Samfélagið

Minjastofnun um útburðarmál í Heiðmörk, framtíð Kringlunnar og málfar

Verslunarmiðstöðvar. Þetta eru stórar byggingar með stóru bílastæði, rúllustigum, raflýsingu, ótal verslunum. Við ætlum skoða eina ákveðna verslunarmiðstöð, þá elstu á Íslandi, Kringluna. Tökum púlsinn á Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar, ræðum jólaverslun, áhrif netsins og framtíð verslunarmiðstöðva almennt.

Orkuveitan hefur höfðað útburðarmál á hendur eigendum nokkurrra sumarhúsa á svokölluðum Elliðavatnsblettum í Heiðmörk, einni elstu sumarhúsabyggð landsins. Orkuveitan vill láta rífa húsin í nafni vatnsverndar og almannahagsmuna. Eigendur húsanna eru ósáttir, við heyrum í nokkrum þeirra og ræðum sömuleiðis við fulltrúa Minjastofnunar, þá Pétur H. Ármannsson sviðsstjóra húsverndar-, umhverfis-, og skipulagssviðs og Gísla Óskarsson, lögfræðing, en þetta óvenjulega mál er komið inn á borð stofnunarinnar.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,