Íslenska björgunarvélin á fjarlægum slóðum

Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar tók þátt í að bjarga rúmlega þúsund flóttamönnum á Miðjarðarhafinu í byrjun mars. En á meðan hún sinnir eftirliti á Miðjarðarhafi er eftirlits- og björgunargeta við Íslandsstrendur takmörkuð.