• 00:00:00Ársskýrsla unicef
  • 00:00:00Afbrotafræðingur um ástand í Hafnarfirði
  • 00:00:00Heimsókn á Þjóðskjalasafn

Samfélagið

Ársskýrsla Unicef, múgæsingur og ótti í Hafnarfirði, heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands

Ársskýrsla Unicef kom út fyrir skömmu og við ætlum ræða við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. Það hefur enginn farið varhluta af stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem margir þjást og börn mest af öllum. Varnarlaus börn eru fórnarlömb í stríði og þurfa reiða sig á hjálp sem því miður hefur ekki getað borist nema af skornum skammti. Þúsundir barna hafa verið drepin og særst í átökum og vinnur Unicef hörðum höndum því hjálpa börnum og hefur ítrekað krafist vopnahlés. Einnig þurfum við huga réttindum barna á Íslandi.

Við fjöllum líka um mál sem hefur skekið hafnarfjörð síðastliðnar vikur, maður eða menn hafa ítrekað veist börnum í bænum og foreldrar og börn uggandi, reiði og múgæsingur á samfélagsmiðlum virðist hafa náð nýjum hæðum eftir mynd var birt af meintum árásarmanni - fólk steig fram undir nafni og hótaði manninum ofbeldi og jafnvel lífláti. Við ræðum þetta við Margréti Valdimarsdóttur dósent í félags- og afbrotafræði.

Við heimsækjum svo þjóðskjalasafnið í lok þáttar - heyrum þar af kjörum vinnuhjúa á nítjándu öld.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Tónlist:

POLLAPÖNK - Enga fordóma (Söngvakeppnin 2014).

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,