Auðskilið mál

Sprengju-hótun í flugvél

Í gærkvöld lenti flugvél á Keflavíkur-flugvelli út af sprengju-hótun. Einhver hafði samband við fyrirtækið sem á flugvélina og sagði að það væri sprengja í henni. Þetta var flugvél sem flutti vörur svo það voru engir farþegar í henni.
29.09.2022 - 16:06

Rauði krossinn á móti því að senda börn til Grikklands

Rauði krossinn vill að íslensk stjórnvöld hætti við að senda börn til Grikklands. Rauði krossinn er samtök sem hjálpa fólki í mörgum löndum og passa að réttindi séu virt. Íslensk stjórnvöld ætla að senda börnin til Grikklands með fjölskyldum sínum.
28.09.2022 - 14:37

Flæddi inn í hús á Akureyri

Á sunnudaginn flæddi sjór inn í hús á Akureyri. Það var mikill vindur og yfirborð sjávar var hátt. Það skemmdist mikið í flóðinu.
27.09.2022 - 14:19

Óveður á austur-hluta landsins

Það er búið að vera mjög vont veður á mörgum stöðum á landinu síðustu daga. Veðrið hefur verið verst á Austfjörðum. Þar er enn þá mjög mikill vindur og fólk þarf að fara varlega.
26.09.2022 - 13:35

Það vantar starfsfólk á leikskóla

Það vantar fleira starfsfólk á leikskólana í Reykjavík. Núna vantar 90 starfsmenn í viðbót. Þetta er vandamál fyrir leikskólana. Þeir eru að reyna að fá fleira starfsfólk.
20.09.2022 - 15:01

Vill ekki að fatlað fólk borgi sjálft

Ástu Maríu Jensen finnst mjög slæmt að sumt fatlað fólk í Reykjavík þurfi að borga fólki sem fylgir því þegar það fer út að gera eitthvað skemmtilegt. Til dæmis í bíó eða út að borða. Ásta María vill að Reykjavík borgi fólkinu sem fylgir fötluðu...
20.09.2022 - 13:14

Jarðarför drottningarinnar í Bretlandi

Elísabet drottning í Bretlandi verður jörðuð í dag. Hún dó í þar-síðustu viku. Jarðarförin er í London. Hún tekur allan daginn. Það er ofboðslega margt fólk í London út af jarðarförinni. London er höfuðborg Bretlands.
19.09.2022 - 14:00

Aldrei hafa jafn margir sótt um vernd á Íslandi

Aldrei fyrr hefur jafn margt fólk sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og á þessu ári. 2700 manneskjur hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári. Bráðum fer að vanta meira húsnæði fyrir þetta fólk.
16.09.2022 - 16:17

Stungu-árás í Reykjavík

Seinni partinn í gær var 18 ára piltur stunginn 3 sinnum í Reykjavík. Þetta gerðist í undir-göngum undir Reykjanes-braut, nálægt Sprengisandi.
16.09.2022 - 13:24

Ragnar Þór vill verða forseti Alþýðu-sambandsins

Ragnar Þór Ingólfsson er búinn að ákveða að bjóða sig fram til forseta í Alþýðu-sambandi Íslands. Alþýðu-samband Íslands er oft kallað ASÍ. Það passar upp á laun og réttindi fólks.
15.09.2022 - 13:41

Mikil hætta í Sómalíu

Það er mjög alvarleg hungurs-neyð í landinu Sómalíu í Afríku. Hungurs-neyð er þegar margt fólk fær ekki nóg að borða. Meira en hálf milljón barna er í hættu, fleiri en 500 þúsund börn.
15.09.2022 - 11:38

Kista Elísabetar drottningar flutt

Í dag var kista Elísabetar Breta-drottningar flutt frá Bucking-ham-höll, þar sem Elísabet bjó. Kistan var flutt til West-minster í London, þar sem breska þingið er. London er höfuðborg Bretlands.
14.09.2022 - 17:00

Vantar mikla peninga fyrir málefni fatlaðs fólks

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segir að það vanti mjög mikla peninga fyrir málefni fatlaðs fólks á Íslandi. Málefni fatlaðs fólks eru mál sem tengjast mörgu fötluðu fólki, til dæmis þjónusta við það og hús fyrir það.
14.09.2022 - 16:10

Mest af rusli í sjónum eru veiðar-færi

Langmest af rusli í sjónum kringum Ísland eru veiðar-færi. Það eru til dæmis línur, net og fleira til að veiða fisk. Þetta segir Hafrannsókna-stofnun. Hún er búin að vera að rannsaka botninn á sjónum í kringum Ísland.
14.09.2022 - 15:00

Alvarlegt mál í Flokki fólksins

Nokkrar konur sem voru á framboðs-lista Flokks fólksins í bæjarstjórnar-kosningum á Akureyri segja að karlar sem voru ofarlega á framboðs-listanum hafi sýnt þeim óvirðingu og hegðað sér illa við þær. Í gærkvöld var haldinn fundur í stjórn Flokks...
14.09.2022 - 14:25