Samfélagið

Próf og námsmat, verkefnið eitt barn - öll börn, upptaka frá 1957

Próf hafa verið svolítið í umræðunni undanfarið; niðurstöður PISA-könnunar, mikilvægi samræmds námsmats og svo er prófatíð margra skóla nýlokið. Við fjöllum um próf og námsmat, eru próflausir skólar framtíðin eða eru próf nauðsynleg? Hvað er leiðsagnarmat? Við tökum púlsinn á fólki á Háskólatorgi og ræðum við Berglindi Gísladóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada, kynnti í síðustu viku rannsóknir sínar tengdar heilsu barna. Hann hefur búið þar ytra í um 40 ár og telst með fremstu vísindamönnum Kanada. Í fyrirlestrinum sagði hann frá verkefninu One child, every child eða Eitt barn, öll börn sem skoðar heilsu barna í víðu samhengi. Verkefnið fékk stóran, margra ára styrk frá kanadíska ríkinu, þann stærsta sem Calgary-háskóli hefur hlotið. Við ræðum við Benedikt um efni fyrirlestursins.

Við bregðum okkur aftur til ársins 1957, hlustum á upptöku úr safni Ríkisútvarpsins um jólaskreytingar í kirkjugörðum.

Frumflutt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,