekúndu.
27.07.2020 - 13:22
Parið á Hornströndum fundið
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
27.07.2020 - 08:05
Spá rigningu um verslunarmannahelgina
Veðurstofan spáir rólegu veðri næstu daga og nokkuð hlýju. Á föstudag færist svo lægð yfir landið úr suðri með blautri austanátt.
27.07.2020 - 07:09
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.
27.07.2020 - 04:20
Fellibylurinn Hanna hamast á Texas og Norðaustur-Mexíkó
Fellibylurinn Hanna gekk á land í Texas um klukkan sautján að staðartíma, eða 22 að íslenskum tíma. Hanna er fyrsti stormur þessa fellibyljatímabils vestra og telst fyrsta stigs fellibylur, sem þýðir að meðalvindhraði nær allt að 40 metrum á sekúndu. Mikið úrhelli fylgir Hönnu og varað er við flóðahættu í suðurhluta Texas og Norðaustur-Mexíkó.
25.07.2020 - 23:47
Gul viðvörun fyrir Faxaflóa og Suðausturland
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa og Suðausturland. Við Faxaflóa tekur viðvörunin gildi klukkan fimm í dag. Þar er spáð norðaustanátt þar sem hvassast verður á Snæfellsnesi. Þar má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 metrum á sekúndu á Snæfellsnesi og undir Hafnarfjalli.
25.07.2020 - 10:13
Úrkoma og svalt veður með norðanáttinni
Norðanáttin gerir sig aftur heimakomna um helgina og verður allhvöss norðvestan til á landinu og á Suðausturlandi. Henni fylgir að venju úrkoma, en nú í formi rigningar með svölu veðri á norðan- og austanverðu landinu að því er segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings. Má búast við að úrkoman verði mest á sunnudag.
24.07.2020 - 07:03
Herðir á norðanáttinni eftir hádegi
Hæg norðlæg eða breytileg  átt verður á landinu framan af degi og víða dálítil væta, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Eftir hádegi herðir síðan á norðanáttinni, sem virðist ætla að ríkja á landinu fram yfir helgi.
23.07.2020 - 06:47