Auðskilið mál

Sóttvarna-aðgerðir hertar og 10 mega koma saman

Sóttvarna-aðgerðir verða hertar á miðnætti. Þá mega mest 10 manns koma saman. Reglurnar gilda til 2. febrúar.
14.01.2022 - 15:57

2 metra regla tekur aftur gildi

Tveggja metra reglan tekur aftur gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mega aðeins 20 koma saman.
21.12.2021 - 14:24

 Bólusettir fara í skimun þegar þeir koma til landsins

Regla verður sett um skimun þeirra sem koma til Íslands og eru búnir að fá bólusetningu. Þetta á við alla sem hafa íslenska kennitölu. Líka fólk sem ætlar að vera lengi á landinu og fólk sem ætlar að sækja hér um vinnu þótt svo fólk hafi ekki...
06.08.2021 - 17:08

Hraun rennur yfir gönguleiðina að gosinu

Hraun rennur nú yfir helstu gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum. Hún er því lokuð. Hugsanlegt er að gerð verði ný gönguleið á öðrum stað.
15.06.2021 - 15:41

Eins metra regla tekur gildi

Nú mega 300 manns koma saman í einu. Eins metra fjarlægðarregla tekur við af tveggja metra reglu. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi í dag, 15. júní. Þetta kemur fram á covid.is.
15.06.2021 - 10:54

Aðeins tíu mega koma saman

„Ég er ekki hingað komin til að færa ykkur gleðifréttir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi um hertar sóttvarnir. Kórónuveirusmitum fjölgar hratt. Því verða sóttvarnaaðgerðir hertar. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti....
24.03.2021 - 18:26

Eldgos hófst á Reykjanesskaga á föstudag

Eldgos hófst á Reykjanesskaga á föstudagskvöld. Gosið er í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Byggð er ekki í hættu eins og er. Gosið er lítið. Það er þó ekki hættulaust. Bannað er að fara nálægt gígnum því að þar getur verið hætta á gasmengun. Einnig...
23.03.2021 - 09:15

Kórunuveirusmitum fjölgar aftur

Kórónuveirusmitum er aftur farið að fjölga. Um helgina greindust 11 smit innanlands. Sex af þeim smituðu voru ekki í sóttkví. Tíu skipverjar á flutningaskipi frá Brasilíu eru með COVID-19. Öll áhöfnin er í sóttkví.
22.03.2021 - 17:26

Tuttugu skjálftar stærri en 3 frá miðnætti

Hátt í 20 jarðskjálftar, stærri en 3, urðu á Reykjanes-skaga frá miðnætti til hádegis í dag, 1. mars. Stærsti skjálftinn var 4,9 klukkan hálf tvö í nótt. 

90 ára og eldri boðið í bólusetningu

Einn greindist með COVID-19 í gær. Hann var ekki í sóttkví. Þetta er fyrsta smitið í tólf daga sem greinist utan sóttkvíar. Eitt smit greindist á landamærunum. Öllum sem eru 90 ára og eldri og búa á höfuðborgar-svæðinu var boðið í bólusetningu í dag.
02.02.2021 - 17:54

Vegagerðin herðir reglur um framkvæmdir

Vegagerðin hefur sett nýjar reglur um öryggi vega. Reglurnar ná til allra sem vinna við framkvæmdir fyrir Vegagerðina. Þær taka gildi í vor. Tilgangurinn er að auka öryggi, segir forstjóri Vegagerðarinnar. Reglurnar eiga að tryggja að vegir verði...
02.02.2021 - 17:49

Skotið á bíl borgarstjórans í Reykjavík

Maður, sem var handtekinn á laugardaginn, er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjórans í Reykjavík. Hann er líka talinn hafa skotið á skrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjavík.
01.02.2021 - 16:11

Rauf sóttkví til að fara á sjóinn

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Tíu manns sem voru að koma til Íslands greindust með smit á landamærunum. Einn þeirra er með virkt smit. Hann gæti því smitað aðra.
01.02.2021 - 16:06

Miklu lægri brúarlán en búist var við

Sjö fyrirtæki fengu brúarlán árið 2020, samtals 2,8 milljarða króna. Fyrirtæki hafa líka fengið stuðningslán fyrir rúma 9 milljarða króna. Þessi lán voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styðja fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum.

Kona lést í bílslysi á Vestfjörðum á laugardag

Alvarlegt bílslys varð í Skötufirði við Ísafjarðardjúp á laugardagsmorgun. Bíll fór út af veginum og endaði úti í sjó. Þriggja manna fjölskylda var í bílnum. Þau voru flutt með þyrlum á Landspítalann. Kona sem var í bílnum lést á laugardagskvöld.
18.01.2021 - 16:39