Fólk á flótta
Hverjar eru aðstæður flóttafólksins sem við vísum frá Íslandi og til Grikklands? Útlendingastofnun hefur ekki farið og kynnt sér ástandið á staðnum en telur ástandið viðunandi. Kveikur fór til Grikklands og fylgdi meðal annars eftir manni sem vísað var frá Íslandi í janúar. Við tölum einnig við nýbakaða foreldra sem óttast að vera send frá Íslandi til Grikklands, þar sem ekkert bíður þeirra nema flóttamannabúðir.