Samfélagið

Grenndargralið, hamfarir í jarðsögunni, málfar og svín á golfvelli

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði. Þar voru skotæfingasvæði, braggabyggð, flugvöllur og spítali svo dæmi séu nefnd og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar og heldur úti vefsíðunni grenndargral.is.

Sævar Helgi Bragason, rithöfundur með meiru, ræðir um tunglið, árekstra loftsteina við jörðina og ýmsar hamfarir.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Vera Illugadóttir ræðir um svín sem valda vandræðum á golfvelli í Arizona.

Frumflutt

27. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,