Horfinn atvinnuvegur og faraldurinn í Afríku

Efnahagsóvissan vegna heimsfaraldursins er einna mest á Suðurnesjum, þar sem þúsundir manna hafa misst vinnuna, að hluta eða öllu leyti. Atvinnurekendur berjast við að halda fólki í vinnu í gegnum hlutabótaleið stjórnvalda, en segja um leið að enginn þoli þetta ástand til lengdar án þess að segja upp fólki.

Það eru ekki allar þjóðir jafn vel búnar undir heimsfaraldur og Ísland. Mörg þau lönd sem eru verst í stakk búin eru í Afríku sunnan Sahara, og þar blasir við allt annar veruleiki en á Vesturlöndum. Ekki aðeins eru heilbrigiðskerfin vanbúin, heldur efnhagskerfin líka. Hvaða áhrif hefur til dæmis útgöngubann á daglaunafólk sem kemst ekki út til að afla sér lífsviðurværis?