Samfélagið

Prís, kirkjugarðar um jól, hugheilar kveðjur og mannsheilinn

Alþýðusamband Íslands kannar reglulega verðlag á matvöru og birti fyrr í vikunni könnun á verði á jólamat. Samkvæmt henni hefur jólakarfan hækkað um 6 til 17% milli ára. Og í dag kynnti ASÍ nýtt app í farsíma, Prís, þar sem hægt er skoða mismunandi verðlagningu vara á milli verslana með því skanna strikamerki. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ segir okkur frá þessu.

Við förum í stuttan göngutúr um Fossvogskirkjugarð, margir hafa það fyrir sið huga leiðum látinna ástvina fyrir jólin, setja jafnvel ljós og skreytingu, og smám saman byrja garðarnir ljóma - eða í það minnsta nýrri hlutar þeirra. Við ræðum verkefnin í desember við Helenu Sif Þorgeirsdóttur, sviðsstjóra umhirðu hjá kirkjugörðum reykjavíkurprófastsdæma.

Við heyrum jólalega málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vikulegt vísindaspjall. Hún ætlar tala um mannsheilann.

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,