Samfélagið

Fréttir af dómsmálum, COP, málfar, ruslarabb og Ævar á Akranesi

Við ætlum forvitnast um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, sem er oftast kallað COP og svo fylgir tala. Í fyrra var COP 27 og í haust fer COP 28 fram. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagráðs kemur til okkar og segir okkur allt um COP.

Við ætlum skoða hvert frelsi fjölmiðla er til fréttaflutnings við meðferð sakamála, eftir fréttabann sem héraðsdómur skellti á við aðalmeðferð stóra kókaínsmálsins í byrjun þessa árs. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður kemur til okkar og veltir upp öllum hliðum þessa máls.

Við fáum góða heimsókn úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur hingað með skemmtilega upptöku. þessu sinni rifjar hún upp heimsókn Ævars Kjartanssonar á Akranes árið 1986.

Við heyrum málfarsmínútu og svo dustum við rykið af ruslarabbinu í umsjón Þórhildar okkar Ólafsdóttur.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

28. ágúst 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,