Samfélagið sendir út í Sjávarklasanum í Grandagarði. Þar starfa fjölmörg fyrirtæki, allt frá litlum, nýstofnuðum sprotafyrirtækjum til rótgróinna sjávarútvegsrisa. Við ræðum við fólkið sem starfar í Sjávarklasanum og fræðumst um starfsemina og samfélagið í húsinu.
Og við fáum í heimsókn umsjónarmenn stærsta kaffiumræðuvettvangs landsins, Facebook-hópsins Kaffinördar, og ræðum kaffinördisma, kaffisnobb og fleira.
Frumflutt
18. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.