Tjaldurinn er ólíkindatól og undanfarin ár hefur líffræðingurinn Sölvi Rúnar Vignisson einbeitt sér sérstaklega að rannsóknum á honum - við ætlum að ræða við Sölva Rúnar um líf og hegðun Tjalda, sem sumir eru orðnir staðfuglar og jafnvel farnir að yfirgefa fjörurnar fyrir ánamaðka í túnum.
Síðan fjöllum við um nýlendustefnu, framtíðina og matarmenningu, afnýlenduvæðingu, sundlaugar og kvikmyndir. Við ræðum við Acholu Otieno, April Dobbins, og Elizabethu Lay, sem voru með viðburð á Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins sem tengist nýlendulausri næringu. Viðtalið er hluti af viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarsýnir.
Frumflutt
28. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.