Samfélagið

Málþing um grænmetisrækt, svikasímtöl sjaldan algengari, málfar og vísindaspjall

Samtök grænkera á Íslandi boða í dag til málþings um hindranir og tækifæri í framleiðslu grænkerafæðis á Íslandi. Borghildur Gunnarsdóttir umhverfis- og auðlindafræðingur er aðalfyrirlesari á málþinginu en hún fjallaði í meistararannsókn sinni um stöðu nýliða í grænmetisrækt á Íslandi. Hún ætlar ræða við okkur hér rétt á eftir um framtíð grænmetisræktar á Íslandi, hindranir í veginum og stöðuna í dag.

Einhverjir hlustendur Samfélagsins hafa vafalítið lent í því undanfarið símhringingar úr ókunnugum erlendum símanúmerum. Jafnvel oft. Og á öllum tímum sólarhringsins. Það er mikilvægt svara ekki svona símtölum og hringja alls ekki til baka - þetta eru nefnilega svikasímtöl sem geta kostað skildinginn. Fjarskiptastofa hefur sent frá sér aðvörun vegna mikils fjölda slíkra símtala undanfarið og við ætlum ræða þessi mál við Þorleif Jónasson sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu.

Við fáum málfarsmínútu í tilefni öskudags, sem er í dag og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall um mislinga.

Frumflutt

14. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,