Auðskilið mál
Kona lést í bílslysi á Vestfjörðum á laugardag
Alvarlegt bílslys varð í Skötufirði við Ísafjarðardjúp á laugardagsmorgun. Bíll fór út af veginum og endaði úti í sjó. Þriggja manna fjölskylda var í bílnum. Þau voru flutt með þyrlum á Landspítalann. Kona sem var í bílnum lést á laugardagskvöld. 18.01.2021 - 16:39
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi 13. janúar
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á morgun, miðvikudaginn 13. janúar. Þá mega 20 manns koma saman. 12.01.2021 - 16:38
Stuðningsmenn Trumps réðust inn í bandaríska þingið
Mannfjöldi réðst inn í bandaríska þingið í gærkvöldi. Það voru stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Margir þeirra voru vopnaðir. Trump neitar að viðurkenna að hafa tapað forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. 07.01.2021 - 15:21
Engar þrettándabrennur í ár
Öllum þrettándabrennum er aflýst vegna samkomutakmarkana. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að það sé gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir. 06.01.2021 - 15:51
Svíar gætu þurft aðstoð annarra ríkja í faraldrinum
Svíar gætu þurft að fá aðstoð hjá öðrum norrænum þjóðum í kórónuveirufaraldrinum. Mjög margir eru veikir af COVID-19. Gjörgæsludeildir á flestum sjúkrahúsum í Svíþjóð eru orðnar fullar. 06.01.2021 - 15:27
Smitum gæti fjölgað með opnun skóla
Kórónuveirusmitum hefur ekki fjölgað mikið að undanförnu. Fólk virðist hafa farið varlega um jólin. Fimm greindust með smit innanlands í gær. Þrjú af þeim voru í sóttkví. Átján smit greindust á landamærunum. 06.01.2021 - 14:36
Burðarpokar úr plasti bannaðir í búðum
Búðir mega ekki lengur selja eða afhenda burðarpoka úr plasti. Reglur sem banna það tóku gildi um áramótin. 05.01.2021 - 16:16
Reykjavíkurborg hirðir ekki jólatré borgarbúa
Þrettándinn er á morgun. Þá taka margir niður jólaskrautið og jólatréð. Borgin tekur ekki við jólatrjám. Það á að fara með þau í Sorpu eða borga íþróttafélögunum fyrir að sækja þau. 05.01.2021 - 15:57
Björgunarsveitir forðuðu sér á hlaupum í Ask
Björgunarmenn í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi áttu fótum fjör að launa í morgun. Þá hrundi úr sárinu sem myndaðist við jarðfall í bænum fyrir áramót. 05.01.2021 - 15:47
Á næstu dögum skýrist hvort smitum fjölgaði um áramótin
Nánast jafnmörg kórónuveirusmit hafa greinst innanlands og á landamærunum síðustu tvær vikur. Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. 05.01.2021 - 15:40
Julian Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna
Julian Assange, sem stofnaði Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Breskur dómstóll ákvað þetta í dag. Dómarinn telur að það væri hættulegt fyrir andlega heilsu Assange að setja hann í fangelsi í Bandaríkjunum. 04.01.2021 - 17:57
Bóluefnið gæti komið fyrr en búist var við
Samið hefur verið um kaup á bóluefni við kórónuveirunni fyrir alla landsmenn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lokakaflinn í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sé að hefjast. 04.01.2021 - 17:42
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu um áramótin
Mikil mengun gæti orðið á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Spáð er logni og frosti. Þá fýkur svifryk frá flugeldum ekki í burtu heldur safnast fyrir í andrúmsloftinu. 30.12.2020 - 17:30
Ekki lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi
Ekki er lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi. Því hefur verið aflýst. 29.12.2020 - 16:07
Starfsmenn Landspítalans fengu fyrstu bólusetninguna
Byrjað var að bólusetja fólk við kórónuveirunni í morgun. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fengu fyrstu bólusetningarnar. Einnig var byrjað að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í dag. 29.12.2020 - 16:03