Samfélagið

Lagnir í hættu, kennsla á Listasafni, neytendaspjall - skrópgjöld.

Lagnir, þær eru þarna, þjóna sínum tilgangi svo lítið beri á, en svo kemur eitthvað upp á sem beinir sjónum okkar þessum földu en nauðsynlegu innviðum - hvort sem það eru skemmdir á heitavatnslögnum vegna jarðhræringa, akkeri sem rústaði kaldavatnslögn Vestmannaeyinga eða skólplagnirnar sem víða á landinu skila skólpinu óhreinsuðu út í sjó. Snæbjörn R. Rafnsson, pípulagningameistari, hefur brennandi áhuga á lögnum, lagnakerfum og sögu þeirra. Hann er gestur Samfélagsins.

Við ætlum ræða um nýtingu Listasafns Íslands í kennslu en kennarar allra skólastiga og allra skóla bráðlega tækifæri til hittast reglulega á safninu og kanna hvernig hægt er nýta það og fjársjóði þess sem efnivið í kennslu og safnahúsin þrjú sem námsvettvang. Ingibjörg Hannesdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Listasafni Íslands kemur til okkar ræða þetta verkefni.

Neytendaspjall. Rætt við Einar Bjarna Einarsson, lögfræðing hjá Neytendasamtökunum, um skrópgjöld og mætingarskyldu en Neytendasamtökin hafa lengi gert athugasemdir við skilmála fyrirtækja sem þeim finnst ganga of hart fram í þessu.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,