Sjálfbærni, áhrif loftslagsbreytinga á hönnun samgönguinnviða og safn Annie Leifs
Í dag ætlum við að taka púlsinn á sjálfbærnimálum. Stærsti sjálfbærniviðburður ársins er að nálgast, það er Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um sjálfbærni. Þema ráðstefnunnar í ár er umbreyting, en meðal annars verður fjallað um sjálfbærni á tímum geópólitískrar óvissu, loftslagsbreytinga og hraðrar tækniþróunar. Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu, kíkir til okkar í upphafi þátta til að segja okkur meira.
Gera þarf ráð fyrir loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra í hönnun samgönguinnviða hjá Vegagerðinni. Páll Valdimar Kolka Jónsson, verkefnisstjóri umhverfismála, segir að hluti af því sé að sætta sig við óvissu í hönnunarferlinu. Við fáum að heyra betur af því á eftir.
Í lok þáttar heimsækjum við Þjóðskjalasafnið. Að þessu sinni ætlar Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skjalavörður að sýna og segja frá safni sem kemur frá Annie Leifs, eiginkonu Jóns Leifs tónskálds, dætrum þeirra og fjölskyldu.
Frumflutt
19. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.