Hörmulegt bílslys við Núpsvötn

Eitt versta bílslys sem hefur orðið á Íslandi varð við Núpsvötn milli jóla og nýárs árið 2018. Feðgin sem lifðu af segja sögu sína í þættinum.

Alls hafa 119 látist í umferðarslysum undanfarinn áratug, stór hluti erlendir ferðamenn. Í þættinum er varpað fram spurningum um umferðaröryggi á Íslandi nú þegar ferðamenn streyma aftur til landsins.