Samfélagið

Eldsumbrot í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands, líðan Grindvíkinga og óvissan framundan

Það hefur dregið mikið úr virkni eldgossins sem hófst norðan við Grindavík í gærmorgun en það eru enn merki um áframhaldandi landris við Svartsengi. Við ræðum eldgosið og stöðuna á Reykjanesskaga við Bergrúnu Örnu Óladóttur, jarðfræðing hjá Veðurstofunni.

Margt er óljóst eftir atburðina í Grindavík síðasta sólarhring og íbúar í mikilli óvissu um heimili sín og eigur. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands ræðir næstu skref stofnunarinnar.

Fjöldi Grindvíkinga er saman kominn í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Það er margt sem liggur fólki á hjarta, margt óljóst varðandi framtíðina. Við ræðum líðan fólks, óvissu og úrræði við Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar.

Tónlist:

MARK KNOPFLER - True Love Will Never Fade.

GDRN, MAGNÚS JÓHANN RAGNARSSON - Morgunsól.

TRACY CHAPMAN - Fast car.

Frumflutt

15. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,