Urðun og úrgangsmál og búðahnupl fyrir sex milljarða

Þúsundir tonna af dýrahræjum hafa verið urðaðar á Íslandi undanfarin ár, þótt það sé ólöglegt. Íslendingar henda 1,3 milljónum tonna af úrgangi á ári. Til stendur að loka langstærsta urðunarstað á Íslandi fyrir lok þessa árs, og nýr staður hefur ekki fundist.

Þjófar stela úr verslunum fyrir um sex milljarða króna árlega. Skipulagðir hópar fara um landið og sækja í tilteknar vöru sem eru ýmist sendar úr landi eða seldar innanlands. Verkfærum er stolið fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna króna og finnast sjaldan. Kaupmenn gagnrýna lögreglu sem segist þurfa að forgangsraða.