Samfélagið

Þjóðarspegillinn 2023

Samfélagið sendir út beint frá Háskólatorgi í tilefni af Þjóðarspeglinum.

Guðbjört Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun segir okkur upp og ofan af þessari viðamiklu ráðstefnu sem er haldin í 24. sinn. Og hér eru flutt hátt í 200 erindi um allt milli himins og jarðar sem tengist fræðilegri umræðu um það sem efst er á baugi innan félagsvísinda.

Á taka tillit til minja sem tengjast þjóðtrú og þjóðsögum við vegagerð, hvað um steina sem einhver einhvern tímann taldi í byggju álfar? Við ræðum við Jón Jónsson, hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum um vegagerð, fornminjar og menningarminjar, og sérstaklega um Topphól, meinta álfakirkju, sem sprengdur var upp á árinu.

Einhverfar konur sem fengið hafa greiningu á fullorðinsárum hafa sumar endurskilgreint fortíð sína og hætt kenna sjálfum sér um mótlæti sem þær hafa mætt. Snæfríður Þóra Egilsdóttir prófessor og Kremena Nikolova-fontaine, hjá rannsóknasetri í fötlunarfræðum, gerðu viðtalsrannsókn þar sem þær ræddu við nokkrar einhverfar konur á miðjum aldri sem varpa ljósi á reynslu þeirra fyrir og eftir greiningu.

Og svo ræðum við um matarmenningu og hlutverk hennar í mótun sjálfsmyndar, Kristinn Schram, þjóðfræðingur, hefur rannsakað það.

Málfarsmínútan verður líka á sínum stað.

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,