Samfélagið

Opið hús í Hússtjórnarskólanum, 60 ára afmæli skólakórs Öldutúnsskóla og jólatré hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Við verðum á faraldsfæti í þætti dagsins.

Við hefjum þáttinn með heimsókn í Hússtjórnarskólann, sem er staðsettur á Sólvallagötu í Reykjavík. Skólinn hefur starfað óslitið frá árinu 1942. Ég kíkti í skólann í gær og ræddi þar við Mörtu Maríu Arnarsdóttur, skólameistara, um námið og hið árlega opna hús sem er í skólanum á morgun. Á ferð okkar Mörtu Maríu um skólann hittum við fleiri kennara sem deildu með okkur ýmsu áhugaverðu.

Frá Sólvallagötunni höldum við svo í Hafnarfjörð en skólakór Öldutúnsskóla fagnar 60 ára starfsafmæli í ár, en kórinn var stofnaður árið 1965. Í gegnum árin hefur kórinn ferðast víða og sungið á fjölda tónleika en á sunnudaginn er komið árlegum jólatónleikum kórsins í Hafnarfjarðarkirkju. Kórinn var við æfingar í gær, ég kíkti við og hlýddi á undurfagran barnasöng og ræddi við Brynhildi Auðbjargardóttur, kórstjóra, en hún var sjálf í kórnum sem barn.

Frá barnasöngnum höldum við svo í Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og hittum Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóra en þar á eru allir undirbúa sig fyrir sölu jólatráa. Steinar segir okkur allt um meðhöndlun jólatrjáa og af hverju stafafuran er uppáhalds lifandi jólatré Íslendinga.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir.

Tónlist þáttarins:

Saman - Lay Low og Ragnheiður Gröndal

Frumflutt

5. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Þættir

,