Samfélagið

Vasinn hennar Lísu og fleiri forvitnilegir munir, að úða garðinn eða úða ekki, málfar og upptaka úr safni RÚV

Það leynast gjarnan gamlir, mögulega verðmætir hlutir á heimilum landsmanna sem forvitnilegt væri heyra af. Þjóðminjasafnið hefur stundum boðið fólki koma með slíka muni, sem kunnáttumenn skoða. Sjálfsagt eru margir hér á landi sem hafa séð breska þáttinn Antik roadshow, þar sem vel er mætt með alla vega hluti, sagðar sögur og verðmat. Við ræðum við Lilju Árnadóttur fyrrverandi sérfræðing hjá Þjóðminjasafni Íslands eftir skamma stund.

úða eða úða ekki - það er spurning sem brennur á mörgum. Við ætlum ræða garðaúðun við Ísak Sigurjón Bragason, sérfræðing hjá umhverfisstofnun.

Svo förum við 16 ár aftur í tímann og kynnumst starfsemi verslunarinnar Brynju við laugaveg, en árið 2008 átti verslunin, sem er hætt, 90 ára afmæli. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður, miðlaði stemmningunni í versluninni og ræddi við starfsfólk og fastakúnna.

Tónlist:

JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.

ÁSGEIR TRAUSTI - Myndir.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Frumflutt

10. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,