Hvers vegna líður okkur oft ekki vel í byggða umhverfinu okkar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig að þessa dagana, við í Samfélaginu þeirra á meðal. Við ætlum að halda áfram að fjalla um byggðarmál – í dag frá sjónarhorni arkítekta. Arnhildur Pálmadóttir arkítekt ætlar að setjast hjá okkur í upphafi þáttar til að ræða mannvæn mannvirki, sjálfbærar byggingaraðferðir, fagurfræði, nostalgíu, skipulagsmál, og ýmislegt fleira.
Síðan ætlum að ræða lestur og læsi. Hver er munurinn á þessu tvennu? Hvað þarf til að geta lesið sér til gagns? Hvað vitum við í raun og veru um stöðu læsis og lesturs á Íslandi? Sigríður Ólafsdóttir, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, ætlar að segja okkur meira.
Og í lok þáttar er það hið vikulega vísindaspjall. Edda Olgudóttir kíkir við og segir okkur frá nýlegum rannsóknum á áhrifum svefnleysis á heilann.
Frumflutt
21. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.