Samfélagið

Þórhildur Ólafsdóttir, málfar, dýraspjall

Við fáum góðan gest til okkar sem tengist Samfélaginu sterkum böndum en hélt um mitt ár á vit nýrra ævintýra í rúmlega átta þúsund kílómetra fjarlægð. Þetta er Þórhildur Ólafsdóttir sem var annar umsjónarmaður Samfélagsins svo árum skipti og býr tímabundið í Kampala, höfuðborg Úganda. Ýmislegt ber á góma, til dæmis ávexti, sorphirðumál, þróunarstarf og engisprettuát.

Málfarsmínúta með áramótaívafi.

Endurflutt dýraspjall frá því í janúar á þessu ári. Þar ræddi Þórhildur Ólafsdóttir við Aðalbjörgu Jónsdóttur, líffræðing hjá Hafrannsóknastofnun, um aldursgreiningar á fiskum.

Frumflutt

29. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

,