Samfélagið

Umbrot í Grímsvötnum, veðurviðvaranir ársins 2023 og umhverfispistill

Snarpur jarðskjálfti varð í Grímsfjalli í Vatnajökli, snemma í morgun, hlaup er hafið í jöklinum, aukið streymi í Gígjukvísl og auknar líkur á eldgosi. Eyjólfur Magnússon, vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, hefur undanfarið rannsakað fyrri hlaup í þessari virku eldstöð, Grímsvötnum, og hefur fylgst náið með framvindu hlaupsins sem stendur yfir.

Í fyrra voru gefnar út töluvert færri veðurviðvaranir en árið á undan og árið 2023 var tiltölulega rólegt ef litið er til fjölda viðvarana mati Veðurstofunnar. Alls voru gefnar út 311 viðvaranir í fyrra en þær voru 380 ári áður. Þetta ár byrjar líka frekar rólega - sem betur fer. Við ræðum við Helgu Ívarsdóttur, fagstjóra veðurþjónustu, um veðurviðvaranir og þau fræði sem þær byggja á.

Við fáum svo pistil frá Evlalíu Kolbrúnu Ágústsdóttur hjá Ungum umhverfissinnum, hún ætlar fjalla um textíliðnaðinn.

Tónlist:

Brimkló, Björgvin Halldórsson - Ég las það í Samúel.

Beatles, The - Something.

Jack Johnson - Go On.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,