Samfélagið

Erindi forseta á sjávarútvegsdeginum, leikskólabörn og bálfarir

Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og sagnfræðingur: Guðni var á fræðimannaskónum í morgun á fundi í tilefni Sjávarútvegsdagsins sem er í dag og fjallaði um hvernig sjávarútvegur nútíðar og framtíðar getur lært af fortíðinni.

Anna Magnea Hreinsdóttir aðjúnkt við MVS og Kristín Dýrfjörð dósent við HA: Ummæli forstjóra álversins í Straumsvík um sólarhrings leikskóla hafa vakið hörð viðbrögð - en hvað ætli leikskólabörnum sjálfum finnist um vera í leikskóla og dvalartíma sinn þar? Anna og Kristín hafa rannsakað þetta með viðtölum við leikskólabörn.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Trés lífsins: Það dróg til tíðinda fyrir nokkrum dögum þegar sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu veitti frumkvöðlaverkefnið Tré lífsin leyfi fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Ef allt gengur upp verður þetta önnur bálstofan sem reist verður hér á landi - en fyrir er bálstofa við Fossvogskirkju sem hefur verið starfrækt í 73 ár.

Birt

19. okt. 2021

Aðgengilegt til

20. okt. 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.