Samfélagið

Nýr verkefnastjóri yfir málefnum Grindavíkur hjá forsætisráðuneytinu, útilistaverkin í borginni, málfar og þvottalaugarnar 1957

Gylfi Þór Þorsteinsson sem lengi hefur starfað fyrir Rauða krossinn og tekið sér ýmis flókin verkefni, t.d. uppsetningu og rekstur farsóttarhúsa á tímum COVID og móttöku flóttafólks frá Úkraínu hefur verið ráðinn til leiða samhæfingu vegna Grindavíkur í forsætisráðuneytinu. Í því felst meðal annars samhæfa samskipti og upplýsingagjöf til Grindvíkinga vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Gylfi Þór ræðir við Samfélagið.

Þau eru alls konar og stundum umdeild. Við ætlum fjalla um útilistaverk, en það eru vel á annað hundrað slík í Reykjavík, við spjöllum um strauma og stefnur, hugsunina á bak við þessi verk, verk og gömul og umsjón þeirra við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.

Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri til okkar með áhugaverða upptöku úr safni RÚV, upptakan er frá árinu 1957 og fjallar um þvottalaugarnar í Laugardal.

Tónlist:

GDRN, Hjálmar - Upp á rönd.

BRUNO MARS - It Will Rain.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,