Samfélagið

Grindavík í brennidepli; viðbrögð RKÍ, gamlar lexíur og dýrabjörgun.

Samfélagið beinir sjónum sínum ástandinu á Reykjanesi og yfirvofandi náttúruvá. Yfirvöld standa frammi fyrir ótal verkefnum - það þarf greiða úr húsnæðismálum, skólamálum, atvinnumálum og afkomu íbúa, greiða úr ýmsu praktísku, veita stuðning og upplýsingar

Alþingi kom saman til fundar í dag til ræða frumvarp um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga, frumvarp til neyðarlaga. Við hlýðum á brot úr ræðu Katrínar Jakobsdóttir og ræðum við Höskuld Kára Schram, fréttamann.

Kristjana Aðalgeirsdóttir, er arkítekt, starfsmaður Rauða krossins í Úkraínu og sérfræðingur í því hvernig tryggja húsnæðisöryggi fólks í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka. Við ræðum við hana um ástandið í Grindavík, reynsluna frá tímum Vestmannaeyjagossins af Viðlagasjóðshúsunum svokölluðu og mikilvægi þess hugsa strax bæði til skemmri og lengri tíma litið.

Við ræðum líka við Aðalheiði Jónsdóttur, teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu, um viðbúnað Rauða krossins. Hún segir þetta stærstu aðgerð Rauða krossins á síðari tímum.

Anna Margrét Áslaugardóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá samtökunum Dýrfinnu var svo á línunni hjá okkur með góð ráð til dýraeigenda, en samtökin hafa verið í viðbragðsstöðu, útvegað búr og aðstoðað fólk sem freistar þess bjarga gæludýrum sínum af rýmdum svæðum.

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,