Græn orka og ellilífeyrisþegar

Hrein íslensk orka. Þetta er ímynd sem íslensk fyrirtæki á borð við álver og gagnaver kynna. En stenst hún? Íslensk orkufyrirtæki hafa selt vottanir fyrir þessari hreinu orku úr landi í stórum stíl. Kveikur kannar málið.

Við skoðum líka stöðu 32 þúsund ellilífeyrisþega því enn á ný er tekist á um skerðingar Tryggingastofnunar á ellilífeyrisgreiðslum. Nú um hvernig stofnunin stóð að því að gera upp skerðingar á greiðslum sem dæmdar hafa verið ólöglegar.