Reykjanesskagi og Moria flótta­manna­búðirnar

Hvað gerist ef eldsumbrot hefjast á Reykjanesskaga? Kveikur skoðar svæðið þar sem fimm virk eldstöðvarkerfi eru staðsett, sem öll gætu gosið. Í seinni hluta þáttarins könnum við aðstæður í Moria flóttamannabúðunum á Lesbos í Grikklandi. Búðirnar eru taldar einar verstu flóttamannabúðir heims en í síðasta þætti kynntumst við fólki sem flúið hefur til Íslands eftir veru í búðunum.