Samfélagið

Guðmundur Fertram, málfarsmínúta og dýrasýning í Örfirisey

Það vakti mikla athygli í fyrra þegar íslenska fyrirtækið Kerecis var selt dönsku stórfyrirtæki fyrir 1,3 milljarða dollara. Ef við gerum tilraun til reikna það í krónur þá eru það um 180 íslenskir milljarðar. Sem þykir dágott og þar með varð Kerecis fyrsta íslenska sprotafyrirtækið sem er metið á meira en milljarð Bandaríkjadala. Fyrirtækið notar þorskroð til græða sár sem gróa seint og illa, t.d. vegna sykursýki og áverka vegna bruna og hefur tryggt sér nokkur einkaleyfi tengd aðferðum og vörum fyrirtækisins. Nýsköpunarvika hefst síðar í þessari viku og í tengslum við hana ætlar Guðmundur Fertram Sigurjónsson uppfinningamaður, stofnandi og forstjóri Kerecis ræða meðal annars um uppgötvanir fyrirtækisins og þátt einkaleyfa í velgengni þess. Við ætlum ræða við Guðmund Fertram á eftir um þetta.

Við heyrum líka málfarsmínútu eins og jafnan á mánudögum og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV í heimsókn og rifjar upp áhugavert efni úr safninu.

Frumflutt

13. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,