Samfélagið

Sálræn áhrif hörmunganna á Gaza, Reykjavíkurskákmót, umhverfispistill

Við ætlum ræða hvaða áhrif eyðilegging, endurtekinn missir, ótti, matarskortur og linnulausar árásir hafa á andlega líðan fólks, bæði í núinu og til frambúðar - einkum í samhengi við yfirstandandi árásir ísraelshers á Gaza þar sem almenningur býr við hörmulegar aðstæður en líka áhrifin á heimsbyggðina sem stendur á hliðarlínunni með snjallsímann og getur fylgst með öllu á samfélagsmiðlum í nær rauntíma. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur sem starfað hefur fyrir samtök Lækna án landamæra, ræðir þetta við okkur, en hún hefur meðal annars starfað í Afganistan, Jemen og Suður-Súdan.

Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu á morgun og stendur yfir helgina. Þátttakendur skipta hundruðum og þar á meðal eru skákáhrifavaldar sem senda út beint streymi frá mótinu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir okkur frá þessu.

Endurfluttur umhverfispistill frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi: „Á ég gera það?“

Frumflutt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,