Auðskilið mál

Khedr-fjölskyldan fær að vera á Íslandi

Kehdr-fjölskyldan frá Egyptalandi fær að vera á Íslandi. Það var ákveðið í gær.
25.09.2020 - 11:15

Flestir veikir á aldrinum 18-29 ára

Ný kórónuveirusmit á Íslandi í gær voru 33. Fjórtán af þeim smituðu voru þegar komin í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi með COVID-19 og 352 eru í einangrun með COVID-19. Flest þeirra sem eru veik af kórónuveirunni eru á aldrinum 18-29 ára.
24.09.2020 - 16:57

Hundar mjög gagnlegir í kórónuveirufaraldrinum

Lögreglan vonast til að geta fengið sérþjálfaða hunda til Íslands sem geta þefað uppi kórónuveirusmit.

Nafn mannsins sem fannst látinn 21. ágúst

Maður sem fannst látinn í Breiðholti í Reykjavík, fyrir neðan Erluhóla, hét Örn Ingólfsson. Örn var 83 ára. Hann fannst 21. ágúst. Það er ekki talið að neitt saknæmt, það er ólöglegt, hafi gerst þegar hann dó.
23.09.2020 - 17:00

Eyddu sprengju frá seinni heims-styrjöldinni

Sprengja fannst á Sandskeiði, nokkru fyrir austan Reykjavík, í gær. Sprengjan er frá því í seinni heims-styrjöldinni. Landhelgisgæslan sendi sprengju-eyðingar-sveitina sína á staðinn til að eyða sprengjunni.

Kemur í ljós á næstu dögum hvort fólk verði mjög veikt

Á næstu dögum kemur í ljós hvort fólk, sem hefur verið að fá kórónuveiruna undanfarið, verður mjög veikt. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Núna eru tveir á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit.
23.09.2020 - 16:10

Talið að einhver hafi hjálpað fjölskyldunni að felast

Lögreglan hefur fengið nokkrar ábendingar um hvar fjölskyldan frá Egyptalandi dvelur. Talið er að einhver hafi hjálpað þeim að felast. Lögreglan leggur nú mikla vinnu í að leita að fólkinu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði á Austurlandi

Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði í sveitarstjórnar-kosningum í nýju sveitarfélagi á Austurlandi síðasta laugardag. Flokkurinn fékk fjögur sæti í sveitarstjórn. Austurlistinn fékk þrjú sæti og Framsóknarflokkurinn tvö.
22.09.2020 - 14:26

Þriðja bylgja kórónuveirunnar farin af stað

Þriðja bylgja kórónuveirunnar er farin af stað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé margt ólíkt með henni og þeirri fyrstu sem byrjaði í vor. Núna fjölgar smitum hraðar og þau koma upp á fleiri stöðum. Þess vegna er erfiðara stöðva...
21.09.2020 - 17:33

Þrettán ný kórónuveirusmit á Íslandi í gær

Þrettán ný kórónuveirusmit greindust á Íslandi í gær. Aðeins einn af þessum þrettán var í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að það gætu verið fleiri smit sem ekki er vitað um. Hann hvetur alla til að gæta vel að...
16.09.2020 - 18:09

800 flugferðir bókaðar með nýjum afslætti

Nærri átta hundruð flugferðir hafa verið bókaðar með Loftbrú frá því að hún var tekin í notkun fyrir viku. Á einni viku hefur ríkið því niðurgreitt fargjöld um tæplega fimm milljónir króna.
16.09.2020 - 14:48

Fjölskyldan fannst ekki þegar hún átti að fara á brott

Þegar flytja átti egypska fjölskyldu af landi brott frá Íslandi í morgun fannst fólkið ekki. Fjölskyldan fær ekki pólitískt hæli hér á landi. Þess vegna verða þau send aftur til Egyptalands.

Kannski hægt að finna lífverur á Venusi

Gastegund sem heitir fosfín hefur fundist í skýjunum í kringum reikistjörnuna Venus. Það þýðir að kannski er hægt að finna lífverur á Venusi.
14.09.2020 - 17:43

Forsetakosningar á auðskildu máli

Það verða forsetakosningar 27. júní. Tveir menn bjóða sig fram til forseta. Það eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson. Hér er hægt að lesa um þá.
16.06.2020 - 17:22

Björguðu hval úr veiðarfærum

Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hnúfubak sem flæktist í veiðarfærum fiskibáts í síðustu viku. 
05.05.2020 - 09:59