Veður

Von á rigningu eða slyddu víða um land
Í dag er von á hægri breytilegri átt, 5-13 m/s og dálítilli úrkomu. Það hvessir á Vestfjörðum með kvöldinu og líkur á nokkuð hvassri norðaustlægri átt með slyddu. Líkur eru á éljum á norðanverðu landinu en lítilsháttar vætu syðra. Þrjár lægðir hringsnúast um landið í dag en halda sig fjarri og hafa því ekki bein áhrif á veðrið. Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig.
24.10.2021 - 07:55
Milt veður á fyrsta vetrardegi
Aðgerðalítið og milt veður er í veðurkortunum á fyrsta vetrardegi, hæg suðlæg átt og dálítil væta á víð og dreif, en rofar til á Norður- og Austurlandi síðdegis.
23.10.2021 - 08:26
Loftslagsbreytingar ógn við þjóðaröryggi
Bandarískar leyniþjónustur segja loftslagsbreytingar vera mikla ógn gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og stöðugleika í heiminum. Þær segja breytingarnar valda aukinni spennu í alþjóðastjórnmálum þar sem ríki þræti um til hvaða aðgerða verði að grípa. Ríki reyni að mæta áhrifum loftslagsbreytinga í þágu eigin hagsmuna, og loftslagið valdi sundrung innan einstakra ríkja. 
22.10.2021 - 05:55
Óveðurslægðin Áróra olli usla úti í Evrópu
Um það bil hundrað og tuttugu þúsund heimili í Frakklandi eru án rafmagns eftir að óveðurslægðin Áróra fór þar yfir í nótt. Ferðir járnbrautarlesta stöðvuðust sums staðar vegna veðurs. Íbúar í Þýskalandi, á Suður-Englandi og víðar fengu einnig að kenna á lægðinni.
21.10.2021 - 17:25
Erlent · Evrópa · Veður
Spegillinn
Orkuverð í Noregi himinhátt
Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana.
21.10.2021 - 17:13
Tugir látnir í flóðum á Indlandi og í Nepal
Minnst 150 eru látnir af völdum flóða og aurskriða í monsún-úrhellinu í Indlandi og Nepal. 46 eru látnir í héraðinu Uttarakhand í norðanverðu Indlandi og 11 saknað eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag.
21.10.2021 - 03:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Nepal
Hreyfing aukist í hlíðinni vegna úrkomu síðustu daga
Mælingar í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar sýna að síðustu daga hafi hert á hreyfingunni við skriðusárið frá í desember í fyrra. Töluverð úrkoma hefur mælst síðustu þrjá daga, alls um 85 millimetrar á Seyðisfirði og meira á sunnanverðum fjörðunum.
20.10.2021 - 10:24
Bjart og kalt haustveður í dag
Veðurstofan spáir bjartviðri víðast hvar á landinu. Dálítil él gætu fallið norðaustantil á landinu. Hiti verður um eða undir frostmarki víðast hvar.
20.10.2021 - 06:49
Tugir látnir í flóðum í Uttarakhand
Yfir fjörutíu hafa látið lífið síðustu dægrin í aurskriðum og skyndiflóðum í ám og lækjum í indverska ríkinu Uttarakhand í Himalayafjöllum. Margra er saknað að því er fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni björgunarmála í ríkinu.
19.10.2021 - 14:37
Erlent · Asía · Veður · Indland · Flóð
Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma í kortunum
Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma einkenna veðurkortin í dag. Vetrarfærð er víða á fjallvegum um landið vestan-, norðan- og austanvert og aðstæður vara­sam­ar öku­tækj­um sem taka á sig mik­inn vind.
19.10.2021 - 11:34
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Hátt í 20 bílar lent utan vegar við Reynisfjall
Leiðindaveður gengur nú yfir sunnanvert landið. Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum á Hringveginum í krapa og hálku. Fylgdarakstur verður yfir Reynisfjall í kvöld.
