Samfélagið

Upphitun fyrir 1. maí, Reykjavíkurmaraþon í 40 ár, pistill frá Páli Líndal

Kröfugöngur, baráttufundir, þrusuræður, kaffiveitingar og lúðrahljómur - 1. maí er á morgun. Við ætlum af því tilefni ræða stemninguna þennan dag og helstu baráttumál samtímans við Örnu Jakobínu Björnsdóttur, formann Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu - en hún verður fundarstjóri á útifundi á Ingólfstorgi í Reykjavík á morgun.

Á þessu ári er því fagnað 40 ár eru liðin frá því Reykjavíkurmaraþon var fyrst haldið og eflaust eru einhverjir hlauparar farnir huga því ágæta hlaupi í ár og æfa stíft. Við ætlum tala um maraþonhlaup við Sigurbjörn Árna Arngrímsson skólameistara og doktor í íþróttafræðum.

Við fáum svo pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi í lok þáttar, í pistlinum rekur hann rannsóknir á því hvernig mismunandi arkitektúr verkar á fólk.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Hulduþula.

BOB MARLEY & THE WAILERS - Buffalo Soldier.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,