• 00:02:39Endurhæfing kvenna í fangelsum
  • 00:18:18Stóra sundlaugarmálið í Mývatnssveit endurskoðað

Samfélagið

Endurhæfing kvenna í fangelsum og niðurstaða í stóra sundlaugarmálinu í Mývatnssveit

Hópastarf gegnir lykilhlutverki í endurhæfingu kvenna í fangelsum. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru haldin Konukvöld alla þriðjudaga þar sem tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hitta konur í afplánun. Markmiðið er efla tengsl, hæfni í samskiptum og draga úr félagslegri einangrun en margar konur í fangelsum hafa ekki áður fengið tækifæri til læra heilbrigð samskipti eða byggja upp traust í öruggu umhverfi. Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun, ræðir þessi mál við okkur.

Og síðan leiðum við til lykta mál sem við opnuðum fyrir meira en ári síðan, mál sundlaugarinnar í Reykjahlíð í Þingeyjarsveit sem var fjarlægð af óljósum ástæðum fyrir næstum því áratug síðan í óþökk íbúa á svæðinu. Í september 2024 fórum við norður til fjalla um örlög sundlaugarinnar, en nú, meira en ári síðar, er loksins komin einhvers konar niðurstaða í málið. Við fjöllum meira um það í seinni hluta þáttar. En við byrjum á endurhæfingu kvenna í fangelsum.

Frumflutt

8. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Þættir

,