17.10.2021 - 18:18
Mjög hvasst í Mýrdal, undir Eyjafjöllum og í Öræfum
Austanstormurinn sem nú gengur yfir landið er farinn að láta á sér kræla, en gular veðurviðvaranir tóku gildi núna klukkan fjögur á sunnanverðu landinu, höfuðborgarsvæðinu við Breiðafjörð og Vestfjörðum.
17.10.2021 - 16:43
Leiðindaveður á landinu í dag og í kvöld
Veðurstofan spáir vaxandi austanátt og ofankoma, 10-18 m/s eftir hádegi, en 18-23 með suðurströndinni. Spáð er vindhviðum yfir 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, í Öræfum og á Kjalarnesi. Færð á fjallvegum gæti einnig orðið slæm. Lokað er að gosstöðvunum í dag.
17.10.2021 - 07:58
Meinlítið veður á landinu í dag en hvellur á morgun
Veðurstofan spáir hæglætisveðri á landinu í dag með austan og norðaustanátt. Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, dálítil él norðan og austanlands en svolítil rigning eða slydda af og til á sunnanverðu landinu en þurrt fram eftir degi vestantil.
16.10.2021 - 08:19
Sjónvarpsfrétt
Hefðu átt að hringja fyrr á björgunarsveitir
Rekstrarstjóri Mountaineers segir að tímastjórnun og mat á færð hafi ekki verið sem skyldi þegar 39 ferðamenn lentu í hrakningum við Langjökul í janúar í fyrra. Hann fór yfir atvikið á ráðstefnu Landsbjargar sem haldin var í dag.
15.10.2021 - 19:10
Gæti þurft að rýma aftur á Seyðisfirði eftir helgi
Búist er við mikilli úrkomu á Austurlandi í byrjun næstu viku. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið allt að 120 millimetrar og að mati almannavarna gæti þurft að rýma hús nærri stóra skriðusárinu ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
15.10.2021 - 16:21
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Háloftastrengur myndar klósiga á himni
Falleg ský mynduðust á morgunhimninum yfir suðvesturhorninu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skýin nefnist klósigar og séu háský. Oftast myndist klósigar þegar rigning er í vændum en það sé ekki svo í dag. Þvert á móti sé að létta til. Líklegast sé að öflugur vestanstæður háloftastrengur sem nú er yfir landinu, valdi þessu.
13.10.2021 - 10:33
Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Spegillinn
Kostar mikið að verjast flóðum en meira að sleppa því
Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur.
11.10.2021 - 14:55
Hæglætisveður og svalt næstu daga
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri í dag, þurrt að mestu en skýjað með köflum Sunnanlands. Hiti frá frostmarki að sjö stigum en allvíða má búast við næturfrosti. Víða er kalt nú í morgunsárið og líklegt að skafa þurfi ísingu af bílrúðum.
11.10.2021 - 06:44
Nærri tvær milljónir flýja vegna flóða í Kína
Hátt í tvær milljónir hafa orðið að yfirgefa heimili sín í Shanxi héraði í norðanverðu Kína vegna mikilla flóða af völdum úrhellis. Hús hafa hrunið og aurskriður fallið í yfir 70 borgum og bæjum í héraðinu að sögn fréttastofu BBC. Áframhaldandi hellidemba hamlar björgunaraðgerðum.
11.10.2021 - 06:21
Erlent · Asía · Hamfarir · Umhverfismál · Veður · Kína
Svolítil hreyfing við Seyðisfjörð en lítil úrkoma
Svolítil hreyfing mælist enn í hryggnum við Búðará á Seyðisfirði að því er fram kemur á bloggsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Um tíma mældist örlítil úrkoma á Seyðisfirði í nótt.
10.10.2021 - 12:41
Ágætis veður en nokkuð svalt
Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands spái fínasta veðri í dag, en þó verður nokkuð svalt, eða um 2-6 gráður víðast um land. Líklega verður einhver úrkoma með köflum á Suðausturlandi en almennt milt og útlit fyrir huggulegt sunnudags gluggaveður. Svipuð spá er fyrir morgundaginn, en þykknar upp vestanlands með úrkomu, bjartviðri annarsstaðar.
10.10.2021 - 07:55