Samfélagið

Íþróttarannsóknabylting, stytturnar á Rapa Nui og umhverfissálfræði

Aðbúnaður afreksíþróttafólks á Íslandi er með því besta sem gerist á heimsvísu. Ástæðan er rannsóknastofa í íþrótta- og heilsufræðum sem var opnuð á dögunum. Við skoðum rannsóknastofuna, prófum sérhæfð tæki og ræðum við Milos Petrovic, forstöðumann rannsóknastofunnar og Þórdísi Lilju Gísladóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Við ætlum tala um frægar styttur sem standa á eyjunni Rapa Nui, sem flestir þekkja sem Páskaeyju. Og ef hlustendur muna ekki í svipinn hvernig þessar styttur líta út, gæti verið ráð fletta upp Rapa Nui í leitarvél á netinu og þá blasa þær við í allri sinni dýrð. Við heimsækjum Svein Eggertsson, dósent í mannfræði á skrifstofu hans í Gimli í Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þessar styttur og heimsótt Rapa Nui.

Pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.

Frumflutt

7. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,