Samfélagið

Borea adventures, léttum á umferðinni og dýraspjall

Við ræðum við Nannýju Örnu Guðmundsdóttur, eiganda ferðþjónustufyrirtækisins Borea adventures. Þau eru undirbúa veturinn en undanfarið hafa þau tekið á móti hópum allstaðar úr heiminum og farið með þeim á Hornstrandir til taka myndir af refum. Heyrum meira af því á eftir, og fyrirhugaðri ferð þeirra sjálfra til Suðurskautslandsins.

Í morgun fór fram ráðstefna á vegum borgarinnar sem bar yfirskriftina Léttum á umferðinni. Þar stigu ýmsir á stokk og ræddu samgöngumálin og umferðarþunga frá ýmsu hliðum. Við ræðum við tvo af fyrirlesurunum, þau Brynhildi Bolladóttur, lögfræðing og Reykvíking á hjóli og Þorstein R Hermannsson, hjá Betri Samgöngum.

Dýraspjall með Veru Illugadóttir - mörgæsir.

Frumflutt

10. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,