Auðskilið mál

Forsetakosningar á auðskildu máli

Það verða forsetakosningar 27. júní. Tveir menn bjóða sig fram til forseta. Það eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson. Hér er hægt að lesa um þá.
16.06.2020 - 17:22

Björguðu hval úr veiðarfærum

Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hnúfubak sem flæktist í veiðarfærum fiskibáts í síðustu viku. 
05.05.2020 - 09:59

Stefnt að opnun sundlauga 18. maí

Samkomubannið var rýmkað í dag, mánudaginn 4. maí. Nú mega 50 manns koma saman í staðinn fyrir 20. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að stefnt væri á að opna sundlaugar aftur eftir tvær vikur. Þá verður...
04.05.2020 - 15:32

Heim frá Suðurskautslandinu

Kórónuveiran hefur greinst í næstum öllum löndum heims og í öllum heimsálfum nema einni. Suðurskautslandinu.
04.05.2020 - 11:48

Með okkar augum fjallar um COVID-19

Með okkar augum verður í sjónvarpinu á RÚV í kvöld klukkan 20 með sérstakan þátt um kórónuveiru-faraldurinn. Þar verður talað við þríeykið vinsæla sem eru Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir...
22.04.2020 - 12:24

Vilja vita um fjölda smita á heimilum fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp hafa óskað eftir upplýsingum um fjölda COVID-19-smita á sambýlum, búsetukjörnum og stofnunum þar sem fatlað fólk býr. Ef stjórnvöld hafa ekki safnað þess háttar upplýsingum óskar Þroskahjálp eftir að það verði gert. 
17.04.2020 - 18:31

Ferðir til og frá útlöndum takmarkaðar fram eftir ári

Ferðir Íslendinga til og frá útlöndum verða takmarkaðar fram eftir ári. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir að það sé mikilvægt að draga ekki of hratt úr samkomubanninu.

Samkomubannið breytist 4. maí

Samkomubannið breytist 4. maí. Þá mega 50 manns vera í sama rými í einu í staðinn fyrir 20 eins og nú er. Tveggja metra reglan verður áfram í gildi. Forsætisráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær.

Vigdís Finnbogadóttir 90 ára í dag

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er 90 ára í dag. Þessum tímamótum er fagnað með ýmsum hætti. Vigdís var forseti í 16 ár, frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem varð þjóðkjörin forseti. Í sumar verða 40 ár frá því...
15.04.2020 - 11:52

„Höfum náð toppnum miðað við stöðuna í dag“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að Ísland hafi náð toppnum í kórónuveiru-faraldrinum. Nú eru þeir orðnir fleiri sem hefur batnað af COVID-19 en þeir sem greinast með nýsmit. Hann segir að faraldurinn sé því á niðurleið. En staðan geti þó...
08.04.2020 - 15:06

Vill að allir hlýði Víði og verði heima um páskana

Arnar Richardsson varð mjög veikur af COVID-19. Hann var veikur næstum því mánuð en nú er honum að verða batnað. Arnar vill að allir hlýði Víði og verði heima um páskana. „Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara,“ segir hann á Facebook.
08.04.2020 - 13:50

Ferðumst innanhúss – nýtt lag

Lagið Ferðumst innanhúss var frumflutt í umræðuþætti um COVID-19 fyrir ungt fólk á RÚV. Það er hægt er að spila myndbandið með laginu með því að smella á örina á myndinni hér fyrir ofan.
08.04.2020 - 10:54

Bretadrottning í Daða-peysu

Susanne Marie Cork, betur þekkt sem söngkonan SuRie, sló í gegn á netinu í gær þegar hún birti mynd af Elisabetu Bretadrottningu í búningi Daða og gagnamagnsins. SuRie keppti fyrir hönd Bretlands í Eurovision fyrir tveimur árum.
06.04.2020 - 12:16

Daði Freyr slær í gegn

Þótt hætt hafi verið við Eurovision er ekki öll von úti enn. 16. maí verður sýndur skemmtiþáttur tileinkaður Eurovision lögunum þar sem Daði Freyr kemur fram.
06.04.2020 - 11:57

340 þúsund manns smitaðir í Bandaríkjunum

Nú hafa um 340 þúsund smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum og tæplega tíu þúsund hafa dáið. Heilbrigðis-yfirvöld vara við því að næsta vika verði mjög slæm og ríkisstjórar vilja fá samræmd viðbrögð um allt landið.
06.04.2020 - 11:29