Samfélagið

Gasmengun frá gosinu, snjallvæðing íþrótta, málfar og dýr í geimnum

Útlit er fyrir brennisteinsdíoxíðsmengun frá elgosinu á Reykjanesskaga nái til meginlands Evrópu, jafnvel Rússlands. Í fyrradag var starfsmaður Bláa lónsins fluttur á sjúkrahús vegna gaseitrunar og Vinnueftirlitið hefur beðið fyrirtæki á svæðinu yfirfara áhættumat og tryggja öryggi starfsfólks, til dæmis með gasmælum. Það hefur verið töluverð mengun frá þessu gosi en þó ekki jafn mikil og bilaður mengunarmælir í Garði sýndi í fyrradag. Við ræðum mengunina frá gosinu við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun.

Við tölum um nýjustu tækni og íþróttir og hvernig tæknin er breyta þjálfun og keppni. eru alls kyns tæki og tól hengd á íþróttafólk til safna gögnum um ástand þess og frammistöðu. Myndavélar eru notaðar til greina öll smáatriði og meira segja boltarnir í boltaíþróttum eru snjallboltar. Harald Pétursson er sérfræðingur í þessum málum.

Málfarsmínúta - aukafrumlagið það.

Dýraspjall með Veru Illugadóttur - geimferðir dýra í tímans rás.

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,